SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 19
10. apríl 2011 19 málsmetandi fólk úr menningarlífinu. Þetta fólk, sem á að vera dagfarsprútt og yfirvegað, missti hreinlega stjórn á skapsmunum sínum. Það vildi svo til að ég hafði verið í útvarpsviðtali og fagnað ákvörðun forsetans með svipuðum rök- semdum og raktar eru hér að framan. En í stað þess að mæta fólki sem fagnaði því að almenningur fengi að segja sína skoð- un á málunum froðufelldu sumir og gengu hreinlega af göflunum. Einn hélt því fram að forsetinn væri sjálfhverfur, annar að hann vildi loka landinu, sá þriðji að hann væri bara að afla sér vin- sælda, sá fjórði að hann hefði misst vitið og þannig mætti lengi telja. Og allar rök- semdir fjármálamarkaðanna runnu úr munni þeirra sem talið hafa sig gagnrýna og jafnvel skrifað væmnar sögur og leik- rit um þá sem eiga svo bágt. Nei, engum datt í hug að tengja málið við fjár- málakerfið, aðeins persóna forsetans komst að. Ekki æsti þetta fólk sig á með- an forsetinn flakkaði með auðmönnum um heiminn í þotum og opnaði banka- útibú á öðru hverju götuhorni, um- kringdur sprellfjörugum auðmönnum, en nú þegar forsetinn tók afstöðu með almenningi þá varð allt vitlaust, bara af því að hann hlustaði og spurði sig þess- arar einföldu spurningar sem varpað er fram hér að ofan en ég leyfi mér að end- urtaka: „Hversu langt er hægt að ganga og fara fram á að venjulegt fólk – bænd- ur, sjómenn, læknar og hjúkrunarfræð- ingar – axli ábyrgð á föllnu bönkunum?“ Sú spurning, sem er kjarninn í Icesave- málinu, mun brenna á mörgum í ríkjum Evrópu. Hér á árum áður átti almenningur vís- an stuðning menntamanna og ekki síst menningarvita en nú er öldin önnur. Þeir sem eiga að vera gagnrýnir gagnrýna nú þá sem gagnrýna. Á tímum mikilla tíð- inda kemur í ljós hvar þú stendur. Þegar afstöðu er krafist. Í stað þess að sam- þykkja skuldbindingar á borð við Ice- save, sem sé að gangast við afturvirkum lögum um ríkisábyrgð á innistæðum og viðurkenna um leið að það sé í lagi að einkavæða gróðann en þjóðnýta tapið, þá væri okkur nær að standa fyrir samstöðu á meðal skuldugra þjóða. Það er tíma- bært að fulltrúar hinna skuldugu þjóða komi saman og nái samstöðu um nið- urfellingu skulda og myndi með sér bandalag. Ríki lánardrottna hafa með óá- byrgum hætti látið spilavíti fjár- málamarkaðanna afskiptalaus og sogað til sín auð með veðmálabraski á meðan önnur ríki geta varla fjármagnað velferð eigin þjóðar af því að afborganir og vextir til hinna voldugu fjármálastofnana sitja í fyrirrúmi. Dropi í stóru hafi G-20 ríkin hunsuðu aðkomu Sameinuðu þjóðanna að lausn kreppunnar en þær boðuðu til ráðstefnu G-192 ríkjanna í júní 2009 og gáfu öllum orðið, líka þeim löndum sem líða fyrir afleiðingarnar af kreppunni þótt þau hafi ekki verið að- sópsmikil á fjármálamörkuðum. G-20 ríkin vilja halda um stjórnartaumana og hafa valið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til forystu við að endurreisa fjármálakerfi heimsins í sem næst óbreyttri mynd. Að segja Nei við Icesave er yfirlýsing um að þessu sé hægt að breyta og þessu eigi að breyta. Þannig lít ég á málin því Icesave er lítill dropi í stóru hafi þar sem fjár- málafyrirtæki ráða siglingareglum. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni erum við að senda mikilvæg skilaboð. Já er við- urkenning á þessum reglum, Nei er ákall um breytingar á þeim, en hver sem nið- urstaðan verður er þjóðaratkvæða- greiðslan snilld. DAM HYDROFORCE NEOPRENVÖÐLUR. Fullt verð 16.995,- VORTILBOÐ AÐEINS RON THOMPSON ÖNDUNARVÖÐLUR OG SKÓR PAKKATILBOÐ AÐEINS RON THOMPSON ONTARIO JAKKI Vatnsheldur jakki sem hægt er að Fullt verð 12.995 VORTILBOÐ AÐEINS SCIERRA AQUATEX PRO VEIÐIJAKKI Fullt verð 29.995,- VORTILBOÐ AÐEINS VORTILBOÐ OKUMA AIRFRAME FLUGUHJÓL VORTILBOÐ AÐEINS VEIDIMADURINN.IS VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA Á NETINU

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.