SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 42

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 42
42 10. apríl 2011 E itt neikvætt gífuryrði í íslensku er orðið málfarslögga. Með því að nota orðið er gefið í skyn að hér á landi starfi laganna verðir sem komi böndum yfir lögbrjóta. Þegar orðið er notað er það yfirleitt með nei- kvæðum formerkjum og gjarnan vand- lætingartón í röddinni, jafnvel eru lögg- urnar fasistar ofan á allt annað. Á þessum síðum hefur áður verið fjallað um tilgang málnotkunar af þessu tagi, en hann er einkum sá að vekja ótta og öryggisleysi. Það er hins vegar deginum ljósara að meintir laganna málfarsverðir geta ekki sektað málnotendur hvað þá dregið þá fyrir dómstóla eða hneppt í fangelsi. Tengingin við aðra laganna verði á því tæplega rétt á sér. Það er líka svo að þau sem fjargviðrast hvað mest út í málfarslöggur, sem stund- um eru líka kallaðar „Þeir“, virðast ganga út frá því að hér gildi lög um hvernig fara eigi með málið. Ef svo væri yrðum við að gera ráð fyrir því að viðurlög lægju við því að brjóta lögin. Umræða á þessum nótum er óþægilega mikið í anda þess sem varað var við í áramótaheiti málotandans 9. janúar. Það er auðvitað ekki svo að fólk sé leitt fyrir dómstóla fyrir málnotkun (nema náttúrlega að hún stangist á við lög eins og getur gerst í t.d. meiðyrðamálum) eða það sektað fyrir málnotkun sína. Nú má vel vera að einhverjum þyki ein- hverjir helst til smásmugulegir í að- finnslum sínum við málnotkun annarra. Það kann vel að vera að sú gagnrýni sé stundum réttmæt. Það má líka vera að þeir sem fetta fingur út í málfarsleg atriði sem öðrum þykja ómerkilegar aðfinnslur séu meira áberandi í umræðunni en aðrir, um það verður ekki skorið úr hér. Það kann líka vel að vera að þau sem fara mest í andúð sinni á málfarslöggum og hand- tökugleði þeirra hafi nokkuð til síns máls. Það er ekki ólíklegt að margir séu meðvit- aðir um tungumálið og taki eftir því sé það notað á óhefðbundinn hátt. En að halda því fram að það séu „Þeir“ sem lagt hafa stund á málfræði sem gangi harðast fram í refsigleði sinni og takmarki þannig aðkomu fólks að samfélaginu er vægast sagt djörf ályktun. Sem betur fer eru margir sem hafa gaman af tungumálinu og nota það á fjöl- breyttan hátt. Kannski finnst einhverjum málnotkun þeirra vond og öðrum finnst hún góð. Það er hins vegar háð mati sem er að sjálfsögðu ólíkt milli einstaklinga. Það er engu að síður ljóst að fleiri en meintir málfarsfasistar taka eftir því þeg- ar þeir sem vinna með tungumálið vanda sig ekki. Um þetta ber síðan flickmylife- .com gott vitni. Þar deilir fólk myndum af ýmsu sem vekur hjá því spurningar eða kátínu úr daglegu lífi. Sem dæmi má nefna myndir af bílum sem lagt er undar- lega eða bílstjórum sem sýna sérkennilega ökufærni. Myndir sem tengjast notkun tungumálsins eru fjölmargar. Þær sýna áhugaverð og jafnvel fyndin dæmi þar sem tungumálið er í aðalhlutverki og bera oft vitni um hroðvirknisleg vinnubrögð þeirra sem með málið vinna. Á umræddri síðu má m.a. sjá mynd af þessari fyrirsögn frá 17. mars á mbl.is: Rúta valt í Mýrdal. Í fréttinni sjálfri stendur svo: „…telja má mikla heppni að rútan skildi ekki velta“. Annað dæmi er mynd af verðmerkingu í búðarhillu sem er svona: „Hvítlauksolía - metraverð 1836 kr.“ Hvorugt þessara dæma sýnir saknæmt athæfi þeirra sem unnu að textanum, í versta falli sýnir þetta flumbrugang þegar textinn var unninn og kannski fljótfærnislegan yfir- lestur. Miðað við vinsældir umræddrar síðu má telja ólíklegt að henni sé haldið uppi af málfarslöggum og þær séu þau einu sem „læki“ á myndir sem sýna ólöglegt athæfi málnotenda. Hvað sem öllu meintu lög- broti líður getur óvandvirkni tæplega tal- ist kostur og varla væru jafnmörg dæmi um óvandaða málnotkun ef málfarslögg- urnar hefðu þau völd sem þær eru sagðar hafa. Eða hvað? Málsvörn málfarslöggu ’ Sem betur fer eru margir sem hafa gaman af tungumál- inu og nota það á fjöl- breyttan hátt. Kannski finnst einhverjum mál- notkun þeirra vond og öðr- um finnst hún góð. Það er hins vegar háð mati sem er að sjálfsögðu ólíkt milli einstaklinga. Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is El ín Es th er Málið Látum okkur sjá, þú notaðir frumlagsígildi í nefnifalli með ópersónulegri sögn, notaðir slettur og tökuorð ótæpilega og talar um sjálfan þig í fleirtölu. Svo ertu með útistandandi ákæru vegna þágufallssýki. Á vegum Þjóðminjasafns Íslands fór fram umfangsmikil forn- leifarannsókn í tengslum við endurbætur húsanna á Bessa- stöðum á árunum 1987-1996. Á liðnum árum hefur safnið staðið að viðamikilli úrvinnslu rannsóknarinnar, sem er einn umfangsmesti forn- leifauppgröftur sem far- ið hefur fram hér á landi. Árangur þeirrar vinnu lítur nú dagsins ljós með útgáfu rann- sóknarskýrslna Þjóð- minjasafnsins. Forn- leifarannsóknin varpar nýju ljósi á merka sögu Bessastaða, sem nær óslitið frá landnámi til okkar tíma. Þar bjó Snorri Sturluson á þjóðveldisöld og eftir hans daga sló Nor- egskonungur eign sinni á staðinn. Á síðari hluta miðalda sátu fulltrúar konungs á Bessastöðum. Eftir siðaskipti og við ein- veldistöku Danakonungs breyttist stjórn- sýsla hér á landi talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs. Bessastaðastofa var byggð á ár- unum 1761-66 og árið 1805 fluttist Hóla- vallaskóli, Lærði skólinn, til Bessastaða og starfaði þar til ársins 1846. Árið 1867 eignaðist Grímur Thomsen Bessastaði og bjó þar í tæpa tvo áratugi. Síðar bjuggu þar hjónin Skúli og Theodóra Thoroddsen allt fram á 20. öld. Árið 1941 fékk íslenska ríkið Bessastaði að gjöf svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur. Á Bessastöðum er margt sem minnir á þessa merku sögu, mannvirki, fornleifar og ýmsir munir. Hér verður sjónum beint að einum merkum grip, sem tengist menningu og sögu Bessastaða, skrifpúlti Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) kennara og rektors Lærða skólans á Bessastöðum og þýðanda Hómerskviðna. Sveinbjörn var virtur og áhrifamikill fræðimaður á sínum tíma. Á fullveldisdaginn á liðnu ári var Þjóð- minjasafni Íslands og embætti forseta Ís- lands fært að gjöf hið sögulegt skrifpúlt. Ættingjar Ragnars Ásgeirssonar, bróður Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands, afhentu skrifpúltið við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þar sem því var fundinn viðeigandi staður til framtíð- arvarðveislu. Fer sannarlega vel á því að hýsa skrifpúltið þar. Varðveislugildi skrifpúlts Sveinbjarnar Egilssonar rektors er ótvírætt enda er það einstakt vegna aldurs, gerðar og merkrar sögu þess. Við þetta tækifæri var skrifpúltið skráð inn í safnkost Þjóðminjasafns Íslands, sem mun annast varðveislu þess til framtíðar með viðeigandi forvörslu. Gunnar Bjarnason völundarsmiður gerði púltið upp að frumkvæði gefenda og í samráði við sérfræðinga Þjóðminjasafnsins. Við afhendingu skrifpúltsins var ástand þess til fyrirmyndar og er sannarlega prýði að því á Bessastöðum, þar sem Sveinbjörn starfaði á sínum tíma. Þjóðminjasafn Íslands metur mikils að hið merka tveggja alda gamla skrif- púlt Sveinbjarnar Egilssonar hafi nú verið fært þjóðinni enda ekkert sambærilegt skrifpúlt varðveitt í safninu. Skrifpúltið er af þeirri gerð sem tíðkaðist á fyrri hluta 19. aldar, einfalt í gerð sinni með hirslum í sjálfu borð- inu og stendur á fjórum háum fótum. Við það hef- Saga skrifpúlts Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is Sveinbjörn Egilsson Lesbók L ögregluforinginn sjónumhryggi, sem gegnir ýmsum nöfnum, svo sem Martin Beck, Erlendur Sveinsson, Harry Hole eða Kurt Wallander, er fyrir löngu orðinn norrænt tákn, líkt og ljóst hár og háir skattar. Hann leysir glæpamál, hægt en örugglega og glímir jafnframt við áfallastreitu- röskun af ýmsu tagi og erfið fjöl- skylduvandamál. Danir eiga að sjálfsögðu sína Erlenda og einn þeirra er nú kynntur til sögunnar hér á landi í bókinni Konan í búrinu, eft- ir Jussi Alder Olsen, þeirri fyrstu um að- stoðarlögreglufulltrúann Carl Mørk. Þessi bók kom út í Danmörku árið 2007 og síð- an hafa komið þrjár bækur til viðbótar um Mørk og selst í bílförmum. Í upphafi sögunnar er Mørk, fram- úrskarandi rannsóknarlögreglumaður, mættur til vinnu á ný eftir mikinn harm- leik, búinn að missa neistann og orðinn illþolandi í samstarfi. Mørk er sparkað upp og settur yfir nýja deild, Deild Q, sem á að rannsaka óupplýst glæpamál. Danska stjórnkerfið bindur miklar vonir við Deild Q og leggur henni til tals- vert fé. En í raun eru einu starfsmenn- irnir Mørk og nokkuð dularfullur aðstoð- armaður hans, sem segist vera sýrlenskur hælisleitandi og heitir Assad eins og fyrr- verandi forseti Sýrlands. Útsmoginn lög- regluforingi notar hins vegar peningana til að styrkja aðrar deildir lögreglunnar. Eftir að hafa leyst sudokoþrautir, blaðað í gömlum málsskjölum og dottað á nýju skrifstofunni í talsverðan tíma byrj- ar Mørk að skoða mál ungrar og efnilegr- ar þingkonu, sem hvarf sporlaust fimm árum áður á ferju milli Danmerkur og Þýskalands. Fljótlega kemur í ljós að ýmsir fiskar leynast undir steinum, sem þeir Mørk og Assad velta við. Fléttan í bókinni er býsna haganlega samin, sagan er frekar stutt og skemmti- leg. Höfundurinn passar sig á því, að halda ýmsum helstu klisjum glæpasagna Snúið upp á klisjurnar Bækur Konan í búrinu bbbbn Eftir Jussi Adler-Olsen. Vaka Helgafell gefur út.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.