SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 37
Claude og Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi, voru ánægð með daginn. Hér er úr nógu að velja af snyrtivörum og snyrtifræðingur vandar sig við að velja rétta litinn. Förðunartrikk Claude prófar allar þær förðunarvörur sem hann notar fyrst á sjálfum sér. Alveg sama hvort það er varalitur, maskari eða augnblýantur. Þannig sér hann hvernig húðin bregst við vörunum áður en hann prófar þær á einhverjum öðrum. ’ Túrkisblár verður litur sum- arins. Á veturna dúðar fólk sig í hlý föt og ver húðina með meiri farða. Jarðlitir eigi betur við eins og brúnn og búrgúndírauður. Þetta breytist um vor og sumar þegar skær- ari litir taki við og þá á túrkisblái liturinn afar vel við. Með smá sólbrúnku henti þessi litur afar vel. Áherslan er á vatnshelda augn- málningu sem auð- velt er að setja á. Multiblush í aprí- kósulit á kinnarnar og varir, maskari og túr- kisblár augnblýantur. Mun léttari andlitsfarði fylgir sumr-inu eins og Skin Illusion sem gefur húðinni náttúrulegan blæ. Bleikur, ferskjulitaður og fjólu- blár verða vinsælir á augu og varir í vor og sumar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.