Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 41

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 41
og hann lætur allar reglur lönd og leið í samsetningu efna, mynstra og lita. Hann notar bæði dýr og skrautleg efni, útsaum, perlusaum og alls konar skraut, og fer hvergi spart með. Hann hikar ekki við að lita skinn græn og fjólublá, hengja dúska á fötin og á einni sýningu hlóð hann hverri silkihúfunni ofan á aðra án þess að gæta að hefð- bundnum reglum um smekk. I stað þess að valda hneykslun, eins og margur myndi halda, ætlaði allt um koll að keyra af hrifningu á fyrstu sýningu hans. Fólk stóð uppi á stólum og lét blómum rigna yfir sviðið, hinum rótgrónu tísku- kóngum eins og Yves Saint- Laurent til mikillar gremju. Dirfska og hugrekki þessa manns hefur vakið verðskuldaða athygli. Þegar hann setti gular satín-ermar á minkakápur þótti fólki hann hugrakkur, en þegar ein sýningarstúlkan birtist á sviðinu íklædd brúnum pels sem hafði verið fóðraður með nærfatablúnd- um, var ekki laust við að sumir færu hjá sér. Hverjum öðrum hefði dottið þvílíkt og annað eins í hug? En þrátt fyrir allt skrautið er hann sagður dá kvenlíkamann og vita hvar mörkin liggja. Næsta ár hyggst Lacroix síkka pilsin, því eins og hann segir sjálfur: „Tíska er ekki tíska nema hún taki sífellt breytingum.“ Christian Lacroix ætti ekki að lenda í vandræðum með að breyta tískunni. Hvað ætli honum takist að láta fínu frúrnar gera næst? Urður Njarðvík. 41

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.