SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 37
17. júlí 2011 37
„Við hjónin veiðum mikið saman, komum
alltaf tvisvar á sumri saman hingað í Vatns-
dalinn,“ segir Steen Johansson. „Það höf-
um við gert í mörg ár. Annað er hjónaholl en
í hinu veiðum við með norskum vinum sem
eru nú með okkur.“
Steen er hálfdanskur, og segist vera
danskur ríkisborgari. Hann ólst upp á Ís-
landi frá tveggja ára aldri og veiðidellan
greip hann ungan. Hann starfaði meðal
annars sem leiðsögumaður laxveiðimanna í
Laxá í Kjós.
Steen og Linda fluttu til Noregs fyrir 15
árum og búa í Sandefjord. Þar rekur hann
fyrirtæki sem annast þrif í matvælaiðnaði,
auk þess að vera fjárfestir.
„Við eigum hlut í fyrirtæki í Póllandi sem
kemur til með að framleiða endurnýjanlega
orku,“ segir hann. „Nú er svo komið að Evr-
ópulöndin, eins og Pólland, eru skuldbund-
in til að kaupa alla endurnýjanlega orku
sem þau geta.
Þetta er 65 megavatta virkjun og það
eru komnir samningar fyrir tveimur slíkum.
Ef þetta gengur vel, þá er þetta ellilífeyr-
irinn – og veiðileyfin,“ segir Steen og hlær.
Hann segir síðan brosandi að yfirleitt
taki Linda það rólega fyrstu tvær vaktirnar,
lesi eða blundi á bakkanum, og hún tekur
undir það. Linda er í ábyrgðarstöðu hjá Jöt-
un-málningarverksmiðjunni í Noregi og þarf
að ferðast víða um lönd starfs síns vegna.
Hún segist njóta þess að slaka á í Vatns-
dalnum en hún er líka fiskin. Í Hólakvörn
setti hún í sinn stærsta lax fyrir tveimur ár-
um, fallegan 20-pundara.
Hjónin Linda Magnúsdóttir og Steen Johansson við steininn við Hólakvörn, þar sem þeim
þykir gott að sitja og fylgjast með ánni. Linda undi sér þar við lestur meðan Steen kastaði.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ellilífeyririnn og veiðileyfin
Veitt með Steen Johanssyni í Vatnsdalsá kvörn og hafði reist þar fisk. Þá sáum við
drelli velta sér yfir í Bjarnastaðakvörn og
ég sagði strax, þessi er minn, ég ætla að
ná í hann! Ég óð út frá bílastæðinu til að
styggja Hólakvörnina ekki og veiddi mig
niður Bjarnastaðamegin. Skyndilega var
flugan keyrð niður í hylinn, mjög hörð
taka, og þá var það þessi fallegi urriði,
fimm punda. Hann gleður veiðimanninn
ekki síður en laxinn.
Í Hnausatreng hef ég fengið sjóbirting
var var sjö eða átta pund.“
Steen er sannfærður um að bestu lax-
veiðina sé að finna hér á Íslandi – og hann
talar af reynslu.
„Það jafnast ekkert við að veiða á Ís-
landi,“ segir hann með sannfæringu í
röddinni. „Fyrir nokkrum árum flugu Ís-
lendingar út um heiminn, merktir ís-
lensku bönkunum í bak og fyrir, og dá-
sömuðu laxveiðina sem þeir lentu í
annars staðar, hvort sem það var í Rúss-
landi eða Noregi. Þar voru þeir oft að
veiða úr bátum með rosalegum tvíhend-
um. Ég get viðurkennt að ef þeir voru
heppnir fengu þeir af sér ljósmynd með
risastóra laxa, en það er alltaf hægt að
veiða með léttari græjum til að fá meira
út úr viðureigninni og hér á landi eru
menn í miklu meiri axjón.
Það sem ég bý í Noregi hef ég veitt í
þessum frægu ám þar, eins og Alta og
Gaula, og ég hef veitt í Bresku Kólumbíu í
Kanada. En ef það er hægt að tala um
peningasóun í sambandi við laxveiði þá
finnst mér það vera að veiða annars stað-
ar en á Íslandi!“
Steen hefur þó sett í stóra laxa í Noregi.
„Já, í Alta,“ segir hann og glottir.
„Leiðsögumennirnir sögðu mér að vera
með tvíhendu og hnausþykkan taum, en
ég hugsaði með mér að ég vissi betur, ég
væri nú búinn að landa þeim nokkrum og
myndi bara nota mína einhendu og tólf
kílóa taum. En sá stóri tók og ég átti aldr-
ei séns með einhendu og þessum taum,
enda slitnaði hann. Sá stóri í mínu lífi er
því enn einhvers staðar í Noregi og ég er
reynslunni ríkari. Maður á að fara eftir
því sem þeir kunnugu segja. Eins og
Linda segir, þá er það ekki að ástæðu-
lausu að við erum fædd með tvö eyru en
einn munn; maður á að hlusta helmingi
meira en maður talar. Ég hefði betur gert
það í Alta.“
Finnst Hólakvörnin vera paradís
Það líður að seinni vaktinni og Steen og
Linda eiga neðsta svæðið. Hnausastreng-
urinn er ekki eftirlæti hans þar. „Nei,
mér finnst Hólakvörnin vera paradís á
þessum árstíma,“ segir hann. „Við byrj-
um þar á eftir. Sérstaklega er þó gaman
að eiga Hólakvörn að morgni þegar logn
er og hún varla veiðandi, þar sem hún er
svo spegilslétt. Að veiða með hitstúpu í
yfirborðinu og sjá lax koma á eftir henni
og ryðja vatninu á undan sér, eins og
jeppi að fara yfir á á vaði. Maður upplifir
það ekki oft en í hverju kasti við slíkar
aðstæður bíð ég eftir þeirri upplifun. Að
sjá þetta er engu líkt – miklu skemmti-
legra en þegar laxinn síðan neglir flug-
una.“
Þegar ég spyr Steen út í fleiri veiðistaði
sem hann heldur upp á í Vatnsdalsá nefn-
ir hann skálina í Bjarnastaðakvörn og
Skriðuvaðið að vori, en það sé bæði hált
að vaða og veki hugsanir um hvað muni
eiginlega gerast ef fiskur taki. Einnig
Vaðhvamm, sem sé ofboðslega skemmti-
legur, og svo er Gilárósinn í uppáhaldi.
„Ég hlakka alltaf til að veiða í Gil-
árósnum. Hann getur verið snúinn, en ég
er aldri í rónni fyrr en ég er búinn að
veiða hann.
Einnig skiptir máli hvort maður er í
ánni snemmsumars eða seint í ágúst.
Þegar líður á sumarið er hún orðin full af
fiski og þá er þetta meiri handavinna, að
fara á milli staða og fá fiska til að taka.“
Geta notað fínlegri stangir
Ég fylgi Steen og Lindu niður að Hóla-
kvörn, en bæði halda mikið upp á þann
stað. Að þessu sinni veður hann fyrst út
en hún leggst niður við steininn þeirra
góða og tekur upp bók að lesa. Fyrst segir
hún að þarna hafi hún fengið sinn tutt-
ugu pundara, fyrir tveimur árum.
„Ég þurfti að hlaupa langt með hann,
landaði honum ekki fyrr en niðri við
girðingu,“ segir hún. Í veiðihúsinu hang-
ir mynd af henni með fallegan laxinn.
Að þessu sinni verður Steen hvorki var
í Hóla- né Bjarnastaðakvörn. Hann hafði
kastað með léttri stöng fyrir línu fimm og
segir að þarna hafi hann lent í einhverri
eftirminnilegustu baráttu sinni við lax,
með þessari stöng.
„Það var 85 cm hrygna, trúlega sá fisk-
ur sem hefur gefið mér mest. Ég var að
leika mér við að kasta fyrir birting hérna
þegar hún tók. Það var mjög erfitt að eiga
við hana með þessari léttu stöng, hún var
á svipstundu komin niður á baklínu. En
þegar menn tala um að laxinn á Íslandi sé
ekki jafn stór og í öðrum löndum, þá geta
þeir alltaf notað fínlegri stangir og fengið
nákvæmlega sömu upplifun, og gott ef
ekki enn meira út úr því. Laxveiðin er
einfaldlega hvergi betri en á Íslandi,“
segir Steen. Síðan halda þau Linda niður í
Hnausastreng þar sem liggja sannkölluð
tröll í hylnum.
Morgunblaðið/Einar Falur
’
Þennan síðasta
morgun veiddust sex
eða sjö yfir tuttugu
pund, einn sem vó 25 eða
26, og allir voru drepnir.
Hver og einn einasti …
Kannski voru þeir borð-
aðir, settir í reyk – eða hent
þurrum úr frystikistunni
tveimur árum seinna.