SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Side 6
6 14. ágúst 2011
Skoðanir eru enn skiptar um Berlínarmúrinn í Þýska-
landi og ekki sjá allir í honum tákn kúgunar. Vinstri-
flokkurinn, Die Linke, sem er afsprengi sósíalíska
einingarflokksins, sem fór með völd í Austur-
Þýskalandi, hugðist koma saman á 50 ára afmæli
múrsins í Mecklenburg-Vorpommern og ræða tillögu
nokkurra félaga um að flokkurinn lýsi yfir því að það
hafi verið „óumflýjanleg nauðsyn“ að reisa múrinn.
Þessi tillaga sprettur ekki úr tómarúmi. Sam-
kvæmt skoðanakönnun, sem birtist í dagblaðinu
Berliner Zeitung, eru 75% stuðningsmanna flokksins
þeirrar hyggju að múrinn hafi verið réttlætanlegur
eða að hluta réttlætanlegur. Könnun stofnunarinnar
Emnid sýndi að 23% íbúa í austurhluta Þýskalands
telja að betur væri komið fyrir þeim stæði múrinn
enn. 25% íbúa í vesturhluta landsins eru sama sinn-
is. Ástæðurnar eru hins vegar ólíkar. Atvinnuleysi er
mun meira í austrinu en í vestrinu og þegar múrinn
féll yfirgáfu margir hæfustu einstaklingarnir austrið
og sneru ekki aftur. Í austrinu telja margir að þeir
hefðu notið meiri lífsgæða hefði Austur-Þýskaland
haldið velli, á meðan margir vestanmegin líta svo á
að sameiningin hafi verið fjárhagsleg byrði.
Sakna múrsins
Minnisvarði um Berlínarmúrinn með myndum af fólki,
sem lét lífið við að reyna að flýja yfir múrinn.
Reuters
D
ie Mauer Weg,“ stóð á grárri stein-
steypunni og skammt frá hafði verið
máluð mynd af dyrum, sem úr fjarlægð
voru það raunverulegar að hægð-
arleikur virtist að opna þær. Árið er 1981. Fyrir
strákhvolp nýskriðinn úr menntaskóla var þetta
mannvirki bólusetning við stjórnarfarinu handan
þess. Berlínarmúrinn hafði þá staðið í 20 ár og ekk-
ert virtist geta haggað honum. Átta árum síðar var
hann fallinn.
Múrinn var tákn um gjaldþrota þjóðfélagsskipan.
Á milli 1945 og 1961 höfðu um 2,5 milljónir manna
flúið frá austri til vesturs. Þrjú þúsund manns flúðu
á dag. Austur-Þýskalandi var að blæða út. 13. ágúst
1961 bundu austurþýsk stjórnvöld enda á fólks-
flóttann. Þau kölluðu mannvirkið „andfasískan
skjólvegg“. 17 milljónir manna voru lokaðar inni.
Það krafðist talsverðrar hugmyndafræðilegrar
leikfimi að réttlæta múrinn. Hann gekk eins og
fleygur í gegnum Berlín og umhverfis vesturhluta
borgarinnar, þvert á götur og í gegnum hús, 155
kílómetrar alls. Hægt var að láta fyrirberast í borg-
inni án þess að hafa múrinn stöðugt fyrir augum, en
hann hvarf ekki úr kollinum á manni við það. Múr-
inn var vitnisburður um kalda stríðið milli austurs
og vesturs og sundraði fjölskyldum og vinum.
Að minnsta kosti 136 manns létu lífið við að reyna
að flýja yfir. Fyrsta fórnarlambið hét Günter Litfin.
Hann var skotinn í hálsinn 24. ágúst 1961 og
drukknaði þar sem hann var að reyna að synda milli
Austur- og Vestur-Berlínar.
Þegar múrinn féll 1989 var eins og lífið lægi við að
fjarlægja öll ummerki um hann. „Hvar var múr-
inn?“ spyrja ferðalangar, sem nú koma til Berlínar,
og þeir geta ýmislegt gert vilji þeir sjá hvernig Berl-
ín var á árum áður, þótt deila megi um myndina
sem þeir fá. André Prager ólst upp í Austur-
Þýskalandi. Nú er hann með 120 Trabant-bifreiðar
á sínum snærum og býður upp á „Trabi-Safari“,
afturhvarf til Austur-Þýskalands þar sem þátttak-
endur þurfa að ganga í gegnum umferðareftirlit al-
þýðulögreglunnar og eru neyddir til að skipta
gjaldeyri í austurþýsk mörk.
Við Brandenborgarhliðið og gömlu landamæra-
stöðina Checkpoint Charlie klæðir ungt fólk sig í
austurþýska einkennisbúninga og býðst til að láta
mynda sig með ferðamönnum gegn gjaldi.
Við Checkpoint Charlie er samnefnt safn, þar sem
gestir streyma í gegn og geta til hvaða örþrifaráða
fólk var tilbúið að grípa til að flýja og hvernig aust-
urþýsk yfirvöld reyndu að loka fyrir allar leiðir,
jafnvel þótt ljóst væri að það myndi kosta mannslíf.
865 þúsund manns fara um safnið á ári.
Ef einhver borg getur kallast deigla 20. aldarinnar
er það Berlín og sagan trekkir. Fyrir fimmtán árum
heimsóttu sex hundruð þúsund manns sögulega
minnisvarða og söfn í borginni. Nú er talan komin
upp í 5,5 milljónir. Berlín hefur tekið fram úr Róm í
ferðamennsku og farið er að kalla borgina Disn-
eyland kalda stríðsins. Mörgum finnst sú útgáfa,
sem blasir við ferðamönnum af fortíðinni, heldur
léttvæg og vanvirðing gagnvart fórnarlömbunum.
Sumir vilja láta banna fólki að klæða sig upp eins og
austurþýskir landamæraverðir með sama hætti og
bannað er að flíka merkjum nasista.
Markus Meckel, sem var síðasti utanríkisráðherra
Austur-Þýskalands og er nú í flokki sósíal-
demókrata, SPD, er einn þeirra, sem vilja reisa nýtt
safn vegna þess að alþjóðlegri merkingu múrsins
séu ekki gerð viðeigandi skil í höfuðborginni. Stjórn
Angelu Merkel, sem er frá Austur-Þýskalandi, hef-
ur ekki veitt þeirri hugmynd brautargengi. Hvað
sem því líður eru flestir sammála um að Þjóðverjar
hafi verið of ákafir í að fjarlægja öll ummerki múrs-
ins á sínum tíma.
Brandenborgarhliðið í miðri Berlín fyrir og eftir múr.
Reuters
Skemmtigarður
kalda stríðsins
Hálf öld liðin frá því að Berlín-
armúrinn var reistur
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Philipp Rössler, fjármálaráðherra Þýskalands, og
Hans-Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, lögðu á föstudag blómsveig við minnisvarða
um Günter Litfin, fyrsta fórnarlamb Berlínarmúrsins.
Reuters
„Sú ásökun hefur verið sett fram að of
mikið af múrnum hafi verið rifið niður.
Ferðamenn kunna að líta þannig á, en
á sínum tíma vorum við bara svo ham-
ingjusöm að múrinn væri fallinn að við
gátum ekki beðið eftir að gröfustjór-
arnir kæmu og losuðu okkur við þetta,
þennan hlut, sem orsakaði svo mikla
eymd í þessari borg, sundraði fjöl-
skyldum, heimtaði svo mörg fórn-
arlömb og olli slíkri þjáningu. En
kannski hefði átt að skilja meira eftir
til að sýna hrylling skiptingarinnar í
raun.“
Klaus Wowereit, borgarstjóri
Berlínar, í liðinni viku. Klaus Wowereit
Reuters
Gátum ekki beðið