SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 41
10. apríl 2011 41 LÁRÉTT 2. Gerum eyðandi einfaldlega reiðan út af þeim sem eru móðgandi. (11) 6. Segi frá LÍN og loðskinn. (8) 7. Aðalkæna inniheldur hauskúpu. (9) 8. Klifi á list kenndri við þekktan bæ. (9) 9. Hjartanleg hvíld ekki úti. (8) 11. Þvælist Lars í Afríkuríki? (5) 12. Aumar með hendur (5) 13. Held að óp sé í byggingu. (5) 14. Ó, ja, fersk nær að lenda í skrímsli. (8) 16. „Tak til“ segir tæki. (9) 18. Fleskbitar eru á mörkum þess að vera fyrir margar. (7) 21. Fer úr augsýn með hár til að hitta óstöðugan. (8) 22. Hvað er að ske? Ýti berlega þessu að orði. (8) 25. Ná með mataráhaldi að komast í kennslu. (8) 27. Ósködduð brigði á það að vísa í heilsu. (10) 29. Meðferð er beitt á matjurt. (8) 30. Minntist á hópa. (7) 31. Hefur minn andi verið ávítandi? (9) LÓÐRÉTT 1. Skamm! Mál snýst við hjá Ferðafélagi Íslands út af lifnaðarhætti. (9) 2. Hæsin hjá Gurru nær að sýna ólgu. (7) 3. Mínu stal sá fyrsti með númeri. (9) 4. Í Dublin hverfur Bjarni og Finnur birtist í stað- inn með baujurnar. (6) 5. OK, erlend frænka frá Los Angeles fær mat á eldsneyti. (9) 7. Drit kínverskrar ættar er uppkast. (7) 10. „Klukka er klukka.“ Brjálaðir og menntaðir segja það. (11) 13. Brjálaður án skinns. (8) 15. Króna ættingja verður að heimtingu. (5) 17. Flækjumst einkar mikið um götu. (6) 19. Leggst einn við grjót að sögn. (9) 20. Metti slæm sig með peninga. (6) 21. Hinrik V fær ekkert blandað te úr mjöli. (10) 23. Lítill spotti í líkama okkar. (8) 24. Lofa æsta. (5) 26. Hefur sál heimili hjá bónda. (7) 28. Bóndakona er á mörkum þess að vaxa. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 10. apríl rennur út 14. apríl. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 17. apríl. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 3. apríl er Sigrún Sighvatsdóttir, Fífuseli 15, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Dávaldurinn eftir Lars Kepler. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Íslensku skákmennirnir sem tefldu á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Aix Le Bains í Suðaustur-Frakklandi sem lauk um síðustu helgi, Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Lenka Ptacnikova, náðu sér aldrei almennilega á strik í stóru og öflugu móti þar sem tefldu tæplega 400 skákmenn, þar af 163 stórmeistarar. Hann- es var með á þessu móti í fyrra og er á svipuðum slóðum og þá, hlaut 6½ v. af 11 mögulegum og varð í 119. sæti. Bragi hlaut 5 v. og varð í 260. sæti og Lenka fékk sama vinningafjölda en raðast í 265. sæti. Á Evrópumótinu var keppt um 23 sæti á heimsbikarmóti FIDE. Fjórir skákmenn tylltu sér í efsta sætið en stigaút- reikningur úrskurðaði að Evr- ópumeistari 2011 sé rússneski stórmeistarinn Vladimir Potkin: 1.-4. Potkin ( Rússlandi), Wojtaszek (Póllandi ), Judit Polgar ( Ungverjalandi ) og Moissenko ( Rússlandi ) 8 ½ v. Í 5.-15. sæti með 8 vinninga komu ýmsir þekktir meistarar þ. á m. Peter Svidler og sá sem mesta athygli vakti, franski stórmeistarinn Sebastian Feller sem varð í 7. sæti. Dimmur skuggi hvíldi yfir þátttöku hans eftir svindlmálið frá síðasta Ólympíumóti en keppnisbann franska skáksambandsins er ekki gengið í gildi. Mikil tor- tryggni ríkti á skákstað í Frakklandi og búast má við því að gerðar verði sérstakar ráð- stafanir á mótum í framtíðinni til að girða fyrir svindl af þessu tagi. Sól skákdrottningarinnar Juditar Polgar skein skært. Hún hefur fyrir nokkru stofnað fjöl- skyldu, eignast tvö börn og ekki verið jafn mikið í sviðs- ljósinu og áður. Hefur þó engu gleymt og ýmislegt lært og tefldi af miklum krafti. Þessi sigur hennar markar í raun endurkomu hennar á leiksvið þeirra allra bestu. Í hverju ligg- ur svo styrkur hennar? Margir þættir leika þar saman en alltaf skín í gegnum taflmennsku hennar hversu mikils hún met- ur frumkvæðið og er ævinlega tilbúin að láta liðsafla af hendi til þess að geta ráðið ferðinni. Að þessu leyti á hún samleið með sínum gamla erkifjanda, Garrí Kasparov. Eftirfarandi skák sem tefld var í 10. umferð er gott dæmi um þetta. Strax í 16. leik setur Judit af stað at- burðarás þar sem hún er við stjórnvölinn frá byrjun til enda: Judit Polgar – Viorel Jorda- seschu Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rd2 e6 5. Rb3 Rd7 6. Rf3 Bg6 7. Be2 Rh6 8. O-O Rf5 9. c3 Hc8 10. Bf4 c5 11. dxc5 Bxc5 12. Rxc5 Rxc5 13. Bb5+ Rd7 14. Bg5 Dc7. 15. c4 a6. 16. cxd5!? axb5 17. Hc1 Db8 18. dxe6 fxe6 19. Db3 Rf8?! Hér var 19. … Kf7 eða 19. … Hc4 betra. 20. Dxb5+ Kf7 21. Hxc8 Dxc8 22. Hc1 Db8 23. g4 Rh6 24. Db4! Það er aldrei friður! 24. … Kg8 25. Bxh6 gxh6 26. De7 De8 27. Dxb7 Da4 28. b4 Ekki 28. Hc7 vegna 28. …Dxg4+ og svartur vinnur! 28. … Be8 29. De7 Dd7 30. Hc7! Manni undir getur hvítur leyft sér drottningakaup. 30. … Dxe7 31. Hxe7 Bc6 32. Rd4 Bd5 33. b5 Rg6 34. Hc7 Rxe5 35. f4 Rf7 36. f5 exf5 37. Rxf5 Be6 38. b6 Bxf5 39. gxf5 Kg7 40. b7 Hb8 41. a4! Eftir óaðfinnanlega tafl- mennsku rennur a-peðið af stað. Svartur er varnarlaus. 41. … Kf6 42. a5 Rd6 43. a6 Kxf5 44. a7 Hg8 45. Kf2 Rxb7 46. Hxb7 Ha8 47. Ke3Ke5 48. Hxh7 Hc8 49. Kd3 Kd5 50. Hxh6 Kc5 51. Ha6 Ha8 52. h4 Kb5 53. Ha1 Kb6 54. Ke4 - og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Endurkoma skákdrottningarinnar Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.