SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 36
36 17. júlí 2011 F yrir mér er þessi á drottningin,“ segir Steen Johansson og sælu- brosið er manns sem er sann- færður um að það sem hann segir sé sannleikur. „Ég er 53 ára gamall, er búinn að veiða síðan ég var ellefu ára, hef starfað sem leiðsögumaður í laxveiði og veitt víða – mér finnst Vatnsdalsá bera af.“ Þegar veiðimenn eru komnir til þroska og búnir að hlaupa af sér veiðihornin, leggja þeir oft rækt við eftirlætis veiði- svæði sín, og njóta þess að snúa aftur og aftur og kynnast þeim við ólíkar að- stæður. Vatnsdalurinn er draumasvæði Steens og hann er gjörkunnugur ánni, enda veiðir hann þar í marga daga á hverju sumri. „Ég hef verið hér oftar en ég hef tölu á, og er farinn að þekkja dalinn mjög vel,“ segir hann þar sem við sitjum í veiðihús- inu Flóðvangi í hádegishléinu einn svala júlídaginn í liðinni viku. „Uppi við Grjóthrúgukvörn er laut sem gott er að liggja í og í Hólakvörn á ég stein sem gott er að halla sér upp að. Ég er mjög hrifinn af vorveiðinni, en þá má oft hitta á góða veiðidaga. Í fyrra og hittifyrra vorum við hér í bongóblíðu á þessum tíma, en nú hefur verið fjögurra til fimm siga hiti og norðan þræsingur. Einhverjir laxar togast upp en maturinn er alltaf góður, áin og grjótið á bakkanum er á sínum stað, lífið er að kvikna í daln- um. Svo er fiskurinn gríðarlega fallegur á þessum tíma, silfurbjartur. Þetta er þriðja hollið mitt hér í sumar og ég kem í fjórða sinn í ágúst; ég er alltaf fjórum sinnum hér á sumri. Ég fer líka í Laxá í Aðaldal og í Miðfjarðará núna í sumar. En ef það væri eitthvað laust hér myndi ég frekar taka fimmta hollið í Vatnsdal heldur en að veiða annars stað- ar,“ segir Steen og hlær. Taldi það bull að sleppa löxunum Meira en áratugur er síðan Pétur Pét- ursson varð leigutaki laxasvæðisins í Vatnsdalsá og braut blað, þegar hann tók upp þá stefnu að öllum veiddum laxi ætti að sleppa aftur. Ekki voru allir sáttir við það, þótt sífellt fleiri sleppi laxi í dag. „Ég viðurkenni að ég var líklega einn þeirra sem höfðu hvað hæst þegar Pétur var að biðja mig að sleppa fiskunum sem ég var að veiða,“ segir Steen þegar ég spyr hvort hann hafi verið vanur að sleppa löxum áður en Pétur tók við ánni. „Ég taldi þetta bara bull og kjaftæði, að maðurinn væri skapaður til að veiða og borða, en þá hugsaði ég ekki til laxanna frá því árið áður sem lágu skraufþurrir á botninum í frystikistunni. Þegar maður sleppir svo fyrsta laxinum þá gerist eitthvað; þegar maður horfir á eftir honum. Ég man vel eftir fyrstu hrygnunni sem ég sleppti. Það var 12, 13 punda fiskur, og hún var erfið. Ég var eitthvað meyr og fannst hún eiga skilið að fá að sleppa. En athugaðu það, að þegar löxunum er sleppt þá skiptir ekki máli hvort búið er að fylla út eina síðu, sex eða fimmtán í veiðibókinni, laxarnir eru ennþá í ánni þegar næstu veiðimenn mæta.“ Hann segir að Pétur eigi heiður skilinn fyrir að þora á sínum tíma að fara út í að veiða og sleppa. „Hann er sannkallaður frumkvöðull. En nú er hann að uppskera, það er biðlisti í ána. Ef ekki væri fyrir menn eins og Pétur værum við eflaust ennþá að gera grín að útlendingunum sem komu í júlí og slepptu fiskunum, sem við drápum síðan á haustin áður en þeir náðu að hrygna.“ Skammast sín fyrir myndirnar Steen rifjar upp fyrstu ferð sína í ána, vorið 1994, þegar hann fékk sinn fyrsta stóra lax, 22 punda í Grjóthrúgukvörn. „Við vorum hérna í skítakulda í Jóns- messuholli, það var svo kalt að lopapeys- an virkaði varla og samt vorum við í hnausþykkum neoprene-vöðlum. Þegar kom að síðasta morgninum var hópurinn bara kominn með tvo laxa. En þennan síðasta morgun veiddust sex eða sjö yfir tuttugu pund, einn sem vó 25 eða 26, og allir voru drepnir. Hver og einn einasti. Félagi minn fékk einn ellefu punda og það var gert grín að honum fyrir að eyðileggja meðalviktina, sem féll niður í fimmtán pund. Í dag hefðu þessir fiskar verið áfram í ánni, þeir voru á leiðinni heim að sinna sínu hlutverki. Kannski voru þeir borðaðir, settir í reyk – eða hent þurrum úr frystikistunni tveimur árum seinna. Ég á myndir úr þessum túr, og fullt af slíkum myndum af mér með dauða fiska í plasti. Það fara ónot um mig þegar ég sé þær í dag. Ég skammast mín. Þessi veiði- skapur var barn síns tíma en Pétur Pét- ursson á heiður af því að slíkar myndir sjást ekki lengur, heldur myndir af fólki með fallega og laxa. Mér finnst að þið veiðiljósmyndarar eigið að gera Pétur að heiðursfélaga ykkar,“ stingur hann upp á. Ekki margar með svona fjölbreytileika Það eru norskir veiðifélagar með Steen og Lindu konu hans í Vatnsdalsá þetta skiptið, hópur sem kemur með þeim á hverju ári. Þau hjón hafa verið búsett í Noregi í fimmtán ár en Steen segist aldrei hafa veitt meira á Íslandi en eftir að þau fluttu út. Hópurinn hefur veitt í tvær vaktir þegar ég hitti Steen og eru þau bú- in að fá nokkra fiska, bæði á neðsta svæðinu, þar sem eru Hnausastrengur og Hólakvörn, og uppi í dal, fyrir ofan Flóð- ið og efra silungasvæðið. „Það eru ekki margar ár í heiminum eins og þessi, sem geta boðið upp á lax, sjóbleikju, staðbundinn urriða og sjóbirt- ing,“ segir Steen. „Í Noregi er mikil virð- ing borin fyrir silungi, sem bráð og sem matfiski. Við tökum með okkur sjóbirt- ing út sem við veiðum. Í gær var vinur minn að veiða í Hóla- Laxveiðin hvergi betri en á Íslandi Hann segir að það sé peningasóun að veiða lax annars staðar en á Íslandi, og Steen Joh- ansson talar af reynslu; hann hefur meðal annars veitt í kunnustu ám Noregs, þar sem hann býr. En Steen veiðir mikið á Íslandi og helst í Vatnsdalsá, sem honum finnst bera af. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Steen Johansson kastar flugunni í draumahylinn, Hólakvörn neðan Flóðsins. Morgunblaðið/Einar Falur Stór lax tekur flugu Norð- mannsins Jan Erik Nilsen í Skriðuvaði í Vatnsdalsá og þeir Ágúst Sigurðsson leið- sögumaður vaða í land. Stangveiði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.