SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 38
38 17. júlí 2011
F
jalakötturinn við Aðalstræti í Reykjavík var rifinn í nóv-
ember 1985. Þá hafði um alllangt skeið verið deilt um hvort
húsið skyldi fara eða vera, en af hálfu þeirra sem vernda vildu
var vísað til sögu hússins. Það var í upphafi eitt af geymslu-
húsum Innréttinganna, reist 1791. Þegar stundir fram liðu var húsið
stækkað og 1893 hafði það öðlast þann svip sem lengst var. „Ekki þótti
það vandað að smíði til og var því oft nefnt Fjalakötturinn,“ segir í rit-
inu Landið þitt – Ísland. Árið 1909 hóf Gamla bíó, Biografthaeter, eins
og það hét það hét þá starfsemi í húsinu og var þar uns starfsemin
fluttist í Ingólfsstræti árið 1926. Hefur Fjalakötturinn stundum verið
nefndur fyrsta bíóhús á Íslandi og hefur ýmsum kvikmyndatengdum
uppákomum í seinni tíð verið valið heiti með vísan til hússins.
En það var ekki bara bíó í Fjalaketti. Þar voru verslanir, íbúðir og
skrifstofur og um skeið voru þar gjarnan haldnir pólitískir fundir. Svo
fór hins vegar í fyllingu tímans að húsið grotnaði niður og var því
ákveðið að rífa það; þó um þá ákvörðun væru mjög skiptar skoðanir.
Verndunarfólk stofnaði samtökin Níu líf og á fundi sem haldin varFramlið Fjalakattarins fellur í nóvember 1985 en nú hefur hús sambærilegs útlits verið reist á sama stað.
Morgunblaðið/Júlíus
Myndasafnið Nóvember 1985
Fjalakötturinn
fellur af stalli
A
lexander Skarsgård hefur slegið í gegn á sjónvarpsskjánum í hlut-
verki sínu sem hin myndarlega en jafnframt hættulega vampíra
Eric Northman. Fjórða þáttaröðin hefur nýverið hafið göngu sína
hjá HBO í Bandaríkjunum en hérlendis hafa verið sýndar tvær
þáttaraðir á Stöð 2. Fyrir utan hlutverk sitt í True Blood hafði hann áður vakið
athygli sem fyrirsæta í Zoolander og sem Brad Colbert í stuttþáttaröð HBO um
Íraksstríðið, Generation Kill en þættirnir hlutu góða dóma.
Leikarinn er sænskur, fæddur Alexander Johan Hjalmar Skarsgård 25. ágúst
árið 1976 og er hann því að verða 35 ára gamall. Hann er sonur hins þekkta
leikara Stellans Skarsgård og fyrri eiginkonu hans, My.
Leikstjóri einn, vinur föður hans, lét hann fá fyrsta kvikmyndahlutverkið
sitt árið 1983 þegar hann var sjö ára gamall. Það var í myndinni Åke och hans
värld. Þegar hann var 13 ára lék hann í sjónvarpsmyndinni Hunden som log
og varð hann frægur í heimalandinu fyrir þetta hlutverk. Frægðin fór illa í
hann og hann tók ekki að sér nein hlutverk næstu sjö árin þótt hann á þrítugs-
aldri ákveðið að helga sig leiklistinni.
Gekk í herinn
„Ég held ekki að ég hafi ákveðið að verða leikari til að keppa við föður
minn. En, þú veist, hann var ekki eins mikið á staðnum og venju-
legur pabbi og ég sá ástríðu hans fyrir leiklistinni. Kannski var
þetta leið til að ná athygli hans,“ sagði hann í nýlegu viðtali við
GQ og grínaðist líka með samkeppnin væri engin núna því
pabbi hans væri „búinn að vera“.
Skarsgård gekk í sænska herinn 19 ára gamall og gegndi
herþjónustu í eitt og hálft ár. „Þetta var mín leið til að gera
eitthvað alveg nýtt og fara út í óvissuna. Ég vildi ekki bara
vera sonur einhvers,“ sagði hann líka við GQ.
True Blood gerist í hitanum í Louisiana og eru margar
senur teknar upp á nóttunni, enda eru vampírur í stóru
hlutverki. Það er líka kynlíf í þáttunum og flestir leik-
ararnir fara á einhverjum tímapunkti úr fötunum.
Þetta hefur gert Skarsgård að kyntákni en hann ætti
svo sem ekki að vera óvanur þeirri hugmyn, hann
hefur fimm sinnum verið valinn kynþokkafyllsti
karlmaður Svíþjóðar.
Velur hlutverkin vandlega
Það er því ekki skrýtið að kvikmyndaframleiðendur
vilji fá hlutdeild í kynþokka þáttanna en leikarinn
vill sjálfur hafa fjölbreytni í sínu hlutverkavali. „Ég
fæ send ótrúlega mörg handrit þar sem ég á í raun
að leika Eric úr True Blood nema bara undir öðru
Svíinn Alexander Skarsgård hefur slegið í
gegn í hlutverki sínu sem vampíran Eric
Northman í hinum vinsælu sjónvarps-
þáttum True Blood.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Vinsæl vamp-
íra frá Svíþjóð
Í hlutverki sínu sem
hin þúsund ára gamla
vampíra Eric Northman
í True Blood.
Frægð og furður