SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 18
18 17. júlí 2011
U
ndanfarin þrjú ár hafa verið
ótrúleg lífsreynsla. Ég hafði
engar sérstakar væntingar til
að byrja með en fann fljótt að
námið átti vel við mig. Ég var svo einbeitt
og staðráðin í að standa mig allan þennan
tíma að ég gleymdi eiginlega að fá
heimþrá. Núna þegar náminu er lokið er
ekki laust við að maður finni fyrir svo-
litlum tómleika en vonandi á ég eftir að
fara út til New York aftur fljótlega og láta
á það reyna hvort þar eru verkefni handa
mér,“ segir Hildur Ólafsdóttir sem lauk
fyrir tveimur mánuðum prófi frá hinum
virta Ailey-dansskóla í New York.
The Ailey School var stofnaður árið
1969 af goðsögn í dansheimum, dans-
aranum og danshöfundinum Alvin Ailey.
Um 3.500 manns leggja þar stund á nám
á framhaldsstigi, auk um 1.500 barna og
unglinga. Árið 2004 flutti skólinn í gríð-
arstórt glerhýsi á Manhattan, Joan Weill-
dansmiðstöðina, og segir Hildur aðstöð-
una eins og best verður á kosið.
Alvin Ailey var af afrísku bergi brotinn
og lengi vel voru blökkumenn í miklum
meirihluta í skólanum. Að sögn Hildar
hefur þetta breyst smátt og smátt og
skólinn nú orðinn vel blandaður enda
þótt honum sé og verði alla tíð annt um
uppruna sinn.
Árið 1958 setti Ailey sinn eigin dans-
flokk á laggirnar, Alvin Ailey American
Dance Theater, og er hann ennþá starf-
andi við góðan orðstír. Þar hafa blökku-
menn alla tíð verið í miklum meirihluta.
Talaði ekki finnsku
Hildur byrjaði að æfa dans fjögurra ára í
Kramhúsinu en þaðan lá leiðin í Dans-
skóla Guðbjargar Björgvinsdóttur. Um
tíu ára skeið, eða til nítján ára aldurs,
stundaði hún svo dansnám við Listdans-
skóla Íslands. Samhliða dansnáminu sat
Hildur á skólabekk í MR og lauk stúd-
entsprófi frá fornmálabraut vorið 2008.
Eftir stúdentspróf hafði Hildur hug á
að fara í framhaldsnám í dansi við skóla í
Helsinki en hún hafði tekið þátt í verk-
efni þar og heillast af borginni. Sá
draumur rann á hinn bóginn út í sandinn
vegna inntökuskilyrða, allir nemendur
urðu að tala reiprennandi finnsku.
Að áeggjan tveggja kennara sinna,
Sveinbjargar Þórhallsdóttur og Ástrósar
Gunnarsdóttur, sótti Hildur líka um í Ai-
ley-skólanum, en þær námu þar báðar á
sinni tíð, og komst inn. „Ég fékk stað-
festingu á því í miðjum stúdentsprófum
og það var mikill léttir.“
Hildur hafði komið til Bandaríkjanna
en aldrei til New York, þannig að hún
renndi blint í sjóinn þegar hún flutti út
um sumarið. „Það var dálítið sjokk að
koma í fyrsta skipti til þessarar risastóru
borgar en það hjálpaði til að tvær aðrar
íslenskar stelpur byrjuðu í skólanum um
leið og ég,“ segir Hildur.
Þær byrjuðu á því að leigja saman í
blökkumannahverfinu Harlem. „Það er
ekki auðvelt fyrir útlendinga að komast
inn á leigumarkaðinn í New York vegna
tryggingamála, hvað þá ungt fólk eins og
okkur. Það varð okkur hins vegar til
happs að leigusalinn, bresk kona, hafði
gengið í gegnum það sama á sínum tíma
og gaf okkur því tækifæri,“ útskýrir
Hildur.
Spurð hvers vegna Harlem hafi orðið
fyrir valinu svarar hún brosandi: „Það er
dýrt að leigja í New York og satt best að
segja var þetta eini kosturinn sem kom til
greina.“
Ekki bætti úr skák að Hildur var ekki
fyrr komin út en íslenska bankakerfið
hrundi eins og spilaborg. „Auðvitað setti
það strik í reikninginn, námslánin rýrn-
uðu vegna falls krónunnar, en sem betur
fer á ég góða að hér heima. Þetta truflaði
mig því ekki mikið.“
Gott að búa í Harlem
Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í Harlem er
blökkumenn og Hildur skellir upp úr
þegar hún er spurð hvernig ljóshærðri
stúlku ofan af Íslandi hafi verið tekið.
„Sumir horfðu svolítið hissa á mig en ég
varð aldrei fyrir neinum óþægindum eða
leiðindum. Það var mjög gott að búa í
Harlem.“
Hún segir eldra fólkið tortryggnara en
það yngra enda muni það, margt hvað,
þá tíma þegar svartir voru beittir mark-
vissum órétti af hálfu hvítra í Bandaríkj-
unum. Ef til vill eimir enn af því misrétti.
Hún segir lífið í Harlem afslappaðra en
neðar á Manhattan og verðlagið hagstæð-
ara. „Auðvitað verður maður var við fá-
tækt en það er samt eins og hverfið sé á
uppleið. Það eru lúxusíbúðir að rísa hér
og þar.“
Hildur velur orðið stórkostleg til að
lýsa New York. Borgin iði af lífi og sköp-
un. Straumum og stefnum ægi saman og
varla sé hægt að hugsa sér betri stað fyrir
listamenn.
Gríðarleg samkeppni
Hildur segir það hafa verið mikil við-
brigði að koma í skólann enda sam-
keppnin gríðarleg. Ekki svo að skilja að
hún hafi ekki verið undir það búin. „Ég
vissi að samkeppnin yrði mikil en til að
byrja með var andrúmsloftið beinlínis
þrúgandi – allir voru að horfa á alla.
Maður vandist þessum aðstæðum hins
vegar fljótt og það hjálpaði til að bekk-
urinn minn var þegar á reyndi mjög sam-
heldinn og small vel saman. Auðvitað var
bullandi samkeppni í gangi en um leið
studdum við vel við bakið hvert á öðru.
Okkur varð fljótlega vel til vina og ég á
örugglega eftir að vera í góðu sambandi
við þessa krakka áfram,“ segir Hildur.
Ellefu dansarar voru í útskriftarhópi
Hildar og er það til marks um breiddina í
skólanum að einungis fjórir þeirra eru
Bandaríkjamenn. Aðrir komu frá Evrópu,
Suður- og Mið-Ameríku og úr Kar-
Á sviðinu færðu bara eitt tæk
Hildur Ólafsdóttir lauk
í vor dansnámi við
hinn virta The Ailey
School í New York. Hún
segir námið hafa verið
mikla lífsreynslu og
Stóra eplið engu líkt.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Auðvitað var bullandi samkeppni í gangi en um leið studdum við vel við bakið hvert á öðru. Okkur varð fljótlega vel til vina og ég á örugglega eftir að vera
Hildur ásamt útskriftarfélögum sínum í The Ailey School 19. maí síðastliðinn.