SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 26
26 17. júlí 2011
A
ftan á bókarkápu segir að bú-
hættir hafi breyst með komu
vélanna þar sem hestaverkfæri
og afkastamikil, vélknúin
verkfæri til ræktunar og heyskapar hafi
tekið við af handafli og handverkfærum.
Auk þessi hafi stórvirkustu vélarnar frá
IHC tekið þátt í vegagerð og öðrum sam-
göngubótum.
Bókina prýða margar ljósmyndir víðs
vegar að og að auki rifja fjórtán ein-
staklingar upp minningar sínar um Far-
mal og fleiri búvélar frá IHC.
Áður hefur Bjarni gefið út metsölubók-
ina … og svo kom Ferguson árið 2009 þar
sem hann fjallar um vélvæðingu sveit-
anna að nýlokinni heimsstyrjöld og hlut-
verk heimilisdráttarvélanna í þeirri þró-
un með Ferguson-vélar fremstar í flokki.
Minning um bernsku
Spurður að því hvort það hafi komið hon-
um á óvart að … og svo kom Ferguson
hafi orðið metsölubók játar Bjarni því.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá
kom mér það á óvart. Eftir á að hyggja var
það þó kannski ekki svo undarlegt. Það er
svona fáhyggjustemning yfir okkur og
var, ekki síst þá, og Ferguson er sá traktor
sem var fyrstur á mörgum bæjum og var
gríðarlega útbreiddur.“
Svo það má segja að vinsældir bók-
arinnar byggist að miklu leyti á minn-
ingum fólks um dráttarvélina?
„Já, ég held það. Þú ert að leita uppi
rætur þínar. Ég held að til séu tvenns-
konar dæmigerðir kaupendur bók-
arinnar, það eru annarsvegar vélakarlar,
svona nördar, og hinsvegar eru það svo
strákar sem voru í sveit og eiga minningar
um sveitadvölina og Ferguson. Þetta er
kannski minning um bernsku sem gljáir
mest þegar menn fara að horfa yfir liðinn
veg.“
Svo eru það lesendur eins og ég sem
hef aldrei verið í sveit og fannst bæk-
urnar stórskemmtilegar. Í þeim er lif-
andi lýsing á þjóðfélagi þessa tíma og
það þarf ekki að vera sérfræðingur í
dráttarvélum til að njóta hennar.
„Nei, nei. Ég segi fyrir mína parta að ef
þú færir að spyrja mig út í einhver tækni-
leg atriði þá myndirðu reka mig mjög
fljótlega á stampinn. Bæði nenni ég ekki
að setja mig inn í smáatriði og þau varða
ekki málið heldur miklu frekar hvaða
þáttur var þarna á ferðinni í þróun ís-
lensks samfélags.
Þessar vélar losuðu um gríðarlegt
vinnuafl í sveitum og komu til móts við
flóttann sem varð þegar herinn og aðrir
buðu mikla vinnu suðureftir Flóa á sínum
tíma. Þá var eina leiðin að kaupa sér rauð-
an Farmal eða gráan Ferguson. Í dag getur
einn bóndi unnið það sem 60 eða 100
manns unnu áður. Þetta eru ekki litlar
þjóðfélagsbreytingar sem liggja í kringum
þetta.“
Heimtuðu vélar
Eru þessar miklu breytingar sem urðu í
landbúnaði og þjóðfélaginu öllu ástæða
þess að þú ákvaðst að skrifa bækurnar?
„Já, það er það. Ég á mér svona pínu-
litla passíu um það að því sé haldið til
haga hvernig þjóðin breyttist og hvernig
þessir atvinnuhættir til sveita breyttust.
Fyrst og fremst þarf að halda til haga
hvernig þetta var og hvernig við kom-
umst í þessa stöðu sem við erum í núna.
Í því samhengi vil ég vekja sérstaka at-
hygli á bókaköflum sem nokkrir heið-
ursmenn og -konur hjálpuðu mér að
skrifa og eru svona augnabliksmyndir eða
einsögur úr einstökum héruðum tengdar
einstökum vélum og lýsa oft í smáatriðum
þjóðfélagslegri stemningu einnar fjöl-
skyldu eða í einni sveit.“
Í þeim köflum kemur skýrt fram
hversu mikil áhrif dráttarvélarnar
höfðu. Breyttu þær öllu?
Jú, þær breyttu öllu. Ég ætla að taka þig
með í smáferð aftur til 1942 eða 1943. Þá
var mikið atvinnuleysi hér, alveg gríð-
arlegt. Það var farið að tala um að fjölga
býlum í sveit og fjölga þeim sem gætu haft
framfæri af landbúnaði.
Nokkrum mánuðum seinna þegar
bandaríski herinn fer að koma sér fyrir og
við förum að rétta aðeins úr kútnum í at-
vinnutilliti þá er bara rífandi vinna við
Flóann og síld líka.
Bændur fá ekkert vinnuafl til að slá eða
afla heyja og án þess geta þeir hvorki
framleitt mjólk né kjöt og þá bara heimta
menn og æpa á vélar. Þá vantar gjaldeyri
og ríkisvaldið tekur sig til og skammtar
hann og lætur ákveðinn skammt í að
kaupa búvélar sem svo ryðjast yfir landið
á svona fimm árum. Það þurfti að mæta
þessari þörf sem þjóðfélagið hafði kallað
fram í kjölfar breytinga.“
Fór á jólaball á Ferguson
Það er greinilegt að bændur voru mjög
hugvitssamir þegar kom að dráttarvél-
unum. Þeir höfðu oft aðeins efni á vél-
unum sjálfum en ekki þeim verkfærum
og aukabúnaði sem hægt var að kaupa
með, ekki satt?
„Jú, jú. Svo var það líka að gjaldeyrir
skammtaði hversu mikið þeir gátu keypt
jafnvel þótt þeir ættu pening. Þjóðin átti
ekki gjaldeyri.
Til þess að bjarga sér brugðu sumir
t.d. á það ráð að binda hestasláttuvélar
aftan í Ferguson. Voru bændur svona
duglegir að prófa sig áfram?
Já, þeir voru það. Og þá erum við kom-
in að minni kynslóð, svona gaurum sem
eru að komast á eftirlaun núna. Það vor-
um við stráktittirnir, kannski 10 eða 12
ára sem fengum að nota þessar vélar dag-
inn langan vegna þess að það var enginn
annar á bænum sem treysti sér í það eða
kunni eða gat fórnað vinnu sinni í þetta.
Það að sitja á traktor er mjög einfalt en
bóndinn gat kannski slegið eða unnið eitt-
hvert erfiðisverk á meðan.“
Þannig að öll fjölskyldan hefur keyrt
traktorana og þetta verið hálfgert fjöl-
skyldutæki?
„Já, já, á þeim tíma. Líka samgöngutæki.
Það var farið á þeim á ball og ég fór t.d. á
jólaball á Ferguson með keðjum í hálkunni.
Ég bauð nú ekki stelpunni minni sem ég var
hrifin af þá með en ég er viss um að hún
hefði þegið það ef ég hefði þorað að bjóða
henni það. Þetta þótti ekki slæmur farkost-
ur þá.“
Bændur virðast almennt hafa verið
nokkuð tækjasinnaðir. Það þýðir kannski
ekkert annað ef þú rekur bú?
„Nei, það þýðir ekkert annað. Rétt eins
og þú rekur ekki skrifstofu án þess að vera
með tölvu og farsíma. Þú getur galað út í
buskann og handskrifað eitthvað en það
gengur ekki.
Persónugerðu vélarnar
Eins og þú segir höfðu dráttarvélar í för
með sér miklar breytingar og fólk tengdist
Dráttar-
vélarnar
breyttu
öllu
Í dag kemur út bókin Alltaf er Farmall fremstur
eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri. Í bók-
inni fjallar hann um Farmalinn og fleiri afl- og
vinnuvélar frá vélasamsteypunni International
Harvester Company sem kom við sögu á flestum
býlum á Íslandi á síðustu öld og hafði mikil áhrif
á framþróun í landbúnaði.
Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is
Jóhannes Ellertsson slær með rúmlega fimmtugum Farmal Cub á Hvanneyrarfit sumarið 2006.
Guðmundur Waage herfar borgfirska nýrækt með IHC 10-20 traktor, líklega um eða skömmu fyrir 1940.