SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 14
14 10. apríl 2011 Þ að er vorþytur í lofti við torg Sameinuðu þjóð- anna í San Francisco síðasta þriðjudaginn í mars. Hér er það Kyrrahafið sem feykir burt skýjum. Bak við óperuhúsið er öllu minna hús. Þar er verið að æfa ballett. Prúðbúin stúlka í rauðum danskjól heilsar föður sínum. Bak við glerið sveiflast fætur í dans- salnum. Það er ekki auðvelt að ná fundi af Helga Tómassyni með litlum fyrirvara. Sjö tölvupóstum eftir fyrstu fundarbeiðni tekur aðstoðarkona á móti blaðamanni. Ritari við hliðina réttir fram límmiða til merkis um að aðkomumaður hafi aðgangsheimild. Farið er í lyftu á efstu hæð hússins. Þar er aðkomumaður kynntur fyrir öðrum ritara. Gegnt móttökuborðinu er lítið herbergi sem aðstoðarkonan á erindi í. Það er spenna í loft- inu. Klukkan 17.35 kemur merkið. „Þú hefur 25 mínútur,“ segir aðstoðarkonan og má af henni skilja að það sé óhagg- anlegt. Úr stórri skrifstofu listræns stjórnanda San Francisco- ballettsins berast tónar klassískrar tónlistar. Við skrif- borðið situr einbeittur maður og fer yfir pappíra. Hann stendur upp og horfir rannsakandi augum á aðkomu- manninn. Vísað er til sætis. Samtalið hefst. Með þeim bestu í heimi – Þú hefur verið listrænn stjórnandi San Francisco- ballettsins síðan 1985. Hvernig myndir þú bera saman stöðu ballettsins þá og nú? „Hún er gjörólík. Þegar ég tók við flokknum árið 1985 var hann ágætis flokkur. Hann var með minni flokkum í Bandaríkjunum, það sem á ensku nefnist „regional comp- any“. Nú er þetta dansflokkur sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Við erum talinn einn besti dansflokkurinn í Bandaríkjunum. Í Evrópu eru margir þeirrar skoðunar að við séum besti ballettinn í Bandaríkjunum. Staða San Francisco-balletsins hefur því gerbreyst síðan ég kom,“ segir Helgi eins og ekkert sé sjálfsagðra. Einhver kynni að sakna hógværðar en ekki þarf mikla leit á netinu til að sjá að það er innistæða fyrir hverju orði ballettmeistarans. Frásagnir af ferli hans eru hlaðnar lofi. Hann heldur áfram. „Það hefur tekist með ballettum sem ég hef sett upp eða fengið aðra til að stýra. Og með sýningarferðum sem við höfum átt kost á að fara í til New York, London og París. Þær ferðir hafa aukið á orðspor okkar enda getur fólk þá komið og séð okkur. Hér í San Francisco erum við svo langt í burtu frá öllum, hvort sem það er austurströnd Banda- ríkjanna, Evrópa eða Asía. Við verðum því að ferðast og láta sjá okkur.“ Óráðið með framhaldið – Nú ertu búinn að vera hér í 26 ár. Hvað ætlarðu að vera lengi í brúnni? „Ég veit það ekki. Það er alveg ómögulegt að segja til um það. Ég á enn tvö ár eftir af samningnum. Svo sé ég til hvort ég vil vera lengur eða ekki. Það er líka undir stjórn ballettsins komið hvort ég verð lengur eða annar nýr feng- inn í staðinn. Ég myndi halda að ég gæti verið lengur ef ég vildi. Það fer allt eftir því hvort ég hef enn ánægju af þessu.“ – Orðin „klassísk án málamiðlunar“ eru notuð í lýsingu á þér. Hvaðan kemur þessi mikli metnaður? „Hvað varðar klassíkina er mér sérstaklega minn- isstæður tíminn hjá New York City-ballettinum. Það var bara svona. Þetta var leiðin. Það er ekki hægt að gera mála- miðlun um þetta eða hitt. Annaðhvort geturðu gert hlutina rétt eða ekki.“ Heppni og mikil metnaður – Þú byrjar ungur að dansa og ert 15 ára í Danmörku þegar þér er boðið í dansnám til New York. Síðan tekur við giftu- ríkur ferill. Það eru því ansi mörg skref á ferlinum þar sem þú hefur þurft að setja markið hærra. Hvað hefur drifið þig áfram? „Metnaður og kannski um leið óttinn við að mistakast.“ – Er þetta algengt viðhorf hjá listdönsurum? „Ég held að það sé ekki bundið við dansara eða lista- menn. Þetta er svona hjá mörgu fólki sem fæst ekki við listir. Ég efast ekki um að þetta eigi sinn þátt í þeim árangri sem ég hef náð. Ég var líka heppinn, komst til Danmerkur og fékk að spreyta mig þar. Þar þurfti ég að vera eins góður og hinir dansararnir, Danirnir og hinir útlendingarnir, og fékk þá viðurkenningu fyrir það. Ég kom ekki frá þessum stóru og frægu dansflokkum, Parísaróperunni eða Bolshoi- leikhúsinu í Moskvu. Ég þurfti stöðugt að vera að bæta mig til að fá viðurkenningu. Jafnvel þegar ég var kominn til Bandaríkjanna tók það sama við. Ég var útlendingur. Það var ekki komið illa fram við mig eða neitt svoleiðis. Mér fannst hins vegar sem að ég þyrfti að vera betri en hinir til að verða meðtekinn í hópinn. Þetta byrjaði í Danmörku. Til þess að fá viðurkenningu þurfti ég að vera betri en hinir dansararnir. Svo hélt þetta áfram hjá New York City- ballettinum þar sem ég vann með Jerome Robbins og George Balanchine sem voru þá á hátindi ferils síns sem balletthöfundar,“ segir Helgi en báðir eru þeir risar í ball- ettheiminum og lærimeistarar hans. Stöðug leit að fullkomnun – Það er stundum talað um að listamenn nái slíkri færni að listin verði hluti af þeim. Hvað varstu lengi að ná þessu stigi sem dansari, að dansinn væri orðinn eins og lífið, að anda og borða? „Ég get ekki sagt að það sé svoleiðis. Maður er alltaf að verða betri. Það er líka sérstaklega af því að þetta er svo- leiðis listgrein. Líkaminn er verkfærið, eins og maður segir. Það er þannig að ef maður fullkomnar eitthvað eina vikuna er eitthvað annað sem dettur út í staðinn. Það hefur því aldrei komið fyrir að ég segi: Nú er ég orðinn nógu góður. Það á líka við þegar ég er að stjórna þessum flokki. Ég þarf að koma með sýningar á næsta ári. Sýningar þessa árs og þess síðasta hafa fengið mikið lof. Ég spyr sjálfan mig að því hvernig ég verið betri á næsta ári. Það er alltaf þessi pressa.“ – Geturðu lýst hlutverki þínu við undirbúning sýningar á borð við Coppéliu sem var á fjöllunum fyrr í mánuðinum? „Þessi innsetning af Coppéliu var gerð fyrir mig og ball- erínuna Patriciu McBride í New York City-ballettinum árið 1974. Þegar þetta er flutt hingað verður þetta að vera alveg eins. Það kemur manneskja frá því sem er kallað „ballent- ine trust“ [frá ballettinum í New York]. Ég var með í æfingasölunum og ef það var eitthvað sem ég var ekki ánægður með lét ég það í ljós. Konan sem kenndi sporin og kom með uppsetninguna var afskaplega ánægð ef það væri eitthvað sem ég gæti bætt við sem hún vissi ekki um. Ég hjálpaði sérstaklega aðaldansparinu. Þetta var mitt danshlutverk og ég vissi því alveg hvaða jafnvægi ég vildi ná fram.“ Margir vilja komast í hópinn – Það eru 385 nemendur í ballettskólanum hjá þér. Kemur þú að því að velja nemendur í skólann? „Ég kem ekki svo mikið að því að velja nemendur þegar þeir eru sjö til átta ára. Þá er bara upptökupróf. Á hverju sumri erum við með sumarskóla þar sem við fáum allt upp í 200 unglinga á aldrinum frá 14 og upp í 16 og 17 ára. Þá fer ég að fylgjast með og ef ég sé eitthvað í dönsurunum sem ég hef áhuga á og vil hafa þá áfram í skólanum þá bjóðum við þeim að vera áfram. Ég hef með það að gera og er nátt- úrlega skólastjóri skólans. Ég hef hins vegar aðstoðarkonu sem sér um daglegan rekstur skólans enda hef ég nóg á minni könnu við að reka dansflokkinn.“ – Hvernig sérðu að einhver hafi náðargáfu sem dansari? „Það er alveg ómögulegt að útskýra það,“ segir Helgi og hallar sér aftur. „Það byggir ef til vill á minni reynslu. Ég sé að það er eitthvað sem liggur fyrir þessum nemanda. Það þarf svo margt til. Það þarf að hafa góð líkamsbyggingu fyrir dans og um leið að vera músíkalskur. Það þarf að hafa virkilegan áhuga og ég sé það yfirleitt um leið hvort innan- brjósts leynist brennandi áhugi þess sem vill komast áfram. Helgi var önnum kafinn þegar blaðamann bar að garði. Morgunblaðið/Baldur Arnarson Brothætt leit að fullkomnun Á næsta ári verða 60 ár liðin frá því að Helgi Tómasson tók þátt í ballettsýningu í Þjóðleikhúsinu. Nú þegar tímamótin nálgast vill hann koma með San Francisco- ballettinn í Hörpuna. Hann er óráðinn með framhaldið. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ágrip af viðburðaríkum ferli 1942 Fæddur í Vestmannaeyjum. 1946/1947 Sér danssýningu í Vestmannaeyjum. Sýningin breytir lífi hans. 1947 Dansskóli Félags íslenskra listdansara stofnaður. 1952 Ballettskóli Þjóðleikhússins stofnaður. Dönsku hjónin Erik Bidsted og Lise Kæregård veita honum forstöðu. Þau koma auga á hæfileika Helga og taka hann með sér til Danmerkur. 1957 Hefur dans í Pantomime- leikhúsinu í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. 1959 Er uppgötvaður af Jerome Robbins sem útvegar honum styrk til Bandaríkjafarar. Helgi hitti Robbins í fríi á Íslandi en ballettmeistarinn frægi var þá að sýna í Þjóðleikhúsinu. Fær að æfa með flokknum. 1959 Hefur nám undir handleiðslu ballettstjörnunnar George Balanchine við School of American Ballet í New York. Erik Bisted lagðist gegn því að hann færi til Bandaríkjanna. 1960 Gengur til liðs við American Ballet. 1961 Færir sig til Joffrey Ballet í Chicago. 1964 Giftist eiginkonu sinni, Marlene, í Reykjavík. 1969 Tekur þátt í alþjóðlegri ballettsamkeppni í Moskvu fyrir hönd Bandaríkjanna. Fær silfurverðlaun. Gullið kemur í hlut Mikhails Baryshnikov, eins helsta ballettdansara 20. aldar. 1970 Gengur til liðs við New York City Ballet. Er aðaldansari ballettsins í 15 ár. Janúar 1976 Meiðist á baki. Læknar tjá honum að dansferlinum sé lokið. Júlí 1976 Leggur ekki árar í bát heldur nær bata og dansar 9 ár við ballettinn allt til loka dansferilsins. 1982 Setur upp sinn fyrsta ballett við School of American Ballet í New York. 1983 Boðin staða hjá Konunglega danska ballettinum í Kaupmannahöfn og við Óperuballett Parísar. Hafnar boðunum. 1964 Joffrey Ballet verður Harkness Ballet, eftir velunnaranum Rebeccu Harkness.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.