SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 17
17. júlí 2011 17 U ndanfarið hefur umræða um eðli og upptök geðsjúkdóma verið í deiglunni. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræð- ingur hefur fylgst með umfjölluninni og hefur skrifað töluvert um málefnið. „Fólk er sem betur fer að átta sig á því að lengi vel var um mikla einföldun að ræða. Geð- læknisfræðin hefur lagt mikla áherslu á virkni geðlyfjanna í tengslum við efna- ójafnvægi en reyndin er sú að erfitt er að sýna fram á þetta. Ekki er vitað nægilega mikið um raunverulega virkni þunglynd- islyfja og geðrofslyfja til að geta sagt eitt- hvað með vissu. Eftir að hafa sökkt mér í þetta í tvö og hálft ár óska ég þess stund- um að hafa ekki byrjað. Mikið er rætt um mál á borð við tengsl lyfjaiðnaðarins við læknastéttina úti í hinum stóra heimi. Hér heima hefur þó ekki náðst í gang almenni- leg umræða. Það skýrist að hluta til af því að mjög erfitt er fyrir geðlækna að við- urkenna vanþekkingu á sviðinu. Trú manna hefur verið sú að málið væri í góð- um farvegi. Fyrir tíu árum síðan komust hagsmunatengsl lyfjaiðnaðarins við lækna í umræðuna og enn styttra er síðan menn voru skyldaðir til að tilkynna slík tengsl við birtingar fræðigreina.“ Neikvæðar niðurstöður „Lyfjamenning á Íslandi er frekar banda- rísk en evrópsk. Til að geðlyf á þessum markaði fá markaðsleyfi þarf það að fara tvisvar í gegn um viðurkennt lyfjapróf í þremur fösum þar sem tölfræðilega mark- tækur munur er á því og lyfleysu. Áður fyrr hefðu fyrirtæki getað verið búin að framkvæma tólf neikvæð próf áður en þessi tvö jákvæðu komu. Þar til nýlega var ekki neitt sem skyldaði lyfjafyrirtækin til að opinbera þessi neikvæðu próf. Nýjar reglur hafa að einhverju leyti lokað á þennan möguleika. Annað sem hefur ver- ið mikið rætt eru huldar aukaverkanir. Nýverið komst líftæknifyrirtækið Medtro- nic í fréttirnar fyrir að borga rannsókn- armönnum sínum og læknum milljónir dollara. En niðurstöður þeirra sem leyndu upplýsingum um aukaverkanir beinvaxt- ar-lyfja fyrirtækisins birtust margoft í virtum fagritum. Svipað var uppi á ten- ingnum varðandi geðrofslyf.“ Lítil umræða „Fólk virðist vera mjög meðvitað þegar kemur að því að ræða um umhverfismat eða þegar einhver frá olíufyrirtæki tjáir sig um gróðurhúsaáhrif. Við treystum lækn- um hinsvegar svo blint að þetta er eitt- hvað sem er lítið rætt. Hinn almenni læknir hefur hinsvegar lítinn tíma til að fylgjast vel með vísindaumræðunni og treystir því oft á fulltrúa lyfjafyrirtækj- anna. En hér á landi er fullt af fólki í vinnu við að markaðssetja lyf á meðal lækna. Nýlega birtist grein í einu virtasta fag- tímariti læknisvísindanna Archives of Int- ernal Medicine sem heitir Principles of Conservative Prescribing. Þar er beinlínis verið að segja við lækna að þeir þurfi að gera breytingar á ávísunarhegðun sinni. Eitt af því sem nauðsynlegt er að tala um eru aukaverkanir geðlyfja. Í dag vitum við t.a.m. að geðrofslyf geta stuðlað að of- fitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóm- um, heilarýrnun og jafnvel ótímabærum dauða. Þá hafa þunglyndislyf með sér ýmsar aukaverkanir á borð við skerta kyngetu. Þetta er eitthvað sem við verðum að tala um.“ Margir læknar sammála Geðlæknar hafa sett sig í samband við Steindór og verið ánægðir með hans inn- legg í umræðuna. „Ég hef heyrt í þremur geðlæknum sem hefur blöskrað þeir starfshættir sem stundum eru viðhafðir innan stéttarinnar. Samt sem áður gera þeir ekki neitt nema leka í mig upplýs- ingum. Fyrir áramót sagði einn þeirra mér að bandaríski lyfjarisinn Pfizer hefði boðið íslenskum geðlæknum á ráðstefnu í Aþenu. Þessi læknir vissi ekki hve margir fóru en bjóst við því að þeir hefðu verið fjölmargir. Á svona ráðstefnu er allt borg- að og rannsóknir hafa sýnt að læknar eru duglegri við að skrifa út lyf sem eru kynnt fyrir þeim á slíkum ráðstefnum. Annað dæmi er að einn geðlæknir tjáði mér að hann ætti erfitt með að taka þátt í fé- lagsstarfi Geðlæknafélagsins þar sem nán- ast allir viðburðirnir eru styrktir af lyfja- framleiðendum. Þriðja dæmið tengist kvörtun International Narcotics Control Board um ávísanir á ritalíni. Það var ég sem lak þessu í fjölmiðla eftir ábendingu frá geðlækni sem vildi vekja athygli á mál- inu. Það eru því menn þarna innanum sem líður ekki vel en eru ekki tilbúnir að koma fram opinberlega. Sem er kannski skiljanlegt sökum smæðar samfélagsins.“ Bandaríkjamenn á réttri leið Steindór segir umræðuna í Bandaríkj- unum hafa verið mjög gagnlega þar sem skoðanaskipti eru frjálslegri. „Þar hefur komið í ljós að tengsl geðlækna við lyfja- iðnaðinn eru hvað mest innan læknastétt- arinnar. Því hefur verið spurt hvað veldur og í mínum huga er það borðleggjandi að orsökin liggur í greiningunum sem eru svo fljótandi. Mörkin á milli geðraskana og heilbrigðis eru svo óljós. Hægt er að fylla út spurningalista þar sem kemur fram að þér líði illa og þá er greiningin mögulega þunglyndi. En þá er kannski ekki verið að finna rót vandans sem er kannski að finna í samskiptum eða áföllum. Annar mögu- leiki er sjúkdómurinn þunglyndi en ákaf- lega erfitt getur verið að greina þar á milli. Þetta eru engin ný sannindi en þetta er ein ástæðan fyrir því að auðveldara er fyrir lyfjaiðnaðinn að ná tökum á geðlækna- stéttinni.“ Lítið talað um þunglyndislyf Eitt af því sem vantar í umræðuna segir Steindór snúa að þunglyndislyfjum. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að bæði þunglyndislyf og sálfræðimeðferðir og þá placebo-áhrifin skila árangri í bar- áttu við þunglyndi. Segulómmyndir sýna líka fram á að breytingar á virkni heilans verða á svipuðum stöðum. Hinsvegar hef- ur verið sýnt fram á að til lengri tíma litið skilar sálfræðimeðferðin betri árangri. Niðurstaðan er því sú að við hreinlega vit- um mjög lítið. Þetta er náttúrulega mjög alvarleg kreppa fyrir geðlæknisfræðina þar sem sífellt birtast vísindagreinar sem setja spurningarmerki við það sem áður þótti sjálfsagt í þessum efnum. Umræðan þarf þó að vera á réttum forsendum en oft á tíðum verður hún jafnvel skaðleg,“ segir Steindór og vísar til umfjöllunar Kastljóss um rítalín-notkun. „Slík umfjöllun er mjög sársaukafull og til þess fallin að draga sjúklinga og geðlækna inn í skel sína og vinna jafnvel á móti markmiðum þeirra sem eru að berjast fyrir breytingum.“ Gott starf unnið víða Eftir að hafa glímt við erfitt þunglyndi hefur Steindór kynnst mikilli lyfjagjöf af eigin raun. „Það er alveg ljóst að við þurf- um lyf en áherslan á þau í þjóðfélaginu er bara of mikil. Mér fyndist að miðað við ástandið í þjóðfélaginu og þær hættur sem að steðja ættu geðlæknar að stíga fram og benda á hvað þurfi að gera til að ástandið versni ekki. Fundir þeirra eru lokaðir og lítil samræða í gangi. Manni finnst þetta svolítið eins og kaþólska kirkjan var í gamla daga þegar Biblían var á latínu og almenningur tekur bara við því sem að honum er rétt. En auðvitað er fullt af góð- um mönnum hérna og ég er viss um að þessir læknar vilji vel. Hinsvegar er menningin sem búið er að koma upp meingölluð og erfitt er að losa um hana.“ Við erum á rangri leið Steindór Jóhann Erlingsson segir margt athugavert við lyfjaiðnaðinn. DSM stendur fyrir Diagnostic and Statistical Manual of Men- tal Disorders og er gefið út af Bandaríska geðlæknafélaginu (American Psychiatric Association). Flokkunar- kerfið er ekki notað opinberlega hér á landi en hafði þó mikil áhrif gerð ICD-kerfisins sem notað er til sjúkdómsflokk- unar hér á landi. Kerfið var fyrst gefið út árið 1952 en árið 1980 kom út DSM-III sem hafði mikil áhrif. Þar jókst áhersla á að flokka ákveðin einkenni í afmarkaðar raskanir með hjálp spurn- ingalista (áður gat verið mjög erfitt fyrir tvo lækna að vera sammála um greiningu). Þrátt fyrir mikil áhrif flokkunarkerf- isins er ekki þar með sagt að geðlæknar séu bundnir af notk- un þess í störfum sínum. Kerfið leggur áherslu á að greina einstakar raskanir á borð við kvíðaröskun, félagsfælni eða þunglyndi. Kerfið hefur verið gagnrýnt fyrir að sjúkdóm- svæða eðlilegar mannlegar tilfinningar og einkenni sem virð- ast vera ólík á milli menningarsvæða. Ekki síður hafa verið deilur á milli ólíkra fræðisviða um eðli geðraskana og það endurspeglar upp að vissu marki á hvaða stigi þekkingin er. Geðraskanir eða ekki Helsta bitbeinið er þó hvort kerfið hafi leitt til þess að þrösk- uldurinn hafi verið lækkaður í tengslum við greiningar. Í því felst að fólk sem ekki er með raunverulegar geðraskanir fái þó meðhöndlun við slíkum. Lykilpersónur á borð við geð- lækninn Allen Frances sem var ritstjóri DSM IV, hafa stigið fram og lýst yfir áhyggjum af þróun mála þar sem verið sé að búa til sjúkdóma og að mikil mistök hafi verið gerð við hönn- un DSM-IV. Kerfið hefur því að margra dómi skapað net sem grípur fólk sem myndi hugsanlega spjara sig betur með öðr- um úrræðum. Þetta á sérstaklega við um ofvirkni og athygl- isbrest ásamt þunglyndi. Markaðsstarf og geðlyf Tengsl lykilmanna sem unnu að gerð DSM-kvarðanna þar sem mælt er með notkun lyfja sem úrræða hafa verið gagn- rýnd harðlega. Sýnt hefur verið fram á að 95 af 170 nefnd- armönnum sem unnu að DSM IV höfðu fjárhagsleg tengsl við lyfjaiðnaðinn. Þetta skaðar trúverðugleika og því hefur verið aukin krafa um að upplýsa um fjárhagsleg tengsl þar á milli. Iðnaðurinn veltir gríðarlegum fjármunum og ítalski geðlækn- irinn hefur bent á að erfitt sé að snúa þróuninni við þar sem svo mikið fjármagn liggur í núverandi kerfi. DSM-5 Nú stendur yfir vinna við fimmtu útgáfu flokkunarkerfisins. Hörð gagnrýni beindist að þeirri leynd sem umlukti gerð hennar, m.a. af Robert Spitzer sem hafði yfirumsjón með gerð þriðju útgáfunnar. Í júní var þó opnuð vefsíða þar sem fólki er gefið tækifæri á að kynna sér þær breytingar sem ver- ið er að gera og koma með athugasemdir. Tengsl lyfjafyrirtækja við nefndarmenn eru þá talin hafa aukist og nú hafi um 70% þeirra slík tengsl. Ávallt hefur staðið styr um flokkunarkerfið en árið 1973 tókst t.a.m. loksins að fá APA til að viðurkenna að samkyn- hneigð (homosexuality) væri ekki sjúkdómur og árið 1987 var sjúkdómurinn „kynhneigðarröskun“ (sexual orientation disorder) fjarlægður alveg. DSM-flokkunarkerfið DSM Kerfið: I (1952) 106 raskanir, II (1968) 182 raskanir, III (1980) 265 raskanir, IV (1994) 297 raskanir, DSM-5 maí 2013 talað um hátt í 500 raskanir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.