Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 48
Gordon Sumner eða Sting, eins
og hann vill frekar kalla sig, er án
efa einn athyglisverðasti tónlistar-
maður síðustu ára. Hann vakti
fyrst verulega athygli, þegar hann
var í hljómsveitinni The Police, en
eftir að slitnaði upp úr því sam-
starfi, hóf hann sólóferlil sinn. Eins
og mörgum er kunnugt, gaf Sting
út plötuna Nothing Like the Sun
skömmu fyrir síðustu jól, og ber
flestum saman um, að þar hafi
verið á ferðinni hinn mesti gæða-
gripur. Petta er önnur sólóplata
kappans en hin fyrri kom út árið
1985 og hét The Dream of the Blue
Turtles. Nýja platan er tileinkuð
móður hans, Audrey, sem dó á
meðan á upptökum stóð. Á plöt-
unni eru lög, sem flokkast í ólíkar
tónlistarstefnur. Sting segist hafa
mikinn áhuga á að brjóta niður
múra á milli stíltegunda í tónlist.
Málstað sínum til framdráttar
hefur hann stofnað útgáfufyrir-
tækið Pangaea, sem hefur það að
markmiði að gefa út sem fjöl-
breyttasta tónlist.
Engir bölsýnisbragir
í viðtali, sem blaðamaður
bandaríska tónlistartímaritsins
Rolling Stone átti við Sting, var
hann spurður um lagið They Dance
Alone, en það er einmitt á nýjustu
afurð kappans. Lagið fjallar um
sílenskar konur, sem dansa ekki
aðeins til minningar um feður sína,
eiginmenn og syni, sem þær hafa
misst, heldur lýsa þær um leið yfir
andstöðu sinni við ógnarstjórn
Pinochets. „Pað er ákveðin sigur-
vissa í þessum dansi kvennanna,
sem er miklu áhrifameiri en henda