SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 28
28 10. apríl 2011 nemendur sína frá náminu ef honum fannst þeir ekki þurfa nægilega mikið á því að halda að læra heimspeki. Ég keypti þessa mynd af heimspek- inni og fann að ég gat sofið tiltölulega rótt á nótt- unni þótt ég væri ekki alveg viss um orsakalög- málið. Og þá þótti mér rétt að hætta.“ Sýsla við ýmislegt Þú ert meðlimur í hljómsveitinni Ljótu hálfvit- arnir. Hvernig varð það nafn til? „Á þeim tíma sem við vorum þriggja manna hljómsveit, ég, Ármann Guðmundsson og Sævar Sigurgeirsson, þá vorum við eitt sinn að spila saman á pöbb á Húsavík. Þar kom til okkar mað- ur og sagði: Þið eruð nú ljótu hálfvitarnir. Þannig varð til eitt besta hljómsveitarnafn í heimi því það finnst öllum gaman að segja það.“ Auk þess að vera tónlistarmaður og semja lög þá hefurðu skrifað leikrit, leikstýrt og leikið. Manni finnst að þú sért maður sem gerir allt. ill grúskari. Þekkingin frá þeim tíma fylgir mér enn. Ég er hins vegar ekkert sérlega góður í að leggja nýja hluti á minnið. Ég settist niður í fyrra og ætlaði að læra allar höfuðborgir í Afríku utan að. Það mistókst gjörsamlega, það tolldi ekki neitt í hausnum á mér. Annar liðsmaður, Stefán Þórs- son, Gettu betur-maður frá því í fyrra, er sem betur fer með allar höfuðborgir heimsins á hreinu.“ Hvar ólstu upp? „Ég er fæddur á Siglufirði en flutti eins árs til Húsavíkur og bjó þar þangað til ég fór suður og í Háskólann. Það var gott að alast upp á Húsavík. Þar sem ég bjó blasti Reykjaheiði við og þangað fórum við félagarnir gjarnan á morgnana þegar ekki var skóli og vorum að þvælast um í hlut- verkaleikjum með sverð, eða fórum í langa leið- angra. Svo var auðvitað þessi hefðbundni fótbolti og bryggjudorg.“ Þú ert lærður heimspekingur. Af hverju vald- irðu að læra heimspeki? „Eftir stúdentspróf var ég kennari í eitt ár í Gagnfræðaskólanum á Húsavík. Þá var ég stað- ráðinn í því að fara árið eftir til Reykjavíkur í há- skóla og læra efnafræði sem var uppáhaldsfagið mitt í Menntaskólanum á Akureyri. Eitthvað sem ég las á þessu ári kveikti heimspekiáhugann sem hafði ekki verið neinn áður. Eftir það sökkti ég mér niður í allt sem ég gat fundið af heimspeki á bókasafninu á Húsavík. Ég las til dæmis verk Platóns og Tilraun um manninn eftir Þorstein Gylfason sem varð síðan minn helsti mentor í Há- skólanum. Ég lauk BA-námi en þá var alveg ljóst að ég hafði ekki áhuga á framhaldsnámi í heim- speki. Ég segi ekki að það hafi slokknað á áhug- anum og ég varð ekki afhuga heimspeki en mér fannst þetta orðið fínt. Kannski að einhverju leyti vegna þess að sá heimspekingur sem ég lagði mig mest eftir og skrifaði lokaritgerð um var Ludwig Wittgenstein. Einn rauði þráðurinn í hans speki og lífi er að maður eigi ekki að leggja fyrir sig heimspeki nema maður sé fast að því dauðvona ef maður gerir það ekki. Eftir að Wittgenstein gerð- ist kennari stundaði hann það að nánast hrekja E inn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins er Útsvar þar sem lið Norðurþings sigr- aði lið Akureyrar í eftirminnilegum úr- slitaþætti þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu spurningunni. Liðstjóri Norðurþings var Þorgeir Tryggvason en hann er einnig með- limur í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir þar sem hann leikur á fagott. Auk þess er hann formaður Bandalags íslenskra leikfélaga, leikskáld og leik- stjóri sem dagsdaglega vinnur á auglýsingastof- unni Hvíta húsinu. „Mér finnst svona keppni nánast ekki vera keppni,“ segir hann um þátttökuna í Útsvari. „Mér finnst ég ekki vera að keppa við neinn, heldur er ég að grafa í setlögunum í sjálfum mér og leita að því sem ég man. Annaðhvort veit maður hlutina eða veit þá ekki. Það að taka þátt í svona keppni setur mig ekki í mikið uppnám, nema rétt þegar ég sest í sætið því þá hellist yfir mig tilfinningin: Ég er viss um að ég man ekki neitt. Stemningin í kringum Útsvar er óskilgreind og hæfileg blanda af skemmtun og spennu. Þetta minnir nokkuð á gamla uppáhaldssjónvarpsþætti mína, Kontrapunkt, þar sem viss afslöppun var í gangi og léttleiki sveif yfir vötnum, þótt verið væri að keppa.“ Í úrslitakeppninni voruð þið í Norðurþingi rúmum 20 stigum undir og nær vonlaust að þið gætuð unnið upp þann mun. Trúðirðu því ekki að keppnin væri töpuð? „Ég var alveg viss um það. Við í liði Norð- urþings erum oftast best í síðasta hlutanum í þessari keppni, þannig að það var hægt að sjá það fyrir sér að við myndum rétta úr kútnum, en við vorum ekki trúuð á sigur. Þessi síðasti þáttur var svolítið eins og illa skrifuð Rocky-bíómynd. Söguhetjan er búin að fara í gólfið tvisvar og tvisvar sinnum er búið að telja yfir henni upp að níu og blóðið flæðir um allt. Svo stendur hún upp, hristir sig og rotar andstæðinginn.“ Lærður heimspekingur Hvaðan kemur öll þín þekking? „Ég var algjör lestrarhestur sem krakki og mik- Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Eins og illa skrifuð Rocky-mynd Þorgeir Tryggvason var liðstjóri sigurliðs Norðurþings í Útsvari. Hann segir æsispennandi lokaþátt keppninnar hafa minnt á Rocky-mynd. Hann er fjölhæfur listamaður sem segist vilja gera hlutina sjálfur. Í viðtali ræðir hann um heimspeki, tónlist, leiklist og auglýsingamennsku. ’ Ég held að rótin að því að ég mæð- ist í mörgu sé í pönkinu. Það er mín kynslóð og þó ég hafi aldrei verið neitt átakanlega mikill uppreisn- armaður þá er jarðvegurinn þar. Þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og gefa skít í takmarkanir sem geta og kunnátta setja manni, sem eru kannski ekki síst sálrænar takmarkanir. Pönk- boðorðið mikla sem Purrkur Pillnikk kyrjaði um árið er mér enn mjög kært: Málið er ekki hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.