SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 25
10. apríl 2011 25 Fæddist árið 1984. Hann er í doktorsnámi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi. Viðfangsefnið er fjármálalegur stöðugleiki og erlendar fjárfestingar í fjármálageiranum. Hann reiknar fastlega með að skila ritgerð- inni inn í september 2012. Áhrif mömmu á námið? „Við systkinin höfum öll orðið þeirrar blessunar aðnjótandi að eiga tiltölulega auðvelt með nám, hvort sem það er for- eldrum okkar að þakka eða ekki. Hvað mig varðar sérstaklega þá þurfti mamma að leggja sig talsvert fram við að kenna mér al- mennilega íslensku en hún er mikil íslensku- manneskja. Ég kunni henni litlar þakkir á þeim tíma, þótti íslensk málfræði flókin og leiðinleg. Í dag er ég henni þó virkilega þakk- látur því vissulega á ég mun auðveldara með að tjá mig í rituðu máli en ef mamma hefði ekki haft þolinmæði í að leiðrétta vit- leysurnar í mér alla daga og sýna mér hvað mætti betur fara. Þar fyrir utan voru og eru bæði mamma og pabbi dugleg við að undir- strika mikilvægi hugsunar sem er bæði gagnrýnin en fordómalaus í senn. Þú verður að hafa skynsamleg rök fyrir því sem þú heldur fram og hafa bæði kosti og galla í huga. Ég hygg að sú lexía sé sú mikilvæg- asta sem foreldrar mínir hafa kennt mér.“ Það er fleira: „Íþróttaiðkun okkar og það að alast upp í sveit, þar sem þú lærir að þú verður að hafa fyrir hlutunum viljirðu ná þínu fram, hjálpaði líka til við að þróa þann aga sem þarf til að ná árangri, hvort sem er í námi eða starfi. Svo er fjölskyldan öll bless- unarlega mjög samheldin og það er líklega mikilvægast, hvað sem námsárangri líður.“ Ólafur Margeirsson Fæddist árið 1978. Hann lauk dokt- orsprófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Ís- lands árið 2008 en námið fór að stórum hluta fram við danska tækniháskólann, DTU. Viðfangsefni Sveins var að rannsaka verðmætasköpun í þorskveiðum og -vinnslu í samvinnu við Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins og síðar Matís. Hann gegnir nú starfi forstjóra Matís. Sveinn var á árum áður í hópi fremstu millivegalengdahlaupara landsins en er hættur keppni fyrir nokkru. „Ég skilgreini mig sem skokkara í dag,“ segir hann, „og hef mest gaman af fjallahlaupum.“ Áhrif mömmu á námið? „Ég hafði snemma gaman af að lesa og fékk tækifæri til þess, auk þess sem ég hreyfði mig mikið. Það er erfitt að að- skilja áhrif móður og föður í þessum efn- um en ætli mamma hafi ekki haft meiri áhrif á hið bóklega meðan við Björn bróð- ir minn gengum mikið til rjúpna og sinnt- um ýmsum útiverkum með pabba. Þetta var ágætis blanda, maður fékk að sjá ár- angur á hvorum tveggja vígstöðvum og var hrósað fyrir það sem vel var gert. Æskuheimili mitt var tiltölulega fram- sækið sveitaheimili og ég man að fyrsta tölvan kom strax árið 1986. Sama ár var keypt kýr og Irish Setter-hundur. Gott ef þetta þrennt kostaði ekki allt sömu krónutölu! Nám er auðvitað mjög gott en það er margt fleira sem skilar fólki víð- sýni og þekkingu. Við fengum ung tæki- færi til að vinna í sveitinni og við Björn byrjuðum að ganga sjö og átta ára gamlir til rjúpna með föður okkar, lærðum að standa á eigin fótum í því og eins á nátt- úruna á fjöllum. Þetta er kannski það sem marga krakka vantar í dag í okkar samfélagi þar sem börn mega byrja að vinna mun síðar en áður var. En ég tek náttúrlega áhættu með því að segja frá þessu, ætli brotið á skotveiðilöggjöfinni sé ekki örugglega fyrnt í dag?“ spyr Sveinn og skellir upp úr. „Ég fann aldrei fyrir samkeppni við systkini mín í námi, hugsaði aldrei út í það að standa mig betur en þau sem eldri voru eða þau sem á eftir kæmu. Það var auðvitað heilmikil samkeppni við Bjössa í hlaupunum en ég hugsa að við systkinin höfum allt eins verið stuðningur og fyrirmyndir hvert við annað í náminu eins og samkeppnisaðilar.“ Sveinn Margeirsson minna séð um sig sjálf síðan. Skýringin á því að Sveinn og Björn fóru suður en ekki til Akureyrar er sú að þeir eru miklir langhlauparar og vildu vera þar sem aðstaðan er best. Við festum þá kaup á íbúð í Reykjavík, þar sem þeir voru meðan á námi stóð.“ Svo spenntur var yngsti bróðirinn, Ólafur, að komast út í lífið að hann pakkaði niður í tösku daginn sem hann lauk grunnskólaprófi frá Varmahlíð- arskóla og hélt suður á bóginn. Útveg- aði sér vinnu í Reykjavík um sumarið og hóf nám í MR um haustið. Ólafur er nú í doktorsnámi í hag- fræði í Exeter í Englandi. Helga viðurkennir að ekki sé sjálf- gefið að vel rætist úr börnum sem fara svona ung að heiman en sér ekki ann- að en að hennar börn hafi haft gott af því. „Ég er að minnsta kosti sannfærð um að drengirnir eru betri heim- ilisfeður fyrir vikið. Ég var ekki stjan- andi við þá fram eftir öllum aldri. Það er stór kostur.“ Aðalatriðið að þeim líði vel Henni þykir mikilvægast að börn fái sín tækifæri og þýði það að þau fari ung að heiman verði svo að vera. Sjálf var hún send úr Húnavatnssýslu til Reykjavíkur veturinn eftir fermingu og líkaði vel. „Foreldrar mínir treystu mér til að fara svona snemma að heim- an og ég treysti börnunum mínum.“ Starri býr á Svalbarðsströnd, austan Eyjafjarðar. Björn býr á Akureyri um stundarsakir en annars í Reykjavík og það gerir Sveinn einnig. Rakel á heima í Mosfellsbæ og Ólafur sem fyrr segir í Bretlandi. Hópurinn kemur því sjaldan allur saman í seinni tíð. Helga kveinkar sér ekki undan því. „Það er alveg sama hvar fólk býr í heiminum, aðalatriðið er að því líði vel og líki það sem það er að gera. Ég veit ekki betur en þetta eigi við um börnin mín. Þá er ég ánægð,“ segir móðirin sem er dugleg að nýta sér nýjustu tæknina, svo sem Snjáldru (e. Facebook) og Skype, til að spjalla við niðja sína. Hennar nánasti hópur er raunar snöggtum stærri, en Helga á að auki tvö fósturbörn og fimmtán barnabörn. „Ég er roslega rík manneskja.“ Helgu þykir gaman að fylgjast með því sem börn hennar eru að fást við. „Ég segi svo sem ekki að ég setji mig djúpt ofan í það en ég hef hugmynd um hvað þau hafa fyrir stafni.“ Gott samkomulag í hópnum Spurð hvort hún hafi aldrei velt fyrir sér að flytja nær börnunum svarar Helga neitandi. „Ekki á meðan við gömlu höfum heilsu til að búa hér. Við erum með lífræna sauðfjárrækt og megum eiginlega ekki hlaupast frá henni. Það eru svo fáir í þeirri grein.“ Helga vinnur líka sem bókari fyrir bændur og aðra á svæðinu og segir það fara mjög vel með búskapnum. „Álags- tímarnir eru ekki þeir sömu. Nú er er- ill í bókhaldinu en ég verð búin um sauðburð. Þá fer ég í stígvélin.“ Helga er afskaplega stolt af börnum sínum sjö og fagnar því hversu sam- heldin þau eru. „Þau eru ekki sammála um alla hluti, enda væri það ekki eðli- legt, en samkomulagið milli þeirra allra er mjög gott. Það er fyrir öllu.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ’ Foreldrar mínir treystu mér til að fara svona snemma að heiman og ég treysti börnunum mínum. Fæddist árið 1979. Hann leggur stund á dokt- orsnám í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, samhliða starfi hjá Matís. Verkefni hans er að rannsaka hitastýringu í flutningsferlum fyrir ferskan fisk. Björn vonast til að ljúka dokt- orsnáminu á næsta ári. Margir kannast við Björn úr frjálsum íþrótt- um en hann hefur um árabil verið einn fremsti millivegalengdahlaupari landsins. Í seinni tíð hefur hann meira fært sig yfir í lengri hlaup og tekur t.a.m. þátt í Rotterdam-maraþoninu um helgina. Spurður um þessa áherslubreytingu svarar Björn því til að hann sé orðinn pabbi og farinn að róast. Áhrif mömmu á námið? „Mamma hefur alltaf verið dugleg að hvetja okkur systkinin áfram í hverju sem við höfum tekið okkur fyrir hendur án þess að pískurinn hafi verið á lofti. Við erum alin upp við heil- brigða hvatningu. Það voru líka mikil forrétt- indi að alast upp í sveit og hafa mömmu „heimavinnandi“. Það var líka stór plús að alast upp í stórum systkinahópi upp á heil- brigða samkeppni að gera. Það sem drepur þig ekki styrkir þig,“ segir Björn hlæjandi. „En ég held samt að ekkert okkar hafi farið í dokt- orsnám vegna þess að hin gerðu það.“ Björn Margeirsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.