SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 20
20 10. apríl 2011
Þ
að var öll vikan undir hjá
okkur,“ segir Hildur M. Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri
Brúðuheima í Borgarnesi, en
hún stóð fyrir alþjóðlegri brúðuhátíð
sem náði hápunkti um liðna helgi.
Hátíðin hófst á námskeiði í samstarfi
við UNIMA, félag áhugafólks um
brúðuleiklist á Íslandi. Og svo var fjög-
urra daga hátíð upp úr því, frá fimmtu-
degi til sunnudags, með fjölda við-
burða, brúðuleiklistarsýningum,
brúðukabarett, tónleikum og loka-
athöfn með brúðugjörningi, bálkesti í
fjörunni og kjötsúpu, en athöfnin var
tileinkuð fórnarlömbum hörmunganna í
Japan.
Hildur áætlar að þúsund manns hafi
sótt hátíðina, sem verður árlegur við-
burður, og er undirbúningur þegar haf-
inn að þeirri næstu.
Og enn má skoða sýningu á verkum
Michaels Meschke, sem stendur yfir
fram í byrjun maí í nýuppgerðu húsi,
sem nefnist Mjólkursamlagið. Meschke
kom tvívegis til landsins fyrir nokkrum
áratugum og þjálfaði íslenska brúðuleik-
ara sem voru að taka sín fyrstu skref í
greininni, til dæmis Helgu Steffensen og
Hallveigu Thorlacius.
Brúðuheimar í Englendingavík eru bakhjarl Brúðulistahátíðarinnar BIP.
Konstantín Shcherbak frá Rússlandi leikur á Mandolin undir kjötsúpuslafri.
Brúðurnar tóku á sig ýmsar myndir á brúðuleikhúshátíðinni BIP í Borgarnesi. Úr sýningunni
Lilith í flutningi Astrid Kjær Jensen.
Nicolas Gousseff hélt námskeið um notkun á líkamanum sem sviðsmynd.
Brúður halda hátíð
Bak við tjöldin
Í Borgarnesi var fyrir skemmstu hleypt af stokk-
unum alþjóðlegri brúðuhátíð sem stendur til að
halda árlega. Óhætt er að segja að líf hafi verið í
tuskunum.
Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir Þorkell Þorkelsson
Bryndís Hlöðversdóttir rektor gæðir sér á heitri kjötsúpu á lokahátíðinni.