SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 31
10. apríl 2011 31 H elena Dejak er fædd og upp- alin í Ljubljana; borgin til- heyrði þá gömlu Júgóslavíu en er nú höfuðborg Slóveníu. Helena hóf ung störf í ferðaþjónustu og því má þakka að hún kynntist landinu bláa. Nú hefur hún búið hér í hartnær fjóra áratugi og er alsæl. „Akureyri er minn staður,“ segir hún. „Jæja,“ segir Helena allt í einu í upp- hafi samtals okkar. Skellihlær síðan eins og hún gerir svo oft, þessi lífsglaða, bros- milda kona. „Slóvenar verða alltaf jafn hissa þegar ég nota þetta orð í tíma og ótíma – jæja! Ég er orðinn svo mikill Íslendingur.“ Norður-Ísland og Grænland Árið 1974, þegar Helena var að nálgast þrítugt, hitti hún Íslending sem var á ferðalagi ytra og flutti fljótlega hingað upp eftir. Þau Vilhjálmur Ingi Árnason, fyrri eiginmaður hennar, ráku í áratug bændagistingu í Pétursborg, skammt norðan Akureyrar og Helena segist snemma hafa áttað sig á því að mjög lítil afþreying var í boði á svæðinu, fyrir þá erlendu ferðamenn sem hún tók á móti. Því tók hún til sinna ráða og stofnaði ferðaskrifstofu. Þetta var 1989. „Það var eiginlega bara tvennt í boði; við gátum komið fólki út í Grímsey annað slagið með póstflugi og svo var hægt að fara til Mývatns. Ég hugsaði með mér að fólk yrði að hafa eitthvað meira að gera þegar það kæmi hingað, velti fyrir mér ýmsum möguleikum og komst að því að líklega væri bara best að stofna ferða- skrifstofu sjálf, þótt það hafi alls ekki verið hugmyndin fyrst í stað.“ Hún hefur alla tíð lagt áherslu á að taka á móti erlendum ferðamönnum og skipuleggja dvöl þeirra hér á landi, eink- um á Norðurlandi. Þá hefur hún að auki lagt mikla áherslu á ferðir til Grænlands og tekið þátt í uppbyggingu ferðaþjón- ustu þar af miklum krafti. Helena er fædd 1946 og strax í mennta- skóla fór hún á námskeið til þess að verða fararstjóri fyrir enskumælandi ferða- menn sem komu til gömlu Júgóslavíu. „Með því opnuðust dyr fyrir mig. Ég fékk mjög gott starf strax eftir menntaskóla og svo fór ég í nám til Bretlands, sem var reyndar afskaplega erfitt fyrir fólk frá kommúnistaríkjum á þeim tíma. Það var heilmikið vesen að fá dvalarleyfi en ferðaskrifstofan sem ég vann hjá vottaði að ég væri heiðarleg og að ég myndi halda áfram að vinna þar eftir nám.“ Hún dvaldi þrjú ár í Cambridge og lærði bæði ensku og sögu. Helena segir Breta hafa ferðast mikið til Júgóslavíu á þessum árum, þannig að hún hafði nóg að gera sem fararstjóri og töluvert var um ráðstefnur þar sem hún starfaði sem túlkur. „Þá fékk maður ekki slík verkefni nema að hafa próf til þess; ekki eins og í Afríku á Íslandi, að það sé nóg að frændi þekki einhvern!“ Hún segist strax hafa heillast af ferða- mennskunni. „Þjónustulund er hluti af mínum karakter og mér finnst gaman og jafnvel nauðsynlegt að sjá aðra verða glaða. Ég hef gaman af að þjóna fólki.“ Dauður maður í lyftu Fyrstu Íslendingarnir sem Helena hitti voru menntaskólanemar frá Akureyri í útskriftarferð í Opatija. „Það var heldur betur reynsla; ég hafði aldrei séð fólk drekka svona mikið! Einu sinni var hringt til mín og sagt að einn þeirra væri dauður í lyftunni. Ég sá fyrir mér að ég yrði að útvega kistu, ganga frá nauðsyn- legum pappírum og koma líkinu til Ís- lands. En þegar ég kom á staðinn var maðurinn alls ekki dauður heldur dauða- drukkinn. Mér létti strax mjög mikið!“ segir hún hlær sínum smitandi hlátri. Helena hefur nú starfað í ferðamálum 42 ár, fyrst sem leiðsögumaður í Júgó- slavíu sem fyrr segir, og síðar starfs- maður Ferðamálaráðs landsins, bæði heima í Júgóslavíu, í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Nonni, hvað á ég að gera næst? Ferðaskrifstofan Nonni er í gömlu, gullfallegu húsi í miðbæ Akureyr- ar. Þar ræður ríkjum Helena Dejak, sem starfað hefur í ferðaþjónustu í 42 ár og kynnti Íslendingum Portoroz í Júgóslavíu á sínum tíma. Í sumar býður hún upp á ferð í beinu flugi að norðan til Slóveníu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.