SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 31
17. júlí 2011 31 H andboltastelpan Marthe Sördal er fædd hinn 3. mars árið 1986 í Grafendalen í Lofoten í Norður-Noregi og þar bjó hún fyrstu fjögur ár ævi sinnar. Árið 1990 fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og settist að í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Marthe gekk í Hvassaleit- isskóla og í framhaldinu í Verzlunarskóla Íslands, þar sem hún kynntist fyrst kærastanum sínum honum Pétri Erni Johnson laga- nema. Nú nemur Marthe viðskiptafræði í Háskóla Íslands og stefnir á útskrift næsta vor. Marthe hefur frá ungaaldri spilað handbolta með Fram, en hún lék sinn fyrsta A-landsliðsleik núna í maí og skoraði í honum eitt mark. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var sjö ára og hef alltaf verið hjá Fram. Við unnum marga Íslandsmeistaratitla þegar við vorum yngri, en síðastliðin fimm ár höfum við alltaf lent í öðru sæti í meistaraflokknum, en vonandi verður breyting þar á fljótlega,“ segir Marthe hálfhlæjandi og bæt- ir við að þær Framstúlkur hafi þó unnið bikarkeppnina síðustu tvö árin. Til gamans má geta að Marthe hlaut nafnbótina kynþokka- fyllsta handboltakona landsins ekki alls fyrir löngu, og er vel að titlinum komin, enda sérlega glæsileg stúlka þar á ferð. Í sumar starfar Marthe sem flugfreyja hjá Icelandair og kann vel við sig í starfinu. „Það eru algjör forréttindi að fá að eyða sumrinu hjá Ice- landair,“ segir Marthe að lokum, en hún vinnur í aukavinnu á lög- mannsstofunni Sigurjónsson og Thor. Róbert Benedikt Róbertsson robert@mbl.is Fermingardagurinn - við tvíburasysturnar með ömmu og afa. Vinkonurnar saman - Thelma Hrund, Diljá Mist og Marthe. Fyrsti skóladagurinn - Nína og Marthe. Hér kem ég svífandi inn úr horninu. Hér erum við Framstelpur að fagna bikarmeistaratitlinum. Fljúgandi hornamaður Hin fríða flugfreyja og handknatt- leikskonan Marthe Sördal opnar myndaalbúm sitt að þessu sinni. Marthe og Pétur Örn. Ég í vinnunni. Ég í Washington í sumar. Ég, Eirík bróðir, Mamma, Kristín systir og Nína systir í 60 ára afmæli mömmu. Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.