Skólablaðið - 01.04.1988, Side 49
bensínsprengjum eða brenna bíia.
Það er ekki mjög uppörvandi að
tönnlast á því sýknt og heilagt. að
allt sé á niðurleið. Ég vii ekki
semja lög, sem leggja ofuráherslu á
drunga og bölsýni, þar sem enga
framtíð er að finna. Ef ég skrifa
um eitthvað, sem er sorglegt eða
ógnvekjandi, vil ég gjarnan hafa
einhverja vonargiætu í lokin.
Lagið endurspeglar þetta viðhorf.
Þetta er mjög dapurlegt lag, en í
lokin kemur fram sigurgleði.“
ímyndin
Gagnrýnendur ásaka Sting oft
um uppgerð og látaiæti, þ.e., að
samkennd hans með þeim, sem
minna mega sín, sé ekki einlæg.
Sting svarar þessu: „Hvað er
uppgerð? Mér er ætluð sú ímynd
eins og öðrum poppurum að vera
átrúnaðargoð, sem á sér einungis
tilverurétt á sviði. Þeim er ekki
ætlað að segja hug sinn, hvorki að
vera læsir né skrifandi eða vera
færir um að lifa eðlilegu lífi. Og
hver sá, sem fellur ekki í þessa
fyrir fram ákveðnu ímynd, er
sagður vera að þykjast, þykjast
vera mannlegur, hugsandi, um-
hyggjusamur, þykjast vera veik-
burða eða sterkur.“
Margir velta því ef til vill fyrir
sér, hvernig Sting fer að því að
semja svona góð lög, - hvort and-
inn komi allt í einu yfir hann. Sting
segir að svo sé sjaldnast. Hann
bætir því við, að hann hafi einu
sinni vakað heilar nætur af
áhyggjum af því, hvað hann ætti að
semja og hvort allur hæfileiki væri
endanlega úr honum farinn. En lög
eins og Every Breath You Take og
Don’t Stand so Close to Me komu
honum aftur á sporið. Þau komu
alveg fyrirhafnarlaust, og hann
fékk strax hugboð um að þau
mundu slá í gegn. Og það gerðu
þau.
Sumir hafa bent á, að lög Stings
séu mörg hver keimlík. Hann
viðurkennir það fúslega og segist
kunna ágætlega við það. „Við
getum líkt þessu við málara, sem
málar margar myndir af sama við-
fangsefninu frá ólíkum sjónarhorn-
um. If You Love Sombody Set
Them Free og Every Breath You
Take eru eins konar hliðstæður,
Ijóðræn spegiimynd hvort annars.
Sister Moon og Moon over Bour-
bon Street eru Iíka slíkar hliðstæð-
ur.
Sting hefur leikið í nokkrum
kvikmyndum. meðal annars The
Bride og Dune, sem David Lynch
leikstýrði. Á síðastliðnu ári lék
hann lágkúrulegan eiganda djass-
búlu í kvikmyndinni Stormy
Monday. Taka myndarinnar fór
fram í heimabæ Stings, Newcastle
á Englandi. Einnig lék hann í
kvikmynd, sem heitir Julia and
Julia, en í þeirri mynd leikur ekki
ómerkari leikkona en Kathleen
Turner.
Líðandi ár verður sjálfsagt anna-
samt hjá þessum fjögra barna
föður á þrítugasta og sjöunda
aldursári, og má minnast á hljóm-
leikaferð hans og Peters Gabriels á
vegum Amnesty International.
Vonandi kemst hann samt fljótlega
í hljóðver, svo að við fáunr að
heyra meira frá þessum frábæra
tónlistarmanni.
Anna Dís Ólafsdóttir
(Heimild: Rolling Stone
sem kom út 11. febrúar sl.)
49