SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 39
17. júlí 2011 39
E
rtu að leita að einhverju spennandi að gera um
helgina? Því ekki að láta undan holdlegum löngunum
og … knúsast? Um þúsund pör frá fimm löndum tóku
þátt í rannsókn sem nýlega var gerð við The Kinsey
Institute við Indiana University en hún leiddi í ljós að knús og
kelerí eru afar mikilvæg. Fyrir karlmennina.
Þú last það rétt. Þrátt fyrir að konur hafi löngum verið út-
hrópaðar sem rómantískara kynið
sýna rannsóknir að það eru karl-
mennirnir sem þykir snerting, koss-
ar og knús mikilvæg hamingjusömu
sambandi. Einnig segjast fleiri karl-
menn en konur vera hamingjusamir
í sambandinu, sem er sérstaklega at-
hyglisvert í ljósi þess að fleiri konur
en karlar segjast fá kynferðislega
fullnægju sína. (Þetta átti sérstaklega
við hjá konum sem höfðu verið í
lengur en 15 ár í sambandinu.)
Þessar niðurstöður vekja spurningar um hefðbundin kyn-
hlutverk en samkvæmt þeim er kynlífið mikilvægara karlinum
en ástin konunni. Karlmenn, samkvæmt þessari hefð, gefa að-
eins snertingu og ástúð til þess að táldraga og fá kynlíf. En
rannsóknir á ýmsum sviðum gefa reglulega til kynna að karl-
menn séu rómantískara kynið:
Kannanir sýna að karlmenn geta aðskilið ást og kynlíf en
þeir upplifa mesta erótík þegar þeir eru í sambandi. Það eru til-
finningarnar sem gera kynlífið sérstakt.
Karlmenn hafa rómantískari hugmyndir um samskipti
kynjanna en konur.
Karlmenn eru venjulega fljótari að verða ástfangnir en
konur. Rannsóknir hafa sýnt fram á virkari heilastarfsemi hjá
körlum í þeim hluta heilans sem vinnur úr sjónrænni skynjun,
sem gæti aukið þann eiginleika karla að verða ástfangnir og út-
skýrt af hverju þeir verða almennt ástfangnir á undan kon-
unum.
Karlmenn reyna venjulega lengur en konur að halda glóð-
inni í kulnandi ást, t.d. fremja þrefalt fleiri karlar en konur
sjálfsmorð eftir að ástarsamband hefur endað illa.
Jafnvel þótt þeir vilji ekki alltaf gangast við því, þá þrá margir
karlmenn að fá reglulega ástúð og umhyggju frá makanum.
Ráðgjafar, kennarar, meðferðaraðilar, makar og allir þeir sem
eru áhugasamir um að rækta hamingjusöm sambönd gerðu vel í
því að viðurkenna og styðja þörf karlmannsins fyrir snertingu
og nánd.
Því ekki að láta undan holdlegum löngunum og … knúsast?
Reuters
Kannski eru
karlmenn róm-
antískara kynið
’
Það eru
tilfinning-
arnar sem
gera kynlífið
sérstakt.
Kynfræð-
ingurinn
Yvonne Kristín
Fulbright
undir þeirra merkjum í júlí 1984 voru fundarmenn „á einu máli um að
skera þyrfti upp herör meðal borgarbúa til verndunar gamalla verð-
mætra húsa. Bent var á mörg lýsandi dæmi í nágrenni við Fjalaköttinn
um gömul hús sem gerð hafa verið upp og eru nú borgarprýði,“ sagði í
Morgunblaðinu 28. júlí 1984.
Verndun og endurbygging gamalla húsa hafa löngum kallað á sterk
viðbrögð. Lítill neisti hefur stundum orðið að stóru báli og hús sem
fara undir jarðýtutönn eða slaghamarinn er settur á eru gjarnan grátin.
Sumum finnst það merki um skammsýni að t.d. braggabyggðir breska
hersins sem hér voru reistar í síðari heimsstyrjöldinni skuli hafa verið
rifnar að öllu, en eftir stríðið áttu hundruð ef ekki þúsundir Reykvík-
inga þar sinn samastað.
Af seinni tíma málum má nefna endurbyggingu húsanna neðst á
Laugavegi, en um hana voru skiptar skoðanir í fyrstu enda þótt flestir
séu nú sammála um að hún sé borgarprýði, rétt eins og endurreisn
bygginga á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Húsin þar sem voru ein
þau elstu í borginni brunnu á síðasta degi vetrar 2007 og voru glóð-
irnar ekki kulnaðar þegar ákveðið var að endurreisa þau.
„Sú stefna að varðveita eða gera upp elstu hús borgarinnar tel ég að
hafi gefist vel,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri
Miðborgarinnar okkar, í viðtali við Morgunblaðið fyrr á þessu ári.
Þessa stefnu segir hann skapa Reykjavík sérstöðu og sé það vel. Í höf-
uðborgum ýmissa nágrannalanda hafi eldri hús einatt orðið að víkja
fyrir sviplitlum nýbyggingum í nútímastíl og fyrir vikið hafi þær glat-
að lit og sérstöðu.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Ekki þótti það
vandað að
smíði til og var
því oft nefnt Fjala-
kötturinn.
Jakob Frímann
Magnússon
nafni í annarri mynd. Það finnst mér ekki áhuga-
vert,“ sagði hann nýverið við Interview.
„En á ákveðinn hátt er ég alltaf að leika sjálfan
mig, bara eftir mismunandi leiðum. Ef ég les hand-
rit og tengi ekki við karakterinn, ef ég finn ekki
persónuna í hjarta mínu, þá mun ég ekki standa
mig vel,“ sagði hann líka við tímaritið og útskýrði
nánar hvernig hann veldi hlutverk.
„Það verður að vera eitthvað nýtt, eitthvað alveg
ferskt. Mig langar að vera allt að því ögrað þegar ég
legg af stað í slíkt ferðalag. Ekki beint hræddur, en
ég verð alltaf stressaður í byrjun og mér líkar það
vel. Það kemur mér í gang.“
Tvær kvikmyndir á þessu ári
Kvikmyndatilboðunum hefur enda rignt inn og
verða tvær myndir með honum í stóru hlutverki
frumsýndar á árinu. Þetta eru myndirnar Mel-
ancholia og Straw Dogs. Melancholia er nýjasta
mynd hins umdeilda leikstjóra Lars Von Trier, þar
sem Skarsgård leikur m.a. á móti Kirsten Dunst,
Charlotte Gainsbourg og Kiefer Sutherland. Í
Straw Dogs leikur hann hins vegar á móti kærust-
unni Kate Bosworth og verður spennandi að sjá
þau saman á skjánum. Loks má nefna Battleship,
sem verður frumsýnd á næsta ári en það ku vera
mikil hasarmynd enda er leikur hann aðal-
hlutverkið á móti naglanum Liam Neeson.
Northman er vel stæður eigandi næturklúbbsins Fangtasia í sjónvarpsþáttunum.
True Blood gerist í hitanum í Lo-
uisiana og eru margar senur
teknar upp á nóttunni, enda eru
vampírur í stóru hlutverki. Það
er líka kynlíf í þáttunum og flestir
leikararnir fara á einhverjum
tímapunkti úr fötunum.
Það er hægt að nota snjallsíma í
margt en hingað til hefur það að
opna flöskur ekki verið hluti af
notagildinu. Tveir Ástralir hafa
hannað hulstur á iPhone sem
hægt er að nota til þess að opna
flösku en hulstrið kalla þeir
„Opena“. Það er gert úr hörðu
plasti með upptakara sem skýst
út. Við hönnunina settu Chris Peters og Rob Ward sér
það takmark að gera hulstur sem skemmmir ekki
símann og setur ekki þrýsting á hann. Þeir segja nú
að sér hafi tekist þetta og búast við að setja þetta á
markað innan nokkurra vikna, samkvæmt frétt Reu-
ters.
Upptakari í símann
Viðskiptavinir vefsíðu raftækjafyr-
irtækisins Dick Smith í Nýja-
Sjálandi fengu svo sannarlega
óvæntan glaðning í vikunni en
tæknileg mistök ollu því að þeir
voru aðeins rukkaðir um sending-
arkostnað vörunnar. Fréttirnar
breiddust fljótt út á samskiptasíð-
unni Twitter og keyptu margir iPod,
tölvur og sjónvörp á þessu kostaboði, samkvæmt
frétt Reuters. Adam var þó ekki lengi í paradís. Fyr-
irtækið varð vart við villuna og lokaði síðunni og ætlar
ekki að gefa þessa dýru hluti. Þeim sem héldu að
þeir væru að fá ókeypis hluti verður hins vegar að öll-
um líkindum boðinn 10% afsláttur af vörunum.
Ókeypis raftæki