SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 35
um 1930 og skápur úr tóbaksbúð frá
1920. Þetta eru því hlutir með sögu. Þau
fóru líka á markaði í Leipzig og Berlín í
Þýskalandi og komu heim með ýmsa
dýrgripi þaðan.
Ein af fjöldamörgum skemmtilegum
innréttingarhugmyndum í Kexi er að bú-
ið er að veggfóðra tvo veggi með bingó-
spjöldum. „Þau fundu gamalt „Vinabæj-
arhúsnæði“ fullt af kössum með gömlum
bingóspjöldum og tóku eitthvað með sér
heim,“ segir hann en bingóspjöldin eiga
líka mögulega eftir að fá framhaldslíf sem
glasamottur.
Sköpunargleðin er því í fyrirrúmi og
sömuleiðis endurnýting og allt hjálpast
þetta til við að gefa Kexi skemmtilegt og
lífvænlegt yfirbragð.
Eins og áður segir eru allar mublurnar
gamlar, keyptar í utanlandsferðunum
eða þá í góða hirðinum eða á Barnalandi.
Það er reyndar ein undantekning á þessu,
tveir leðursófar keyptir í Tekk Company
en þeir eru að sjálfsögðu í gömlum stíl.
Stór og skjólgóður pallur
Fyrir aftan húsið verður stór pallur, sem
verður meira og minna búinn til úr
gömlum vörubrettum. Gólfið við barinn
er sömuleiðis búið til úr þessu efni. Búið
er að bera á viðinn og leggja hann þannig
að gólfið minnir á stórgert fiskibeina-
parket. Pallurinn vísar í suður og er mik-
ið skjól í portinu, þar verður skyggni og
hitalampar og því hægt að sitja úti stóran
hluta ársins. Í Kexi verður hægt að fá sér
að borða og drekka bæði fyrir gesti húss-
ins og líka fólk af götunni. Á morgnana
verður morgunverðarhlaðborð fyrir gesti
eins og vera ber, kaffihús yfir daginn og
svo veitingastaður á kvöldin þar sem
lögð verður áhersla á að vera með fáa
góða rétti á góðu verði. Barinn í Kexi er
stór og vonast Pétur til þess að þar eigi
eftir að myndast góð stemning.
Hann er líka ánægður með nágrannana
en í sama húsi er Nýlistasafnið og Dans-
verkstæðið.
Svo má ekki gleyma staðarmálaranum
en Viðar Þór Guðmundsson listamaður
verður með stúdíó í húsinu og verður
líka húsvörður. Ennfremur verða tvær
skrifstofur utanaðkomandi fyrirtækja í
húsinu en allt á þetta að stuðla að
skemmtilegra mannlífi fyrir gestina.
Gamaldags líkamsrækt
Eins og vera ber verður hægt að stunda
líkamsrækt í húsinu en ekki á þrek-
hjólum og hlaupabrettum. Í Gym & To-
nic verða þungir leðurboltar, boxpúðar,
hestar, kistur og stökkbretti. Eins og
Pétur segir: „Það verður pínu Rocky
stemning þarna.“ Gólfið í salnum er
endurnýtt en um er að ræða gamla gólfið
úr Valsheimilinu. Salurinn verður enn-
fremur fjölnotarými og þá getur hest-
urinn breyst í borð fyrir kokkteilglas yfir
leiksýningu, ljóðalestri eða enska bolt-
anum.
Annað endurnýtt gólf á svæðinu er í
litlu rakaraherbergi en þar eru uppruna-
legar flísar úr kexverksmiðjunni, sem
fundust í geymslu í Nýlistasafninu út-
ataðar í smjöri og fitu. Þær fá að þjóna
Kexi á ný.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með er Kex
hostel með heimasíðuna www.kexhos-
tel.is og er líka með virka Facebook-síðu.
„Við viljum ekki fela að þetta hafi verið
verksmiðjuhúsnæði, ekki fela að þetta
hafi verið kexverksmiðja og heldur ekki
fela að þetta hafi verið gamalt hús,“
segir Pétur Marteinsson, sem er hér
við það sem verður móttakan í Kex
hostel við Skúlagötu.
Á einum veggnum
geta gestir brugðið á
leik með segulstafi.
Staðarmálarinn Viðar
Þór Guðmundsson er
búinn að veggfóðra
dýnubotna með göml-
um tímaritum.
Barinn er stór og
flísalagður.
’
Það hafa allir
lagt sitt í púkkið
og komið með
hugmyndir. Ef hug-
myndin er góð er hún
framkvæmd og það
skiptir engu máli hver
á hana.“
Kex vantar fleiri
saumavélaborð með
járnfótum.