SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 23
17. júlí 2011 23 G eðheilsa er einhver mikilvægasti þáttur í lífi hverrar manneskju og verði hún fyrir áföllum geta afleiðingar verið miklar og langvarandi.“ Þannig kemst Hallur Már blaðamaður að orði í inngangi að fyrstu grein sinni af þremur um geðheilbrigðismál í Sunnudagsmogganum. Hinar grein- arnar munu birtast næstu tvær helgar. Umræða um geðheilbrigði hefur til allrar hamingju opnast verulega á umliðnum árum og markmiðið með skrifi Halls Más er að fjalla um mál- efnið frá víðu sjónarhorni og leyfa ólíkum röddum að heyrast. Hann kemur víða við í þessari fyrstu grein, ræðir meðal annars við Pál Matthíasson geð- lækni og framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítala, sem segir mikið atvinnuleysi í landinu vaxandi áhyggjuefni í þessu sambandi. „Allar tölur gefa til kynna að áhrifin séu mjög skaðleg,“ segir Páll. „Eftir 18-24 mánuði án atvinnu þrefaldast tíðni geðraskana hjá fólki, þetta er hópur sem við sjáum nú myndast hér á landi. Fólk í þessari stöðu leitar sér að- stoðar seint eða ekki og það er í raun umhugsunarefni. Í kjölfar hrunsins varð áþreifanleg aukning í komum en svo minnkaði það aftur en hefur aukist hægt og stígandi síðan þá. Lítið breyttist hjá fólki sem átti erfitt fyrir kreppu, það var sem fyrr í erfiðum málum. Þegar kreppan skall á tók millistéttin versta höggið. Í eðli sínu er hún betur í stakk búin til að takast á við slík áföll þar sem um er að ræða fólk með menntun, sem getur farið annað, sem býr yfir tengslaneti í fjölskyldu og vinum. Því mætti segja að hrunið hafi lent af mest- um þunga á þeim sem þoldu það best, til skemmri tíma.“ Lærdómurinn af finnsku kreppunni var meðal annars sá að verja fyrst og fremst barna- fjölskyldur og ungt fólk. Það telur Páll að hafi verið reynt að gera hér. Vonandi heldur sú skjaldborg. Bjart er yfir Bergþóri Það fer vel á því að Bergþór Pálsson söngvari prýði forsíðu Sunnudagsmoggans nú um há- sumarið. Hann er bjartsýnn maður og jákvæður að upplagi og talar beint við samvisku okkar í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. „Það er löngu kominn tími til að við förum að tala í okkur líf og gleðjast yfir því að eiga hvert annað og þetta stórkostlega land,“ segir hann. „Við erum að fara fram úr okkur. Mér finnst of margir einblína á frasa eins og: „koma hjólum atvinnulífsins í gang“, „létta skuldavanda heimilanna“ og svo framvegis. Til hvers? Til þess að allt verði eins og það var? Það er ekki það sem við þurfum. Við þurf- um að staldra lengur við, horfa drjúga stund á það sem aflaga fór og koma í veg fyrir að það endurtaki sig.“ Og Bergþór er bjartsýnn á framtíð þessarar þjóðar. Það rökstyður hann á þennan veg: „Á vorin fer ég út um land til að prófdæma í tónlistarskólum. Ég verð alltaf jafn hrifinn af því hvað unga fólkið í þessu landi er mannvænlegt, duglegt og efnilegt. Þá er ég stoltastur af því að vera Íslendingur. Miðað við þetta þurfum ekki að kvíða framtíðinni. En framtíð þjóðarinnar veltur líka á giftu barnanna. Þess vegna er eitt af mikilvægustu verkefnum lífsins að koma þeim til manns og kenna þeim að greina rétt frá röngu. Þannig komum við í veg fyrir hrun í framtíðinni.“ Geðheilsa er ekkert feimnismál „Ef ég fell þá fellur Ítalía. Ef Ítalía fellur þá fellur evran. Þetta er keðja.“ Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu. „Ég reyni að láta þetta allt ganga upp, í réttri röð, mjólkina, heyrnina og svo bjórinn á kvöldin.“ Árni Hafstað, kúabóndi í Skagafirði, heyrnar- og talmeinafræðingur, sem stofnaði brugg- hús. „Ísland er gott dæmi um það, þegar víðtækar endurbætur leiða hratt til góðrar nið- urstöðu.“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á blaða- mannafundi með Jó- hönnu Sigurðardóttur í Berlín. „Við teljum áhrif Murdoch á breska pólitík glæpsamleg.“ Ed Miliband, leiðtogi breska Verkamannaflokksins um ástr- alska fjölmiðlakónginn Rupert Murdoch. „Að mínu mati eru samt ekki margir framherjar eins og Kolbeinn til lengur. Hann er með hægri fót, vinstri fót, getur skallað, er sterkur og yfirvegaður í færum.“ Andri Sigþórsson um Kolbein bróður sinn, sem gekk til liðs við hollenska fótboltastórveldið Ajax. „Við munum deyja fyrir olíuna – og við munum drepa fyrir hana.“ Talsmaður ríkisstjórnar Líbíu. „Flísarnar hérna í Góu voru ekki skítugar af gang- andi fólki í leit að vinnu eftir hrun.“ Helgi í Góu telur fleiri atvinnulausa á Íslandi en þurfi að vera í þeim spor- um. „Þá vissi ég nákvæmlega hvað ég varð að fara ef ég fékk ekki vinnu. Ég varð bara að labba lengra!“ Helgi í Góu bendir á að atvinnuleysisbætur hafi verið svo til óþekktar á Íslandi 1980. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal loforð fyrir það eitt að fá að lúta leiðsögn núver- andi forsætisráðherra landsins hefur margt breyst. Nú er ekki um það deilt að eigi evran að lifa af þá þarf Evrópusambandið að breytast í eitt stórríki. Þetta viðurkenna allir sem eitthvað þekkja til, nú síðast jafnaðarmaðurinn Göran Persson, fyrrver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar. Það er það sem þegar er komið úr pakkanum, sem haldið er að kjánunum, að þurfi að opna áður en hægt sé að gera upp hug sinn. (Auðvitað þarf eins og við önn- ur slík tækifæri einnig að sjá hvað hvítskeggur set- ur í skóinn). Helsta kosningaloforð Samfylking- arinnar fyrir árið 2003 var að fengi hún völd myndi hún stofna til þess að samningsmarkmið Ís- lendinga í hugsanlegum aðildarviðræðum við ESB yrðu ákveðin eftir víðtækt samráð í landinu. Síðan eru liðin 8 ár. Og Ísland hefur verið í aðlög- unarviðræðum í 2 ár og allir vita hvernig heimild Alþingis til þess var fengin. Enn hafa engin samn- ingsmarkmið verið sett. Ekkert samráð hefur verið haft um slík markmið og nú er þó raunveruleikinn orðinn sá að verið er að sækja um aðild að stórríki með öllu því fullveldisafsali sem slíku fylgir. Sá embættismaður utanríkisráðuneytisins sem hefur titilinn aðalsamningamaður virðist telja að það sé ákafamanna um inngöngu, hans sjálfs og annarra töskubera Össurar Skarphéðinssonar, að laga þau markmið í hendi sinni eftir því sem sam- tölum miðar fram. Með öðrum orðum að fella samningsmarkmiðin, sem fyrir átta árum áttu að vera forsendur alls, að því sem kommissörunum hinum megin við borðið hentar. Öll er þessi fram- ganga forkastanleg, óheiðarleg og umboðslaus. En ferill Samfylkingarinnar í málinu og ömurleg svik VG, sem eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri stjórn- málasögu, benda ekki til að skrípaleiknum verði hætt á næstunni. Því mun þjóðin að lokum taka í taumana með eftirminnilegum hætti, eins og hún hefur þegar gert tvisvar vegna svikullar fram- göngu þeirra sem gæta áttu hagsmuna hennar í Icesavesamningunum. En þá verður búið að eyða dýrmætum tíma sem var svo nauðsynlegt að nýta í annað og hafa af henni mikla fjármuni og ekki þarf að nefna hvernig farið hefur verið með sæmd þjóðarinnar af augljósum ástæðum. Gæsarungar í Fjölskyldugarðinum. Morgunblaðið/Ómar hugann?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.