SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 22
22 17. júlí 2011 Í nokkrum ritstjórnargreinum Morg- unblaðsins að undanförnu hefur verið vísað til hins fræga skips Titanic, sem þótti mesti glæsikostur hafanna og sagt var um að væri byggt af slíkri fyrirhyggju að það gæti ekki sokk- ið. Skipið og örlög þess hafa verið í fyrrnefndum greinum tengd siglingu evrunnar, sem sumir hafa ekki aðeins talið ódrepandi heldur eins kon- ar efnahagslega allra meina bót. En vissulega þarf að gæta varúðar við slíkar tilvísanir og ekki síst þær sem tengjast miklum hörmungum, þótt langt sé liðið frá þeim. Gefið hefur verið í skyn að í skrifum blaðsins og annarra sem hafa tekið í svipaðan streng felist óskhyggja um að illa fari fyrir hinni sameignlegu mynt. Það er ekki svo. Skipbrot myntarinnar yrði einnig harmleikur, þótt hann væri annarrar gerðar. Margir vissu og aðrir máttu vita Sjónarmiðið er að það hafi ekki verið allt sem sýndist þegar fjölda mynta þjóðríkja var slegið inn í eina mynt og eðlilegrar varúðar ekki verið gætt. Pólitísk sjónarmið urðu efnahagslegu raunsæi yfirsterkari. Forsendur sameiginlegrar myntar voru ekki fyrir hendi á stofndegi evr- unnar. Fjölmargir virtir hagfræðingar, eins og nóbelsverðlaunahafinn Friedman, bentu á alla þessa annmarka. Það fékk ekki staðist, að hans mati, nema um skamma hríð og í efnahagslegu logni að ætla fjölda sjálfstæðra ríkja að lúta sam- eiginlegri mynt. Vissulega hefur fullveldi þessara ríkja verið að skerðast jafnt og þétt eftir því sem miðstýringarvaldið í Brussel færir sig upp á skaft- ið. Og evruríkismenn töldu sig raunar geta notað fyrirsjáanleg vandræði myntarinnar til að þvinga fram meiri samruna, aukna miðstýringu og skerðingu fullveldis einstakra ríkja. Að nokkru hefur það gengið eftir. En jafnvel þótt þar hafi lengra verið gengið en almenningur í viðkomandi löndum hefur nokkru sinni samþykkt, dugir það ekki til. Og svo er hitt sem hamrað hefur verið á, m.a. í Morgunblaðinu, að sameiginleg mynt og sameiginlegur seðlabanki hennar í Evrópu myndi óhjákvæmilega og að sjálfsögðu horfa einvörð- ungu til stærstu og öflugustu ríkja álfunnar, við- horfa þeirra en þó einkum hagsmuna við hverja þá ákvörðun sem tekin væri. Það er ekkert ljótt við það. Þannig hlýtur það að vera. En það þýðir um leið að efnahagslegur veruleiki smærri ríkja á jaðrinum er aldrei tekinn með í reikninginn. Hann nær einfaldlega ekki máli. Það þarf ekki 300.000 manna ríki til. Smáríki evrunnar, svo sem Grikkland, Írland og Portúgal eru jafnan nefnd, hafa heldur betur fengið að kynnast þess- um veruleika. Krafa dagsins: aukin miðstýring Og fróðlegt er og jafnvel óþægilegt að lesa nýj- ustu skrif helstu hugsuða og áhrifamanna í Þýskalandi og Frakklandi. Þeir undirstrika að evrópuþróunin hafi skaðast, tafist og hikstað vegna kröfu um aukningu lýðræðis innan Evr- ópusambandsins. Þótt vissulega sé þakkarefni að lítið hafi verið á það hlustað og enn minna með það gert, sé slíkt tal barnalegt og fjarstæðukennt í senn. Því það blasi þvert á móti við að evran og þar með Evrópusambandið muni ekki komast í gegnum núverandi vanda nema miðstýring verði aukin mjög og það sem allra fyrst. Völdin verði að vera þar sem þeim hafi ætíð verið ætlað að vera, hjá Þýskalandi og Frakklandi. Evrópusam- bandið sé stofnað í kringum þessi tvö ríki til þess að skapa sátt og öryggi þeirra á milli sem sé for- senda fyrir viðvarandi jafnvægi og að koma megi í veg fyrir togstreitu þeirra á milli, sem í verstu tilvikum geti leitt til ófriðar. Smáríkin á jaðrinum hljóti að sætta sig við að lúta þessari forystu og í staðinn fái þau friðsamlegra umhverfi fyrir sig og fái að ráða töluverðu um þau mál sem mestu skipti fyrir þau heima, t.a.m. að sjá um hér- aðshátíðir og margvíslegar listrænar uppákomur. Það er sláandi að í þessum opinskáu umræðum eru hin þrjú stórríkin ekki nefnd til sögunnar. Skýringin er sú að Bretland er ekki með evruna og yfir 90 prósent Breta leggjast gegn aðild að henni og hin „stórríkin,“ Ítalía og Spánn, eru augljóslega næstu kandídatar í hlutverk og stöðu Grikklands, Írlands og Portúgals og njóta því lít- illar virðingar. Og fleiri sjá fyrir sér óhappafleyið En það verður fleiri en Morgunblaðinu hugsað til lúxusfleytunnar Titanic þegar horft er til evr- unnar í ólgusjó. Þannig segir í fréttum í gær: „Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti, sagði í umræðum á ítalska þinginu í gær, um þær að- haldsaðgerðir í efnahagsmálum sem stjórnvöld hyggjast grípa til upp á 45 milljarða evra, að efna- hagskrísan í Grikklandi „færi um heiminn eins og stökkbreytt vera.“ Frá þessu segir í breska við- skiptablaðinu Financial Times. Tremonti gagnrýndi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, harðlega fyrir pólitíska aðkomu hennar að því verkefni að bjarga evrusvæðinu. Líkti hann Þjóðverjum við farþega á fyrsta far- rými farþegaskipsins Titanic sem sigldi á ísjaka austur af Nýfundnalandi árið 1912 í jómfrúarferð sinni og sökk með þeim afleiðingum að fjöldi manns týndi lífi. „Í dag stendur Evrópa frammi fyrir fundi við örlögin. Björgun kemur ekki í gegnum fjármálin heldur stjórnmálin. En stjórnmálin mega ekki gera fleiri mistök,“ sagði Tremonti. „Rétt eins og á Titanic þá geta ekki einu sinni farþegar á fyrsta farrými bjargað sér.“ Svo mörg voru þau orð. En í Morgunblaðinu hafði líkingin að nokkru verið um forráðamenn Íslands sem reyna að plata þjóðina óviljuga um borð í ESB Titanic, tryggja henni þar síðustu mið- ana á þriðja farrými og segja um leið að fráleitt sé að nokkur maður, sem vilji um borð í þann lúxus allan, láti úrtöluraddir um að það séu ísjakar á siglingaleiðinni trufla sig. Samfylkingin, ein flokka, gengur með ESB- vírusinn. Nýverið hafa tveir aðaltalsmenn þess flokks talað út og suður um sjávarútvegsmál og tengsl þess málaflokks við aðildarbröltið. En svo mikilvægur sem sjávarútvegurinn er og svo fá- ránlegar sem bollaleggingar þeirra Jóhönnu og Össurar eru um hann, þá snýst málið í rauninni ekki um hann. Vissulega yrði hann úr sögunni sem séríslensk atvinnugrein við aðild að ESB. En jafnvel það er aukaatriði. Frá því að VG lét nið- urlægja sig til að kokgleypa sín helstu kosninga- Reykjavíkurbréf 15.07.11 Af hverju leita örlög Titanic á h

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.