SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 27
17. júlí 2011 27 vélunum sterkum böndum. Átti fólk sína uppáhaldstegund sem það hélt jafnvel tryggð við alla tíð? „Já, það hefur alltaf verið, alveg eins og með bíla. Menn tengjast vélunum tilfinn- ingaböndum. Ég verð var við það hér vegna þess að það eru margir sem eru að leita að traktornum sínum, sem var heima hjá þeim, og vilja eignast hann til að gera hann upp eða bara eiga hann. Þeir hafa samsamað sig þess- um vélum og persónugert þær að einhverju marki og eru þess vegna núna, með rúman tíma og sæmileg peningaráð, að leggja í það að eignast þess vél. En hvernig var það með Ferguson og Far- malinn, var verið að flytja vélarnar inn á sama tíma? Þessir rauðu, Farmalarnir, koma þarna 1942 og fram til 1948-49 en 1949 kemur Ferguson og miklar tæknilegar nýjungar með honum sem gerðu Farmalinn gamaldags á einni nóttu þótt margir héldu áfram að nota hann af því að þeir áttu hann. Ferguson hafði tæknilega yfirburði sem ekki verður neitað. Er Farmallinn enn í notkun í einhverri mynd? „Það eru til þónokkrir sem eru í notkun enn þá og margir sem eru í nothæfu standi. Já, já. Sérstaklega sú tegund sem heitir Farmall Cub, þeir eru töluvert margir til og það eru margir sem eru að leita að þeim núna. Þessar vélar sem notaðar eru í dag eru væntanlega eitthvað allt annað en gömlu traktorarnir? Þetta eru á annað hundrað hestöfl sem menn eru með og eru í rauninni meir- háttar vinnuvélar. Fyrir utan það er vinnuaðstaða orðin allt, allt önnur. Ör- yggi manna er meira og það er hugsað um sæti og bak og útsýni. Það er gert ráð fyrir því að menn geti unnið í þessu alla daga og allar nætur ef þeir svo vilja en ekki bara í björtu um takmarkaðan tíma eins og áður var. Það verður að athuga að gömlu trakt- orarnir eru upprunalega bara bandarísk akuryrkjutæki í frumgerð sinni en síðan eru þau að fara upp á íslenskar heiðar, upp í móa hér og mýri og þeim er beitt á aðstæður sem eru ákafleg framandi. Þá getur maður svo sem þakkað guði sínum fyrir að ekki hafi orðið fleiri slys. Eins og þú nefndir áðan þá voru bændir uppfinn- ingasamir og þeir löguðu vélarnar að að- stæðum sínum. Ég segi frá því á einum stað í bókinni þegar að frændi minn og nágranni tók keðju af reiðhjóli, hengdi hana aftan í Farmalinn og tengdi við hakkavél móður sinnar sem síðan lét Farmalinn í gang og hann hakkaði bara kjötið rólega. Strák- urinn þurfti ekkert að vera að snúa hakkavélinni. Þetta er dæmi um hugvit manna sem fékk útrás þegar þeir fengu nýja tækni.“ Sögunni haldið til haga Nú er heilmikið af dráttarvélum til sýnis á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Hvernig tekst að gera þessum merku vinnuvélum skil? „Bækurnar eru náttúrlega hugsaðar sem hluti af þessu þannig að þetta á að spila saman. Hér á safninu er þó reynt að gera sögu þeirra skil með stuttum ævi- minningum og safnið leggur áherslu á að finna verkfærin sem fylgdu því traktor einn og sér er kannski ekkert ógurlega merkilegur, það eru verkfærin sem gera hann færan um að vinna ákveðin störf og það er það sem skiptir máli. Við erum því kannski fyrst og fremst að halda sögunni til haga í kringum tækin. Það eru fjölmargir sem gera tækjunum skil og safna þeim og við erum ekkert í kappi við þá. Við viljum hinsvegar varðveita söguna og það var mín hugmynd með þessum bókum að þar gæti maður komið henni fyrir á einum stað sem bæði vekti áhuga og gæti kannski frætt einhverja en sem fyrst og fremst drægi fram mikilvægi þess sem þarna er um að ræða. Núna eru bækurnar orðnar tvær, finnst þér þú vera búinn að gera sögunni skil? „Það er svo sem aldrei búið að gera þeim kafla full skil en liggi á bak við það spurn- ingin hvort ég bæti við einni enn þá held ég að það sé nær útilokað. Það yrði svo mikil endurtekning á ýmsu öðru með allri virð- ingu fyrir þeim tegundum sem þar eru. Það yrði svo mikil stögun að maður er ekki að misnota góðsemi lesenda með þeim hætti,“ segir Bjarni á Hvanneyri. Bjarni Guðmundsson höfundur bókarinnar og aðalkennari í bútækni við Landbúnaðarháskólann. Nemendur á fyrsta traktoranámskeiðinu sem haldið var hérlendis, vorið 1930. Þeir lærðu á IHC 10-20, sem þá voru nýkomnir til landsins.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.