SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 2
2 17. júlí 2011 Við mælum með 18. júlí Tónleikar verða í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal, kl. 20.30. Fram kemur kvartett skipaður þeim Þórunni Guð- mundsdóttur, Eyjólfi Eyjólfs- syni og feðgunum Braga Berg- þórssyni og Bergþóri Pálssyni. Efnisskráin er fjölbreytt, tví- söngslög og þjóðlög við undir- leik Eyjólfs á langspil, fjörug lög eftir Bellmann og margt annað. Bellmann og þjóðlög 8 Tónlistarskólinn Bíófílía Rætt við dr. Nicolu Dibben sem starfar með Björk að Bíófílíu. 24 Brosið náði yfir Grænland Ragnar Axelsson varð vitni að grettukeppni á Grænlandi og úrslitin komu heldur betur á óvart, ekki síst sigurvegaranum sjálfum. 26 Dráttarvélarnar breyttu öllu Í bókinni Alltaf er Farmall fremstur fjallar Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri um Farmalinn og fleiri afl- og vinnuvélar. 32 Armani í austurátt Giorgio Armani horfði til austurs á hátískusýningu sinni í París. 34 Lífið er eins og fjallaganga Hans Óli Hansson og Ólöf Ólafsdóttir létu aldurinn ekki þvælast fyrir sér þegar þau gengu á Keili á dögunum. 36 Laxveiðin hvergi betri en á Íslandi Hann segir að það sé peningasóun að veiða lax annars staðar en á Íslandi, og Steen Johansson talar af reynslu. 40 Sól og aftur sól Ósköp notalegt er að liggja í sólinni en um að gera að fara varlega og brenna ekki. 44 Kjöftugur heimspekingur Paul Fauerabend varði afstöðu kirkjunnar gagnvart kenningum Galí- leós fyrir 500 árum. Hann hlaut að kalla yfir sig mikla hneykslun. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Lesbók Augnablikið S afnadagurinn árlegi var haldinn síðast- liðinn sunnudag og var ég ein þeirra sem lögðu leið sína á Árbæjarsafnið á þessum góðviðrisdegi. Árbæjarsafnið er eitthvert best heppnaða minjasafn sem ég hef komið á. Það er alltaf gam- an að sækja safnið heim og starfsmenn og stjórnendur augljóslega duglegir að bæta við safnkostinn og halda honum við. Það er nefnilega ekki sama hvernig gamlar minjar eru fram settar. Flestir kannast eflaust við að hafa heimsótt fornminjasöfn þar sem úir og grúir af mörg hundruð ára gömlum örv- aroddum eða þúsund ára gömlum krukkum í hundraða tali. Það er nefnilega ekki nóg að finna gamla gripi, þá þarf að setja rétt fram til að þeir segi áhorfandanum söguna af eigendum hans og því samfélagi sem munurinn spratt upp í. En aftur að Safnadeginum góða. Meðal nýjunga sem bæst hafa við síðan ég sótti safnið síðast heim er afar vel heppnað líkan af miðborg Reykjavíkur frá árinu 1915. Stórbruni varð í miðbænum hinn 25. apríl það ár þegar eldur kom upp á Hótel Reykjavík og hótelið brann til kaldra kola ásamt ellefu öðrum húsum við Aust- urstræti, Pósthússtræti og Hafnarstræti. Líkanið í Árbæjarsafni sýnir brunarústir af húsunum tólf auk öskusvertra húsa í nágrenn- inu. Líkanið er gagnvirkt því auk þess að þrýsta á hnapp fyrir hvert hús og fræðast nánar um sögu hvers þeirra fyrir sig er hægt að þrýsta á takka sem gerir áhorfendum kleift að hofa á húsin tólf standa í björtu báli með tilheyrandi snarki. Það er skemmst frá því að segja að áhorf á lík- anið varð þungamiðjan í heimsókn fjölskyld- unnar á safnið og tæplega tveggja ára sonur minn segir enn „Eldur, hús!“ nokkrum sinnum á dag. Þá er leikfangasýningin Komdu að leika sér- lega vel heppnuð. Þar má leika með leikföng frá ýmsum tímum Íslandssögunnar. Það er hægt að gera sig heimakominn í örlítilli baðstofu og leika með leggi og skel, þar er hægt að versla í Lúlla- búð og leika með gömlu góðu breikpinnana, setja upp leikrit og leika með dúkkur í stofu frá síðustu öld þar sem uppi hangir skilti þar sem þess er krafist að Ísland gangi úr Nató. Þá er ótalin sýningin um blessað stríðið, sýn- ing sem segir sögu hernáms Breta og Bandaríkja- manna hér á landi og samskipta þeirra við landsmenn, sem einnig er afar vel heppnuð. Nauðsynlegt er svo að kíkja í krambúðina áður en heim er haldið, fjárfesta jafnvel í brjóstsykri eða kúlum í kramarhúsi. Árbæjarsafnið er í senn skemmtilegt og fræð- andi heim að sækja og alveg óhætt að hvetja unga sem aldna til að leggja leið sína þangað í sumar. Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Það er alltaf gaman að sækja Árbæjarsafnið heim og menn augljóslega duglegir að bæta við safnkostinn. Morgunblaðið/Golli Reykjavík brennur! 16. júlí Sýning Guð- rúnar Hall- dórsdóttur leirlistakonu „Messa á Skörinni“, hjá Hand- verki og hönnun í Aðalstræti 10. Sýningin stendur fram í ágúst. 21. júlí Mærudagar á Húsavík hefjast. Fjölbreytt dagskrá verður á þriggja daga hátíð fyrir alla fjölskylduna. 22. júlí Opnunartónleikar Reyk- holtshátíðar 2011. Þar mun leika Duo með fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Sig- rúnu Eðvaldsdóttur. Art Vio- strengjakvartettinn frá Litháen og fjöldi fleiri tónlistarmanna. 18 18 www.noatun.is Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni sól og sumar í Nóatúni PLÓMUR ASKJA, 750 G KR./PK. 279 30% afsláttur 399

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.