SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 32
32 17. júlí 2011
A
ndrew Roachford er
aðalmaðurinn á bak
við bresku hljóm-
sveitina Roachford
sem sló í gegn með laginu
„Cuddly Toy (Feel For Me)“ árið
1989. Lagið fór í fjórða sæti
breska vinsældalistans og 25.
sæti þess bandaríska. Lagið „Fa-
mily Man“ naut jafnframt vin-
sælda á svipuðum tíma og um
þetta leyti hitaði Roachford upp
fyrir sveitir á borð við hljóm-
sveit Terence Trent D’Arby og
The Christians.
Roachford er fæddur í London
22. janúar 1965. Með honum í
hljómsveitinni, sem stofnuð var
árið 1987 voru Chris Taylor
(trommur) Hawi Gondwe (gítar)
og Derrick Taylor (bassi).
Hann fékk sjö platna samning
við plötufyrirtækið Columbia og
naut sveitin ágætrar hylli á tí-
unda áratuginum. Hún var sölu-
hæsta breska hljómsveitin á
vegum Columbia um tíu ára
skeið. Roachford var fyrsti lista-
maðurinn sem fékk slíkan
samning. „Ég var mjög stoltur af
því að fá slíkan samning sem
svartur breskur listamaður,“
segir hann á opinberri vefsíðu
sinni www.roachford.co.uk.
Hann gaf út fyrstu sólóplöt-
una sína Heart of the Matter áriðNýleg mynd af Andrew Roachford en kappinn hefur lítið breyst í gegnum tíðina.
Hvað varð um...
... Andrew
Roachford?
Í
talski fatahönnuðurinn Giorgio Armani horfði til austurs í hátískulínu haustsins
hjá Armani Privé, sem var sýnd á hátískuviku á París sem nú er nýlokið. Áhrifin
voru greinilega komin frá Japan og var silki, fínleg munstur og aðsniðin föt í fyr-
irrúmi. Armani sjálfum hefur orðið, eins og mörgum, hugsað til landsins síðustu
mánuði, eftir hamfarirnar í mars, en hann hefur veitt uppbyggingarverkefnum á veg-
um UNESCO fjárstuðning.
Armani var ennfremur í fréttum nýverið fyrir að hanna íburðarmikinn brúðarkjól
Charlene Wittstock fyrir viðhafnarbrúðkaupið í Mónakó.
Hönnuðurinn er alltaf í uppáhaldi hjá Hollywood-genginu og fína fólkinu og mættu
meðal annars Cate Blanchett, Daphne Guinness og Katie Holmes á sýninguna og sátu á
fremsta bekk í Palais de Chaillot.
Það voru ekki bara kjólar á sýning-
unni heldur líka sérdeilis fallegar og
óvenjulegar buxnadragtir.
Reuters
Algjör blómarós. Hattarnir í sýningunni voru mikil listaverk.
Armani
í austurátt
Giorgio Armani horfði til austurs á hátískusýn-
ingu sinni í París á dögunum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Tíska