SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 2
2 10. apríl 2011 Við mælum með 16.-21. apríl Blúshátíð í Reykjavík verður sett á laugardaginn kemur. Blúsdagur verður við gömlu höfnina frá 14-17. Blúsbelgir, Blúshundar, kvik- myndasýning, akstur Blúsvagna og fleira. Um kvöldið klukkan 22 koma allir blúsarar landsins saman á Rósenberg og heiðra Pinetop heitinn Perkins. Ágóði rennur til Pinetop Perkins Foundation. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blúshátíð í Reykjavík 6 Öskureið lögreglu Breska leikkonan Leslie Ash er afar ósátt við vinnubrögð lögreglu í máli spæjara sem hakkaði sig inn í farsímann hennar. 13 Vinna með hjartanu Jóhanna Jónsdóttir og Helga Friðbjarnardóttir hafa staðið vaktina í verslun Rauða kross Íslands við Hringbraut um langt árabil. 28 Eins og illa skrifuð Rocky-mynd Þorgeir Tryggvason var liðsstjóri sigurliðs Norðurþings í Útsvari. Hann er fjölhæfur listamaður sem segist vilja gera hlutina sjálfur. 30 Nú ákveður þjóðin sjálf Af innlendum vettvangi með Styrmi Gunnarssyni. 31 Nonni, hvað á ég að gera næst? Ferðaskrifstofan Nonni er á Akureyri. Þar ræður ríkjum Helena Dejak, sem starfað hef- ur í ferðaþjónustu í 42 ár. 38 Partístrákur verður fullorðinn Breski grínistinn Russell Brand fetar í fót- spor Dudleys heitins Moores í Arthur. 40 Kátt er í höllu Enska konungsfjölskyldan er örugglega ein sú vinsælasta í heimi. Nú stefnir í konunglegt brúðkaup og nóg að gera hjá drottningu og co. Lesbók 42 Saga skrifpúlts Þankar Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar. 44 Sögubrot um tíma Bandaríski rithöfundurinn Jennifer Egan er talin líkleg til að hljóta bresku kvennabókmenntaverðlaunin. 28 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Erik Tomasson af föður sínum, Helga Tómassyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið T ískan tók völdin í Reykjavíkurborg um síð- ustu helgi á tískuhátíðinni RFF. Þarna gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í íslenska tísku- heiminum en 22 fatamerki sýndu línur sínar fyrir fullu Hafnarhúsi. „Íslenskur tískuheimur“ er frasi sem einhvern tímann hefði verið mótsögn í sjálfu sér en ekki síst með tilkomu fatahönnunarnáms við Listaháskóla Íslands gjörbreyttist tískuvitund land- ans. Eftir hrun hafa óteljandi fatamerki sprottið upp og landinn ekki verið eins meðvitaður árum saman um að velja íslenskt. Nú að framleiðslunni. Allt fór fagmannlega fram og leit vel út. Fyrirsæturnar voru flottar og Margeir stjórnaði tónlistinni með glæsibrag. Svo má ekki gleyma gjafapokanum. Undir sætinu leyndist poki með ýmsum snyrtivörum, vatni og tyggjói (vantaði þetta tvennt síðastnefnda einmitt sárlega þar sem aðeins var boðið upp á áfengan bláan drykk. Af hverju er aldrei boðið upp á gin og tónik eða kampa- vín á svona viðburðum?). Á föstudagskvöldið sat ég í fremstu röð á besta stað, sem var auðvitað nauðsynlegt þar sem hvert kvöld fékk heilsíðuúttekt í Morgunblaðinu. En skjótt skipast veður í lofti, eftir miklar tískupólitískar hræringar var mér skipað á aftari bekk á laugardags- kvöldinu. Það var þó ekki Dorrit sem ég stóð upp fyrir, það hefði auðvitað verið sjálfsagt, heldur stelpa með bleikt hár. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Útsýnið er gott frá fremsta bekknum. Morgunblaðið/Golli Lífið í fremstu röð Falleg peysa frá Sonju Bent. 14. apríl Síðustu áskriftar- tónleikar Sin- fóníu- hljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Á efnis- skrá eru verk eftir von Weber, Brahms og Mozart. Einleikari í fimmta fiðlukonsert Mozarts verður Greta Guðnadóttir. Tón- sprotinn verður í höndum Mic- hals Dworzynskis. 11. apríl Fyrsti leik- urinn í rimmu KR og Stjörn- unnar um Ís- landsmeist- aratitilinn í körfuknattleik karla fer fram í DHL-höllinni. Annar leikurinn verður á fimmtudag. Gert er ráð fyrir æsispennandi viðureign. 50% AFSLÁTTUR TORTILLA M/OSTI OG SKINKU, BORIÐ FRAM M/SALATI. ÁÐUR 690,- NÚ 345,- TILBOÐIÐ GILDIR DAGANA 1. - 17. APRÍL ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.