SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 33

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 33
10. apríl 2011 33 „Ég þurfti að leggja töluvert á mig til þess að fá Slóvenana til að samþykkja að lenda á Akureyri; þetta er ekki beinlínis nafli alheimsins og flugvöllurinn að mörgu leyti ekki jafn vel búinn og Keflavíkurflugvöllur. Ég þurfti að beita miklum þrýstingi til þess að fá þetta í gegn og fór í því skyni til Slóveníu í febrúar,“ segir Helena um ferðina sem hún skipu- leggur í sumar – en þá kemur hópur Slóvena til Akureyrar og íslenskir túristar fara með vélinni til baka, til rúmlega viku dvalar. Hugmyndina að ferðinni til Íslands áttu ferðaskrifstofur ytra og tilefnið er í raun að minnast þess að í fyrra voru 20 ár síðan Íslendingar voru á meðal þeirra fyrstu til að við- urkenna sjálfstæði Slóveníu þegar forráðamenn landsins lýstu því yf- ir. „Þeir vildu koma fólki til Íslands, í tilefni tímamótanna, til þess að gróðursetja tré í þakklæti fyrir sjálf- stæðisviðurkenninguna á sínum tíma,“ segir Helena, sem fékk sitt fram. Að vélin lenti á Akureyri og að gróðursett yrði í Kjarnaskógi, þar sem hún fékk úthlutaðan sér- stakan reit til þess arna. Þangað verður haldið beint frá flugvellinum þegar vélin lendir, 24. júní. Sama dag fer vélin baka, til Ljubljana, og Íslendingarnir koma heim aftur átta dögum síðar, 2. júlí. Flogið er með 136 sæta Airbus vél slóv- enska flugfélagsins Adria Airways. „Ég hafði mjög gaman af því að samband skyldi haft við mig. Þeir hefðu getað talað við hvern sem er hér á Íslandi, en ég er þekkt í ferðabransanum í Slóveníu og menn vita að ef ég tek eitthvað að mér þá geri ég það vel,“ segir Helena. Ferðalangarnir í sumar eru „venjulegir“ Slóvenar; fólk sem hefur mikinn áhuga á Ís- landi og hefur jafnvel komið hingað áður. „Það gengur vel að selja í ferðina frá Slóveníu og við vonum að ferðin héðan verði líka vel setin. Ýmislegt er í boði, til dæmis seldist strax upp í gönguferð í Ölpunum og þess vegna bættum við við hjólreiðaferð fyrir þá sem vilja hreyfa sig og vonum að fólki finnist það spennandi kostur. Það er þó ekki ferð án þæginda því gist verður á fjögurra stjarna heilsuhóteli og fólk getur því notið heilsu- lindanna.“ Þá segir hún nánast uppselt í sólarstrandarferðina til Portoroz.“ Helena segir Slóveníu ákaflega fallegt land. „Ég er viss um að enginn verður fyrir von- brigðum. Fjölbreytnin er líka mjög mikil og stutt frá fjöllunum og niður á strönd.“ Tæplega 15 þúsund Íslendingar komu til Portoroz á meðan Helena var fararstjóri á árunum 1975 til 1980. Þá var flogið vikulega yfir sumarið til Trieste á Ítalíu og ekið yfir landamærin og stundum var flogið beint til Ljubljana. „Þá fór ég til Slóveníu í maí og kom aftur í september. Það var mikil reynsla og oft fyndið. Þá voru gjaldeyrishöft á Ís- landi eins og núna og fólk kom stundum með dollara eða pund í pokum. Sumir týndu þeim reyndar á leiðinni af því að þeir höfðu verið á fylleríi!“ segir Helena og skellihlær. Hún rifjar upp að sumar íslensku konurnar prjónuðu peysur á ströndinni og seldu til þess að afla sér gjaldeyris. „Ég útvegaði þeim oft kaupendur og seldar voru mörg hundr- uð peysur. Útlendingum fannst þá flott að ganga í lopapeysum þótt Íslendingum hafi kannski ekki þótt það sérlega fínt í þá daga.“ Frá Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Í næst stærsta helli í heimi, sem er að finna í Postonja Slóveníu. Vildu koma til Íslands í tilefni 20 ára sjálfstæðis Slóveníu Víða er fagurt í Slóveníu. Myndin er tekin í Bled. ísbjarnarskinn og selskinn. Ég kenndi þeim smám saman og árið 2004 var stigið stórt skref því þá eignuðust heimamenn 80% í fyrirtækinu, eins og ætlunin var strax í byrjun. Ég á því bara 20% en mestu máli skiptir að margar fjölskyldur lifa nú af því að sjá um hundasleðaferðir, kajakferðir og gönguferðir á svæðinu.“ Helena segir að einstaklega gaman hafi verið að fylgjast með því hvernig fyr- irtækið hefur þróast hægt og rólega. „Þetta er sjálfbært fyrirtæki; ég fékk ekki lán til að stofna það en með hjálp heimamanna tókst það. Ég trúði því af öllu hjarta að fólkið gæti gert þetta, það hlustaði á mig og það er virkilega gaman að koma í heimsókn núna og sjá hvað þau gera þetta vel.“ Helena á Nonna Travel ein, því sem næst. Eiginmaður hennar, Sigurður Að- alsteinsson, yfirflugstjóri hjá Flugfélagi Íslands, á 2% og er stjórnarformaður. Starfsemi Nonna er í gömlu húsi í mið- bænum sem fyrr segir. Svo skemmtilega vill til að húsið, Brekkugata 5 var eitt af þeim fyrstu sem Helena kom í, eftir að hún flutti til landsins. „Ég kom til Ak- ureyrar í desember 1974 og það var strax í janúar að ég gekk hér inn. Hér var kram- búð sem seldi meðal annars enskar bæk- ur, sem ég var einmitt að leita að. Hér var í boði hunang frá Rússlandi og ýmislegt dót frá Kína svo ég nefndi dæmi. Það var pólsk kona sem afgreiddi mig; kona sem giftist Kobba manni sínum í gegnum síma, skilst mér!“ Helena segist strax hafa fundið hve góður andi var í húsinu. „Og ég hugsaði með mér að gaman yrði að eignast þetta hús. Svo gerðist það rúmlega 20 árum síðar! Og hér er enn huggulegur og góður andi, þó við höfum endurnýjað húsið nánast frá grunni.“ Húsið var byggt 1902. Helena og Sig- urður keyptu það 1995 „og síðustu 10 ár höfum við endurnýjað það nánast allt, að innan og utan, og ætlum að ljúka því verki á næsta ári. Það hefur kostað mikla vinnu og mikla peninga en við höfum gert þetta hægt og rólega og í stað þess að taka peninga út úr fyrirtækinu höfum við sett peninga inn í það með því að taka húsið svona í gegn; við höfum ekki tekið lán heldur fjármagnað verkefnið án þess að fara út í einhverja vitleysu.“ Svo skellihlær hún og brosir breitt. Henni finnst of lítið hafa breyst síðan. „Það þarf að breyta hugsun Íslendinga því annars kemur sams konar kreppa aftur eftir 40 ár. Byggja verður upp traust og eitt af því sem fólk þarf að læra er að spara. Við erum ábyrg fyrir öllu sem við gerum og mestu máli skiptir að vera heiðarlegur. Í ferðaþjónustu er það til dæmis lykilatriði. Hafi maður traust þá hefur maður allt sem þarf.“ Hún talar um mikilvægi þess að hlúa vel að því sem fyrir hendi er og huga að framtíðinni. Árni Valur Vilhjálmsson, sonur Helenu, hefur starfað með henni síðustu átta ár og mikið verið á Græn- landi. „Hann er að verða þrítugur; Jesús minn hvað tíminn líður hratt!“ Helena segist gera sér grein fyrir því að hún verði brátt að hægja á og sé því markvisst að afhenda syni sínum ým- iskonar þekkingu, m.a. hvernig best sé að reka fyrirtækið. „Maður þarf t.d. ekki að vera ríkur en þó að geta lifað af vinnunni. Mestu skiptir er að vera heið- arlegur við sjálfan sig og aðra í launa- greiðslum og hafa gaman af því sem maður er að gera. Ég byrja í vinnunni snemma á morgnana og allt í einu er klukkan orðin sex! Vinnuvikan byrjar á mánudegi en svo finnst manni allt í einu kominn föstudagur!“ Samstarf við grænlenska veiðimenn Helena stofnaði dótturfélag Nonna Travel í Grænlandi árið 1997, með nokkrum veiðimönnum í bænum Ittoqqortoormiit sem Íslendingar þekkja líklega flestir undir danska nafninu, Scoresbysund. „Ástæða þess að ég fór út í þetta var að Grænlendingarnir þorðu ekki að stíga það skref að stofna fyrirtæki sjálfir; ég vissi hins vegar að Þjóðverjar, Bretar og Kanadamenn litu svæðið hýru augu og veltu fyrir sér að koma á fót ferðaþjón- ustu á svæðinu. Yrði af því var ég viss um að þá yrði lítið eftir af peningunum á staðnum heldur yrði fólk í þessu 500 manna þorpi bara þrælar og hefði lítið upp úr því. Þess vegna vildi ég stofna fyr- irtæki til þess að taka á móti útlend- ingum, fyrirtæki sem smám saman gæti komist í hendur heimamannanna sjálfra.“ Árið eftir stofnun urðu tveir hluthafar. „Þeir áttu enga peninga en mér var alveg sama. Þeir borguðu með því að gefa mér

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.