SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 35
17. júlí 2011 35 S tundum getur maður orðið svo ringlaður af reynslu að einmitt vegna hennar er maður síst til þess fallinn að gefa ráð. Ég var yfirmaður NATO- TV í Afganistan um tíma og einn fréttamaðurinn okkar hafði lent í harkalegum bardaga. Við létum tvo myndatökumenn fylgja herdeild- inni, því bjuggumst við látum og þeir lentu í miklu kúlnaregni. Hinn mynda- tökumaðurinn, sem var vinur okkar, fékk kúlu í höndina og var frá í nokkra mánuði. Staða okkar var reyndar áhugaverð hvað það varðar að ég dauðöfundaði þá og þeir mig. Mér fannst stórkostlegt að þeir væru í stöðu til að fá að geta þvælst um samfélagið og talað við bændur og búðareigendur, hitt allt það fólk sem þá lang- aði til að hitta og kynnast þjóðinni. Á meðan ég var fastur í einhverri yf- irmannastöðu og hitti aðeins yfirstéttina sem var sérkennileg blanda af vestræn- um Afgönum og heittrúar öfgamönnum. Persónulega held ég að það sé það versta sem geti hent blaðamann að fá stöðuhækkun. Ég gæti ekki óskað mér verri örlög. En það var galli á þeirra starfi að þeir lentu reglulega í bardögum, sem kom aldrei fyrir mig í Afganistan þótt það hefði gerst í Írak. En ég kveikti engan veginn á því að hann væri í sjokki yfir atburðunum. Í við- tali þar sem ég stóð yfir honum strax á eftir spurði hann um allt eins og hann hefði aldrei snert myndavél áður. Spurði mig um rammann, spurði mig um hæð- ina, sjónarhornið og það vantaði eiginlega bara upp á að hann spyrði mig um hvar on og off takkinn væri á vélinni. Hann var sá í liðinu sem var viðkvæmastur fyrir því þegar stjörnublaðamennirnir frá stóru fjölmiðlunum gerðu lítið úr starfi hans því hann ynni fyrir NATO. Væri ekki alvörublaðamaður. Hann hafði mikinn metnað, langaði til að ná langt sem blaðamaður. Ég var aðeins betri í ráðlegg- ingum þá, því ég sagði honum að nota bara þennan tíma til að búa til sem mest af tengslum og ef hann langaði yfir á einhvern annan fjölmiðil seinna gæti hann gert það, tengslin og traustið sem hann hefði búið til myndi ekki hverfa við það. Þegar hann væri síðan farinn að skúbba til hægri og vinstri gæti hann hlegið að hinum. En þarna fór hann að tala um hvað þetta hefði verið hrikalegt með allar þessar kúlur fljúgandi um og þegar þær hefðu hitt James og hann dottið niður þá hefði hann fengið áfall. Ég svaraði kaldranalega að já, þessar kúlur væru ekki fram- leiddar til að klappa fólki. Hann talaði um þá Afgana sem féllu og einn sem sæti eftir í huga hans, með brennt augað þar sem kúlan hafði komið inn í kúpuna og ég sagði að já, dáið fólk væri alltaf sjokkerandi fyrst, svo vendist það. Vá, maður fyllist eiginlega óhugnaði í dag yfir svo kaldranalegum svörum og á erfitt með að skilja að þau hafi komið frá manni sjálfum. Hann hafði leitað til mín með öll sín vandræði fram að þessu, en ég sá hann ekki aftur og hann hætti störfum skömmu seinna. Þessi lífshætta hafði verið hon- um um of og í ofanálag vann hann ekki hjá merkilegri fjölmiðli en NATO TV sem er ekki beint með útbreiðslu á við CNN. Ég held að mín svör eða óhjálplegheit hafi lítið haft með ákvörðun hans að gera en samt sé áhugavert að hugsa til þess hvað maður verður skrítinn í aðstæðum þar sem maður vill ekki hleypa einhverjum hugsunum eða tilfinningum að, maður lokar á þann möguleika. Maður lokar og læsir hluta af sjálfum sér niður í kistu og hendir henni á haf út. Úr kúlnaregninu í Afganistan Átakasvæði Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Við störf hjá NATO-TV þurfa fréttamennirnir stundum að fylgja hersveitum á vígvöllinn, þótt þeir séu oftast að greina frá daglegu lífi Afgana og fjalla um uppbyggingu og þró- unarvinnu NATO í landinu. Reuters erfiðasta ákvörðunin í ferðinni. Skynsemin sagði: Snúið við núna strax! Efsti hlutinn er verstur með mikilli lausamöl og brattri grjótskriðu. Það er betra að snúa við í tíma, en lenda í vandræðum og þurfa að óska eftir aðstoð. Það yrði leiðinlegur endir á spennandi fjall- göngu. Fólk mundi telja okkur heimsk að láta okkur detta þetta í hug og það á þessum aldri. En við nutum þess bæði að hafa þurft að taka ákvarðanir í gegnum lífið hvort á sínum stað. Á hraða snigilsins Hins vegar kitlaði það okkur auðvitað að komast á toppinn. Nú gerðum við nýja áætl- un, við gíruðum okkur niður í nánast hraða snigilsins og orkan var spöruð til hins ýtr- asta, tímamælirinn var þurrkaður út úr okkar minni. Við vorum skuggamegin í fjallinu það var okkur í hag. En þá skyndilega vorum við böðuð í sól- skini – við vorum kominn á tindinn. Nú sáum við ekki eftir því að hafa farið alla leið, útsýnið!!! Keilir sést víða að, sérstaklega af Faxa- flóasvæðinu. Þarna á toppnum blasti við okkur ótrúlegt útsýni allan hringinn og við fætur okkar var blómaþúfa. Ótrúlegt á þess- um stað í 379 metra hæð. Þarna voru tvær gestabækur sem við skrifuðum í og vorum mjög stolt af því. Á leiðinni til baka var notuð sama aðferð- in, gefa sér tíma og bara skref fyrir skref. Maður er þreyttur á leiðinni til baka, þá er auðvelt að reka tærnar í og fá slæma byltu. Þótt þetta hafi heppnast hjá okkur við bestu skilyrði, viljum við taka fram að þetta er mjög erfið ganga fyrir alla – á hvaða aldri sem er.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.