SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 43
10. apríl 2011 43
í mólekúli blaðgrænu raða sér
hundrað þrjátíu og sex atóm
kringum eitt magnesíumatóm
í miðju
í runnanum bælir sig
bráðin feiga
hjartað lostið
ofboðsótta
laufblöð skjálfa
fyrir angistaraugum
valur hnitar
háa hringi
stendur byr
undir báða vængi
hvessir augun
steypist ofan
allar beittar klærnar þandar
sé magnesíumatómið fjarlægt
og járnatóm sett á sama stað
í miðju hringsins breytist blaðgrænan
í blóð
of seint er að iðrast
þegar að hjartanu er komið
Úr Stöðum, ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur. Salka gaf út 2010.
Guðrún Hannesdóttir
efnafræði fyrir byrjendur
ur verið staðið við skriftir og lestur. Þau
skrifpúlt sem varðveist hafa í Þjóðminja-
safninu eru mismunandi, allt frá því að
vera mjög stór húsgögn með tveimur
skápum sem standa samsíða með bili á
milli eða minni færanleg púlt, svonefnd
ferðaskrifpúlt, sem opnast með hjörum
upp á gátt. Einkenni skrifpúlta er að þau
voru jafnan með hallandi borði, svo-
nefndu halloki á hjörum. Borðið sjálft,
hallokið, var jafnframt lok á hirslunni,
þar sem hægt var að geyma bækur, pappír
og skriffæri. Á stærri púltunum sem
varðveist hafa eru oft skápar ofan á skrif-
púltinu til beggja handa og geta slík púlt
verið allt að tveir metrar á hæð. Nokkur
slík skrifpúlt frá nítjándu öld eru varð-
veitt í safninu, sem eiga það flest sam-
merkt að hafa verið í eigu efnafólks. Með-
al þeirra er skrifpúlt frá 18. öld úr Viðey.
Allnokkur ferðaskrifpúlt eru einnig varð-
veitt í safninu, meðal annars frá Jóni Sig-
urðssyni forseta, sem er meðal fjölmargra
merkra muna úr fórum hans í Þjóðminja-
safninu.
Við skrifpúltið sem nú hefur verið skráð
á þjóðminjaskrá hefur Sveinbjörn Eg-
ilsson unnið að mörgum þeirra afburða-
verka sem eftir hann liggja. Við afhend-
ingu skrifpúltsins
á Bessastöðum var
haft á orði að
skrifpúltið hefði
verið mótsstaður
forn-grískrar há-
menningar og ís-
lenskrar gullald-
armenningar og er
það vart ofsögum
sagt. Á meðan Svein-
björn Egilsson gegndi
kennara- og rektors-
embætti vann hann mik-
ið að þýðingum. Má þar nefna
skólaþýðingu á Menón eftir
Platón. Fyrir Fornfræðafélagið,
sem hann var stofnfélagi að, þýddi
hann Íslendingasögurnar á latínu.
Hann þýddi einnig Snorra-Eddu á
latínu og tók saman orðabók yfir ís-
lenskt skáldamál sem varð mikilvægt
uppsláttarrit á því sviði. Með þýð-
ingum sínum á latínu hefur hann án efa
opnað erlendum fræðimönnum aðgang
að menningararfi Íslendinga. En fleira
hefur Sveinbjörn fengist við er hann stóð
við skrifpúltið. Vitað er að hann frum-
samdi sálminn Heims um ból og áhuga-
vert er til þess að hugsa að þar hafi hann
skrifað og þýtt ýmsar perlur á borð við
Fljúga hvítu fiðrildin og vögguvísuna Nú
legg ég augun aftur. Margt fleira mætti
nefna til marks um þá sögu sem gæðir
púltið óáþreifanlegu gildi, sem án efa
mun verða mörgum innblástur.
Eftir daga Sveinbjarnar eignuðust
skrifpúltið Benedikt Gröndal sonur hans
og síðar Einar Benediktsson skáld. Bene-
dikt var mikilvirkur fræðimaður eins og
faðir hans og þegar Sveinbjörn lést var
hann enn að vinna að þýðingu Ilíonskviðu
í bundnu máli, sem sonur hans, Benedikt,
lauk við. Benedikt var fyrsti Íslending-
urinn sem lauk meistaraprófi í norrænum
fræðum og stundaði auk þess nám og
rannsóknir á sviði náttúrufræða og
málvísinda. Hann var ljóðskáld
í rómantískum anda og samdi
leikrit og sögur. Þá liggur eftir
hann einstakt safn teikninga af
villtum dýrum Íslands, fiskum,
fuglum og spendýrum, sem kom
út árið 1976 en Benedikt var af-
burðateiknari. Benedikt og Einar
unnu báðir að ýmsum hinna þjóð-
þekktu verka sinna við skrifpúltið
góða. Eftir þeirra daga var skrifpúltið
í eigu Ragnars Ásgeirssonar, bróður
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta, sem
keypti skrifpúltið af Einari Benedikts-
syni skáldi. Haft er eftir Ragnari að
Einar hefði ,,haldið púltinu til haga af
því að hann vissi hvað hafði verið skrif-
að á því“, en Ragnar var málkunnugur
Einari. Ragnar Ásgeirsson var maður ís-
lenskrar menningar. Hann safnaði lista-
verkum og þjóðlegum fróðleik og liggja
eftir hann nokkrar bækur. Síðustu ár ævi
sinnar helgaði hann byggðasöfnum
landsins krafta sína og fer vel á því að
skrifpúltið sem hann átti sinn þátt í að
varðveita skuli nú vera á þjóðminjaskrá.
Afkomendur hans hafa nú af velvilja og
rausn afhent þjóðinni púltið til eignar.
Gestir Bessastaða geta nú virt fyrir sér
hinn merka grip og íhugað sögu hans og
menningararfleifð. Án efa mun skrifpúlt-
ið verða fræðimönnum, rithöfundum og
skáldum innblástur. Hver veit nema hús-
gagnahönnuðir og völundarsmiðir sam-
tímans fái einnig nýjar hugmyndir og
skáldi í tré í anda skrifpúlts Sveinbjarnar
Egilssonar.
’
Við afhendingu skrifpúltsins á
Bessastöðum var haft á orði að
skrifpúltið hefði verið mótsstaður
forn-grískrar hámenningar og íslenskrar
gullaldarmenningar og er það vart ofsög-
um sagt.
Skrifpúlt Sveinbjörns
Egilssonar
Morgunblaðið/Kristinn
af þessu tagi til haga en snýr jafnframt
nokkuð haganlega út úr þeim, eða upp á
þær. Þarna má finna spilltan stjórnmála-
mann – sem fær samviskubit og segir af
sér. Tálkvendið reynist vera siðsemin
uppmáluð. Heimska löggan er sam-
viskusemin holdi klædd og yfirmaðurinn
útsmogni nýtur almennrar virðingar. Og
það er eitthvað mannlegt við allar per-
sónurnar, jafnvel skúrkana.
Skemmtilegasti útúrsnúningurinn er
þó á minninu um Dr. Watson, aðstoð-
armanninn Assad. Hann er ráðinn til að
hella upp á kaffi og vera bílstjóri Mørks
en er í raun sá sem leysir gátuna og
breytist síðan í arabískan Jackie Chan í
ofbeldisfullum lokakafla sem minnir á
enska spennusagnameistarann Dick
Francis í sínu besta formi. Og gengur
raunar lengra því Francis datt aldrei í hug
að láta tannfyllingar springa.
Þessi glæpasaga er fyllilega fjögurra
stjarna virði.
Jussi Adler-Olsen er margverðlaunaður fyrir reyfara sína um lögregluforingjann Carl Mørk
sem starfar í Q-deild dönsku lögreglunnar. Konan í búrinu var fyrsta bókin í þeirri röð.
Guðmundur Sv. Hermannsson