SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 41
17. júlí 2011 41 LÁRÉTT 1. Kraft borðaði Sláturfélagið berlega fyrir Alí vegna sölumanns með sérstaka vöru. (10) 4. Ílát lokkir fram fyrir þá með skerðingu. (8) 9. Stóð herra hjá okkur með hest? (9) 11. Maki fær súr með tónlist. (7) 12. Í túr kýs einfaldlega að finna gimsteinn. (6) 15. Regína flækist í erlendu landi. (7) 17. Kverk á spilaþraut finnst í Hafnarfirði. (10) 18. Lokaorð nema eru öfugsnúin. (4) 19. Spegill færir miðherja aspas. (8) 22. Sé kind sem flýr einfaldlega elskulegan. (8) 24. Lést mín þegar að ein sýndi ráðríki. (10) 27. Beinskeyttar í badminton með eitt raðað öfugt. (11) 29. Eftir 1009 túra fæst lyf. (7) 30. Nakin er hálshöggvin fyrir að vera ekki með höf- uðfat. (9) 32. Höfuðáhaldið fyrir þann sem fæðist í yfirsétt? (10) 33. Sleip fær ferð hjá þeim sem eru ekki fullar. (6) 34. Gamalmenni fyrir list heyfist. (8) 37. Hestur með gráðu fær stöðu í hernum. (5) 38. Svartir með talíur. (7) 39. Á skap að verða það sem er meðfætt. (7) LÓÐRÉTT 1. Gaf að lokum skakkar til einangraðra. (10) 2. Múrsteinshús án múrsins verða sölustaður fyrir drykk. (5) 3. Band fær ryk frá háðskum manni. (8) 5. Fyrsti lúðinn er að sögn með vingjarnleikann (6) 6. Erlendur konungur Landsbankans er fyrir sam- jöfnun. (6) 7. Egypskur guð og Dísa kunna að meta grænmeti. (6) 8. Áhald fyrir grænmeti er prik sem dansað er í kring- um. (8) 10. Það sem tveir og tveir drengir framkvæma? (9) 13. Sjá herra Einar ná að þvo. (7) 14. Í asnaskap pels í Nonnabúð nægir fyrir drykk. (8) 16. Sjá í stóru herbergi ofn sem býr til klakahaf. (6) 20. Þjáning taflmanns verður að heiðursmerki. (12) 21. Kann að meta háa byggingu með ópi þrátt fyrir að hún sé skemmd. (8) 23. Regintröllið missir engill út af bókum í seríu. (6) 25. Guð fór frá síglöðum út af klakamulningi. (5) 26. Hrærir bjór vegna amerísks gosdrykks. (7) 28. Tóm þjálfi vegn peninga. (6) 31. Fall egypsks guðs færir okkur dínamó. (6) 33. Hraðskák er á mörkum þess að vera erfiðleikar. (4) 35. Kraup fyrir monti. (4) 36. Hreyfð vegna ástands vega. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 17. júlí rennur út 21. júlí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 24. júlí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafar krossgátunnar 10. júlí eru Kristín Hannesdóttir og Sigrún Helgadóttir, Sól- heimum 42, Reykjavík, og hljóta þær að launum bókina Fimbulvetur eftir Lee Child. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Þótt skákhreyfingin hafi um margra ára skeið getað státað af aðgengilegri og upplýsandi heimasíðu hefur reynst erfitt að fylla það skarð sem Jóhann Þór- ir Jónsson útgefandi tímaritsins Skákar skildi eftir sig þegar hann féll frá árið 1999. Skák- sambandsmenn hafa verið að kanna hugi manna varðandi út- gáfu skáktímarits og viðbrögðin verið góð en betur má ef duga skal. Saga slíkrar útgáfu er merk en þó oft þyrnum stráð. Daniel Willard Fiske gaf út og lét prenta í Flórens á Ítalíu fyrsta íslenska skáktímaritið, Í uppnámi, en það kom út árin 1901-1902. Það er ekki ósenni- legt að með útgáfustarfi sínu, bóka- og handritagjöfum hafi Fiske lagt grunninn að vinsæld- um skákarinnar hér á landi og fræðilegri nálgun bestu skák- manna þjóðarinnar. Nób- elsskáldið Halldór Laxness býsnaðist einhverju sinni yfir því að ýmis stórvirki heims- bókmenntanna, t.d. Ódysseifur eftir James Joyce, virtust með öllu hafa skotist fram hjá koll- egum sínum í rithöfundastétt. Þessu væru hinsvegar öfugt far- ið með íslenska skákmenn sem fylgdust vel með því sem fram kæmi á alþjóðavettvangi. Eftir daga Fiske sýndu Akur- eyringar mikið frumkvæði á sviði útgáfu en Íslenskt skák- blað gáfu þeir út þegar árið 1925. Arftaki þess „Skákblaðið“ kom fyrst út árið 1934 en „Nýja skákblaðinu“ var ritstýrt af ungum skákmönnum, Óla Valdimarssyni og Sturlu Péturs- syni á fimmta áratugnum. Tímaritið Skák hefur reynst langlífast allra íslenskra skák- tímarita en það hóf göngu sína árið 1947. Hlé var gert á útgáfu þess í kringum 1950 en það ár hófu þeir Sveinn Kristinsson og Þórir Ólafsson útgáfu Skákrits- ins sem kom út frá 1950 til 1953. Árið 1954 tók Birgir Sigurðs- son aftur upp þráðinn með Tímaritið Skák og var útgefandi og ritstjóri þess fram til 1962 eða þar til Jóhann Þórir Jónsson kom að útgáfunni ásamt fleiri góðum mönnum. Upphafs- maður Reykjavíkurskákmót- anna, Jóhann Þórir, var stór- huga maður og lét sig ekki muna um að gefa út mótsblað heimsmeistaraeinvígisins árið 1972 á íslensku, ensku og rúss- nesku. Jóhann hafði sambönd á ótrúlegustu stöðum og það kom fram í fjölbreyttri flóru auglýs- inga og styrktarlína í blaðinu. Skáktímarit á öllum tímum eru yfirleitt góð heimild um helstu afrek, og þeim tekst þeg- ar best lætur að bregða upp mynd af skákiðkun Íslendinga, staðháttum og tíðaranda, sbr. frásögn Skákritsins af viðureign tveggja vina í Þingholtunum ár- ið 1953: „KRÓKUR Á MÓTI BRAGÐI Geir Ólafsson, Skólavörðu- stíg 19, sat dag nokkurn að tafli. Andstæðingur hans var þekktur fyrsta fl. maður. Eftir 21. leik Geirs (sem lék hvítu) kom upp eftirfarandi staða: -sjá stöðumynd - Svartur lék nú 21. – cxd4, sem lítur vel út, þar sem hann hótar máti í öðrum leik. En sér grefur gröf, þótt grafi. Þó að hrókurinn sé friðhelgur í augnablikinu, eru ráð til að svipta hann helgi sinni. En það krefst mikillar fórnfýsi. Les- endur ættu að athuga stöðuna vel, áður en þeir halda lengra áfram og reyna að finna lausnina. Geir lék 22. Dxf7+!! Bxf7 23. Hxc8+ og mát í næsta leik. Lokin eru einkar falleg, og skiptir ekki máli í því sam- bandi, þó að hvítur geti einnig unnið með 22. Rc4 og síðan Rd6. Sjálfsagt hefði ýmsum sézt yfir fórnina í hratt tefldri skák, þótt æfðari skákmenn væru en Geir.“ Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skáktímarit á Íslandi Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.