SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 17
10. apríl 2011 17 Ballettstjörnur skipa veglegan sess í menningarlífi San Francisco- borgar. En hvernig eru launakjörin? „Nú orðið eru kjörin nokkuð góð, verð ég að segja, en kannski ekki miðað við íþróttafólk,“ segir Helgi og brosir. „Þetta er mikið meira en það var. Ég myndi ætla að aðaldansararnir hérna hafi 110.000 til 120.000 dollara í árslaun. Dansarar sem eru að byrja í dansflokknum eru með á bilinu 65.000 til 70.000 dollara á ári. Því til viðbótar eru peningar lagðir inn í sjóð sem dansarar geta sótt um þegar þeir hætta til að hjálpa sér að komast í einhverja aðra at- vinnu, hvort sem það er til að komast í skóla eða eitthvað annað. Dansararnir sjá sjálfir um sjóðinn. Þeir ráða því hvað hver fær úr sjóðnum og hvað mikið. Svo eiga þeir kost á ferðastyrkjum. Átta til tíu ára þjálfun – Hvað er dæmigerður dansferill langur? „Það þarf að stunda dans í 8 til 10 ár til að eiga kost á að komast í dansflokk. Þá er viðkomandi um eða yfir 18 ára. Ef líkaminn heldur sér og ekkert kemur upp á, hvort sem það er bakið eða hnéð sem gef- ur sig, geta dansarar í kórnum dansað til þrítugs. Aðaldansararnir geta oft haldið áfram upp undir fertugt. Þá er ferlinum lokið. Nýir dansarar koma upp og það er erfitt um fertugt að halda sér í formi eins og þegar maður var 20 ára.“ – Hvað tekur þá við? „Við í danshópnum eigum í samvinnu við háskóla sem býður döns- urum að útskrifast á til dæmis sex árum í staðinn fyrir fjögur. Tvær eða þrjár stúlkur hafa orðið lögfræðingar. Einn eða tveir dansarar eru læknar og svo eru margir sem verða þjálfarar. Það eru hins vegar ekki margir sem geta farið út í að verða danshöfundar eða kennarar.“ – Hvað eru margir danshöfundar á þessum markaði í Bandaríkj- unum? „Það eru mjög fáir danshöfundar sem komast á toppinn og geta samið balletta fyrir stóran dansflokk eins og okkur. Þeir eru sárafáir.“ Fámennur hópur – Eru þetta 100 manns í Bandaríkjunum? „Já, ríflega, ef þú telur með nútímadansana. Það eru margir sem skilgreina sig sem danshöfunda og hafa eigin flokk með tveimur til þremur dönsurum. Ég skil ekki hvernig þeir geta borgað fyrir æf- ingasali og annan kostnað. Það hlýtur að vera mikið basl. Þeir eru hins vegar færri sem geta samið fyrir klassískan ball- ettflokk eins og hjá mér. Ég hef lagt þremur fyrrverandi dönsurum hjá okkur lið og hefur þeim tekist að semja þó nokkuð góða balletta. En á toppnum í dag sem balletthöfundar fyrir nýklassískan ballettflokk myndi ég ætla að væru 8 til 10.“ Í hópi þriggja bestu – Hvað eru margir ballettar í sama gæðaflokki og San Francisco- ballettinn í Bandaríkjunum? „Þeir eru tveir, báðir ballettflokkar í New York, New York City Bal- let og American Ballet Theatre. Við erum númer þrjú í stærð en erum á sama stigi og þessir tveir. Svo fyrir neðan eru dansflokkar í Seattle, Chicago, Houston, Philadelphia, Boston og Miami. Þar fyrir neðan eru kannski flokkar í Portland, Tulsa, Cincinnati ásamt fleiri flokkum sem eru á þriðja stigi fyrir neðan okkur.“ – Þannig að það eru um 20 til 30 ballettar í Bandaríkjunum? „Já, ég myndi segja það.“ Agi og meinlætalíf – Nú þurfa dansararnir að vera afar vel á sig komnir líkamlega. Fylgir þessu meinlætalíf? „Já, það gerir það. Dansarinn er að mörgu leyti eins og íþrótta- eða fimleikamaður. Hann þarf að vera í góðu formi og líkaminn þarf að vera sterkur til að geta staðið undir öllu því álagi sem lagt er á hann, hvort sem það eru stökkin eða að lyfta dömunum upp og halda þeim uppi.“ – Þannig að áfengi og tóbak eru ekki inni í myndinni? „Jú, það er ábyggilega það. Það eru hins vegar mjög fáir dansarar sem reykja lengur. Það eru aðallega þeir sem koma frá Evrópu. Bandarískir dansarar eru flestir hættir því. Ég hef heldur aldrei hitt dansara sem er ofdrykkjumaður eða rekist á dansara sem er mikið fyrir sterk vín. Svoleiðis líferni og það álag sem fylgir dansinum fer ekki saman.“ Dansarar færa fórnir – Þannig að þetta krefst fórna? „Já.“ – Eru einhver efri mörk í þyngd? „Nei. Það fer eftir vexti hvers og eins. Dansararnir finna út úr því sjálfir. Dansari finnur það undir eins í stökkunum ef hann hefur bætt á sig tíu pundum.“ – Er ballettinn áhugamál elítunnar í San Francisco eða hefur stærri hópur áhuga á að sjá sýningar? „Það held ég ekki. Það er stór hópur sem hefur gífurlegan áhuga á dansinum. Ég veit til þess að unga fólkið kemur frekar til að sjá okkur en óperuna. Við erum mikið með yngra fólk í salnum. Ég myndi segja að það væri mikill áhugi í borginni. Sá áhugi er afrakstur þess sem ég hef skapað hérna. Ég hef komið San Francisco-ballettinum á toppinn, þannig að fólk veit að það fær fyrsta flokks danssýningar hérna. Íbúar San Francisco eru mjög stoltir af dansflokknum og hversu langt hann hefur náð og hvert orðspor hans er orðið í dag – svo ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Örfáir ná að verða danshöfundar San Francisco-ballettinn í tölum 110.000 til 120.000 dalir Algeng árslaun helstu ballettstjarna (12,54 til 13,68 milljónir króna) 65.000 til 70.000 dalir Algeng árslaun annarra dansara (7,41 til 7,98 milljónir króna) 3.200 Sætafjöldi í sal ballettsins Um 100 Fjöldi sýninga á dansári 385 Fjöldi nemenda í dans- skóla ballettsins 3 Ballettar í hæsta gæða- flokki í Bandaríkjunum 6 Ballettar í næsta gæðaflokki 20 til 30 Heildarfjöldi ballettflokka vestanhafs 100% Hlutfall seldra miða á vinsælustu ballettana 85-90% Hlutfall seldra miða á aðrar sýningar 8 til 10 Danshöfundar á toppnum í Bandaríkjunum 100+ Fjöldi danshöfunda í Bandaríkjunum 55-65% tekna frá miðasölu Hlutur tekna frá miðasölu 35-45% Hlutur fjárframlaga af tekjum Nutnaree Pipit-Suksun og Pierre-François Vilanoba í hlutverkum sínum í ballettinum 7 For Eight eftir Helga Tómasson. Ljósmynd/Erik Tomasson Frances Chung og Taras Domitro í hlutverkum sínum í Theme and Variations eftir George Balanchine. Ljósmynd/Erik Tomasson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.