SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 19
17. júlí 2011 19 Alvin Ailey fæddist árið 1931 og ólst upp við kröpp kjör hjá einstæðri móður í Texas. Varð hún fyrir þeim ósköpum þegar Alvin litli var fimm ára að hópur hvítra manna nauðgaði henni. Stóð drengnum stuggur af hvíta manninum lengi á eftir. Ellefu ára gamall flutti Ailey með móður sinni til Los Angeles, þar sem hann fór að fikta við dans. Það var þó ekki fyrr en hann komst í læri hjá hinum kunna meistara Les- ter Horton árið 1949 að Ailey fór að taka dansinn alvarlega. Fyrst um sinn hélt hann því þó leyndu fyrir móður sinni. Dans þótti ekki líklegur til að gefa mikið í aðra hönd. Ekki tíðkaðist að blökkumenn dönsuðu með hvítum á þessum tíma en því breytti Alvin Ailey svo að segja einn og óstuddur. Hæfileikar hans blöstu við og fékk hann hlutverk í ýmsum sýningum og kvikmynd- um. Þegar Horton féll frá árið 1953 fór Ailey að vinna upp á eigin spýtur og fljótt kom í ljós að hann var ekki síðri danshöfundur en dansari. Ári síðar flutti hann sig um set til New York, þar sem hvert verkefnið rak ann- að. Árið 1958 setti hann síðan á laggirnar eigin dansflokk, Alvin Ailey American Dance Theater, sem starfar enn. Ailey hélt uppruna sínum alla tíð hátt á lofti í verkum sínum og greiddi án efa götu margra blökkumanna, ekki bara í dansi heldur í listum og þjóðlífinu almennt. Alvin Ailey var samkynhneigður og ákaf- lega stoltur af kynhneigð sinni. Ekki hvarfl- aði að honum að leyna henni og ruddi hann þar af leiðandi brautina í þeim efnum líka. Ekki féll það hispursleysi þó öllum jafnvel í geð enda kreddur og fordómar meiri en við búum við í dag. Ailey átti um tíma í sam- bandi við aðgerðasinnann David McRey- nolds. Alvin Ailey andaðist eftir erfið veik- indi árið 1989, aðeins 58 ára að aldri. Banamein hans var alnæmi. Ruddi brautina fyrir blökkumenn íbahafinu. Höfuðáhersla er á nútímadans í skólanum, svo sem djass, hipphopp, vestur-afrískan dans og stepp. Hildur hlær þegar síðastnefnda stílinn ber á góma. „Ég bjóst aldrei við að dansa stepp en þar sem það er skyldufag í náminu var engrar undankomu auðið. Eftir á að hyggja er ég mjög fegin, steppið er þræl- skemmtilegt. Þar sem bakgrunnur minn er í ballett var svolítið átak að losa um ökklana, eins og maður þarf að gera í steppinu, en ég náði þessu ágætlega á endanum – held ég,“ segir hún brosandi. Hildur segir kennsluna mjög markvissa og þess vandlega gætt að nemendur staðni ekki, erfiðleikastuðullinn sé stöð- ugt hækkaður og enginn látinn fá of auð- veld verkefni. Að sögn Hildar eru kenn- arar við skólann gríðarlega kröfuharðir og fylgnir sér. Engar málamiðlanir séu liðnar. „Kennararnir eru mjög strangir og láta mann hafa fyrir hlutunum. Þann- ig á það líka að vera, meðan ýtt er á mann þýðir það að kennarinn hefur trú á manni. Um leið og kennarinn hættir að yrða á mann getur maður pakkað saman og farið heim. Það þarf sterk bein til að standast álagið sem fylgir dansnámi við svona góðan skóla.“ Spurð hvort umhverfið sé jafnvægð- arlaust og í verðlaunakvikmyndinni Svarta svaninum, sem sló í gegn síðasta vetur, hristir Hildur höfuðið. „Þar er dregin upp ýkt mynd af lífi dansarans en vissulega kannaðist maður við eitt og annað. Í dansinum getur maður ekki stólað á neinn nema sjálfan sig.“ Andi Aileys svífur yfir vötnum Að sögn Hildar svífur andi Alvins Aileys ennþá yfir vötnum í skólanum en sumt af samverkafólki hans hefur verið þar starf- andi fram á þennan dag. Sama konan stjórnaði skólanum frá upphafi og þar til hún lést í fyrra og listræni stjórnandinn var að láta af störfum nú í vor. „Það var frábært að fá að kynnast þessu fólki sem vann með Ailey. Það færir mann á ein- hvern hátt nær honum.“ Á útskriftarsýningunni, sem fram fór í vor, hafði Hildur frjálsar hendur og ákvað að sýna frumsaminn dans við lagið Sólin mun skína eftir íslensku hljóm- sveitina Rökkurró. „Það var mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að gera þetta en hljómsveitin er mér afar kær – skipuð aldavinum mínum.“ Ekki spillti fyrir að foreldrar Hildar, bróðir og fleiri ættingjar brugðu sér út og voru viðstaddir sýninguna. Hildur ætlar að búa á Íslandi í vetur og kenna í sínum gamla skóla, Listdansskóla Íslands. „Það er svolítið skrýtin tilfinning að þurfa ekki að mæta á stífar æfingar á hverjum degi en ég mun halda mér við efnið enda stefni ég að því að fara aftur út til New York næsta sumar og láta á það reyna hvort ég fæ eitthvað að gera.“ Spurð hvort hún ætli að kenna stepp við Listdansskólann skellir hún upp úr. „Nei, svo góðum tökum náði ég ekki á því. Þeim sem hafa áhuga bendi ég hins vegar á Cameron Corbett, dansara hjá Ís- lenska dansflokknum, en hann hefur mjög gott vald á steppdansi.“ Gæti farið í prufu daglega Þar sem Hildur er með próf frá Ailey- skólanum upp á vasann verður hún ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér prufur vegna hinna ýmsu verkefna í New York. „Það verður ekkert vandamál. Danssenan er svo stór þarna úti að ég gæti þess vegna mætt í prufu upp á hvern einasta dag.“ Sjónvarpsþátturinn So You Think You Can Dance hefur slegið rækilega í gegn í Bandaríkjunum á síðustu árum en þar reyna ungir og efnilegir dansarar fyrir sér. Aðspurð hvort hún hafi aldrei hug- leitt að spreyta sig á þeim vettvangi hristir Hildur höfuðið. „Satt best að segja er þessi þáttur ekki hátt skrifaður meðal dansara almennt og litið er niður á hann í Ailey-skólanum á þeim forsendum að þetta sé skemmtiefni en ekki list. Fyrsta árið sem ég var í skólanum fór strákur úr skólanum í þáttinn og komst alla leið í tveggja manna úrslit. Hann hætti í skól- anum og flutti til Los Angeles.“ Sviðið heillar meira en sjónvarpið Hildur segir aðrar áherslur í þjálfun dansara í Los Angeles en New York, fyrir vestan sé meira lagt upp úr sjónvarpi en sviði. „Það þýðir að hægt er að taka atriði aftur og aftur, þangað til þau þykja nógu góð. Á sviðinu færðu bara eitt tækifæri, annaðhvort gengur dansinn upp eða ekki,“ segir hún og bætir við að sviðið heilli sig meira en sjónvarpið. Hildur hefur raunar fengið forsmekk- inn af því. „Ég var í sýningarhópi á veg- um skólans síðasta vetur og sýndi vítt og breitt um borgina, í skólum og á fleiri stöðum. Það er ómetanleg reynsla að sýna fyrir fólk, þessi beinu samskipti við áhorfendur eru svo mikilvæg. Persónu- lega fæ ég miklu meira út úr því að dansa fyrir framan fólk en myndavélar.“ kifæri a í góðu sambandi við þessa krakka áfram.“ Hildur æfir með félaga sínum í skólanum. Morgunblaðið/Eggert Hildur Ólafsdóttir bregður á leik við Hudson-ánna.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.