SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 10
10 14. ágúst 2011
H
vort kom á undan eggið eða hænan? Það er spurning
sem margir hafa velt fyrir sér. Hvort kom á undan
skattpíning Steingríms J. fjármálaráðherra eða stór-
aukin skattsvik borgara, þannig að hér er orðið til öfl-
ugt svart hagkerfi? Það er líka spurning sem margir velta fyrir sér.
Í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins var áhugaverð úttekt á bls. 12
um breytingar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar, þar sem
meginniðurstaðan var sú að þrettán nýir skattar hafa verið lagðir á í
tíð ríkisstjórnarinnar og aðrir hækkað, frá 4% allt upp í 586%.
Skelfileg lesning!
Ekki er þar með allt upp talið sem prýða má afrek ríkisstjórn-
arinnar í aukinni skattpíningu, því fyrirhugaðir eru auknir banka-
skattar, orkuskattar og stórfelld
hækkun auðlindagjalds. Það sér
ekkert fyrir endann á því hvar
stjórnvöld ætla næst að drepa
niður fæti til þess að auka enn á
skattpíningu okkar, sem á ann-
að borð borgum skatta.
En er skattpíning stjórnvalda
einhver afsökun fyrir því að æ
fleiri virðast kjósa að stunda
svarta atvinnustarfsemi og
koma sér þannig hjá því að
greiða til samfélagsins hluta
tekna sinna, sem eiga að standa
undir sameiginlegum rekstri
okkar? Ýmsir, ekki síst þeir sem
halda úti vefnum Andríki og
fleiri, virðast líta á skattsvik
sem sjálfsagða og eðlilega sjálfs-
bjargarviðleitni hjá ofurskatt-
píndum einstaklingum.
Ég er þessum sjónarmiðum
ósammála, því það á enginn
vinnandi maður rétt á því að
stela sér fari í samfélagslegu lestinni með því að láta borgandi far-
þega greiða farið fyrir sig líka. Svarta hagkerfið hefur augljóslega
vaxið mjög frá hruni. Skýrasta sönnun þess er stóraukið magn pen-
inga í umferð, því svört atvinnustarfsemi er jú einu sinni þannig að
svikarinn (þjófurinn) vill fá greitt í reiðufé og sá sem kaupir svarta
vinnu tekur þátt í stuldinum frá okkur hinum með því að greiða
fyrir nótulaus viðskipti í reiðufé.
Þjófurinn og þjófsnauturinn eru á sama siðferðisstiginu og þótt
ég teljist seint til stuðningsmanna sívaxandi eftirlitsiðnaðar hins
opinbera, þá vildi ég gjarnan sjá það gerast, að þjófarnir og þjófs-
nautarnir væru gómaðir og látnir greiða svik sín dýru verði.
Ef þeir sem stunda svarta atvinnustarfsemi væru afhjúpaðir og
látnir greiða margfaldar sektir fyrir brot sín þyrftum við hin, sem
greiðum alla okkar skatta og skyldur, bæði einstaklingar og fyr-
irtæki, ekki að borga jafnmikið til hins opinbera og við gerum.
Það er því bæði réttlætis- og sanngirnismál að þeir sem svíkjast
undan því að taka þátt í sameiginlegum rekstri ríkisins, rekstri
heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, samgöngukerfisins, velferð-
arkerfisins, fái að finna til tevatnsins, ef þeir á annað borð eru
staðnir að svikum. Þannig bötnuðu vonandi lífskjör löghlýðinna
borgara þessa lands, svo fremi sem stjórnvöld gættu þess að nota
auknar skatttekjur á skynsamlegan hátt (fyrir því er því miður
engin trygging) og reyna um leið að draga úr ríkisumsvifum.
En hverjir eru jafnvel enn ljótari blettur á okkar litla þjóðfélagi en
þeir sem tilheyra svarta hagkerfinu? Jú, það eru þeir sem eru svo
forhertir í græðgi sinni og aumingjaskap, að þeir stunda svarta
vinnu og komast þar með hjá því að greiða skatta og bæta svo gráu
ofan á svart með því að svíkja út atvinnuleysisbætur. Er hægt að
leggjast öllu lægra?!
Hér er um tvöfaldan þjófnað að ræða frá okkur, íslenskum skatt-
greiðendum. Fyrst er stolið frá okkur því sem ætti að greiðast í rík-
issjóð í formi skatta og svo eru atvinnuleysisbætur sviknar út í of-
análag; bætur sem greiddar eru út fyrir tilstuðlan okkar, sem á
annað borð greiðum skatta.
Steingrímur J. hefur fyrir margt löngu aflað sér nafnbótarinnar
„Skattmann“, en forveri hans á stól fjármálaráðherra og fyrrver-
andi flokksbróðir í Alþýðubandalaginu sáluga, Ólafur Ragnar
Grímsson, var fljótur í fjármálaráðherratíð sinni 1988-1991 að
ávinna sér þá nafnbót. Hann átti nafnbótina fyllilega skilið, en
Steingrímur J. hefur toppað hann í skattpíningu fyrir löngu.
Skattpíning
og skattsvik
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Steingrímur J.
Sigfússon
Ólafur Ragnar
Grímsson
’
Fyrst er stolið
frá okkur því
sem ætti að
greiðast í ríkissjóð í
formi skatta og svo
eru atvinnuleys-
isbætur sviknar út í
ofanálag
9:00 Vakna á gistiheimilinu
Gunnarshólma þar sem ég er
stödd í hestaferð ásamt stór-
skemmtilegum vinkvennahópi.
Að öllu jöfnu væri ég mætt í
vinnuna klukkan 8:00, með
sjúklingamóttöku fyrir hádegi á
Landspítala og aðgerðir eftir
hádegi á stofunni í Glæsibæ.
Þetta er sem sagt óvenjulegur
dagur og lofar virkilega góðu.
Veðrið glimrandi gott og fé-
lagsskapurinn frábær. Erum að-
eins rámar eftir sönginn í gær-
kvöldi en mjög spenntar að
komast aftur á bak. Fáum ljúf-
fengt morgunverðarhlaðborð
hjá húsfreyjunni og smyrjum
okkur nesti fyrir daginn.
11:00 Tökum nokkrar góðar
teygjur á hlaðinu undir stjórn
Beggu Rist, sem er dásamlegi
fararstjórinn okkar frá Íslenska
hestinum. Eldrauðum varalit er
skellt á varirnar enda alvöru
dömur fram í fingurgóma og
kvenleikinn allsráðandi. Vink-
um húsráðendum um leið og
við ríðum úr hlaði, ég er ekki
mjög vön hestakona en finnst
ofboðslega gaman og hann
Freyfaxi sem mér er úthlutað í
dag er sannur herramaður og
gerir allt sem ég bið hann um.
Reiðleiðin liggur um Hólsheiði
og inn í Heiðmörk, afskaplega
fallegt umhverfi og veðrið gæti
ekki verið betra.
13:00 Áning við Elliðavatn,
nestið dregið upp og svo er flat-
magað í grasinu í bongóblíðu,
þær hörðustu kasta sér til sunds
í vatninu en ég læt nægja að
sleikja sólina á bakkanum.
17:00 Komnar á áfangastað.
Aðeins lúin en afskaplega
ánægð með lífið og tilveruna.
Við kveðjumst með virktum,
ákveðnar að fara í lengri ferð
næst. Líður eins og alvöru
hestamanneskju þegar ég kem
við í Melabúðinni á leiðinni
heim, í skítugum reiðbuxum og
heimaprjónuðu hestapeysunni
minni.
18:00 Hendi mér í sturtu,
finn dauða flugu í hægra auga.
Áhugavert. Börnin mín, Katla
og Sölvi, eru hjá pabba sínum
og því þarf ég ekki að hugsa um
neinn nema sjálfa mig og fæ
mér harðfisk í kvöldmat, kæm-
ist ekki upp með það ef þau
væru heima. Fletti dagblöð-
unum leiftursnöggt og bruna
svo upp í Grafarvog á æfingu
með sönghópnum Spectrum.
Við verðum með tvenna tón-
leika á Menningarnótt og því
þéttar æfingar þessa dagana.
Stjórnandinn okkar, hún Ingv-
eldur Ýr, er nokkuð ánægð með
okkur en boðar nýja æfingu eft-
ir tvo daga, á laugardags-
morgni! Ég er með kenningu og
hef þá staðföstu trú að við
raddaðan söng losni heilmikið
af hamingjuhormónum út í
blóðið, og eins og venjulega er
ég í skýjunum eftir söngæfingu.
22:00 Komin heim, hendi í
eina þvottavél og sest svo við þá
æsispennandi iðju að fara yfir
sænska skattframtalið. Þótt lið-
in séu þrjú ár frá því að ég flutti
heim frá Svíþjóð vilja Svíarnir
vita allt um mína hagi. Klóra
mér dágóða stund í hausnum
yfir þessu en ákveð síðan að það
geti beðið. Þessi yndislegi dagur
var of góður til að eyðileggja
með þessari leiðindaiðju í lokin.
Hreiðra um mig undir sæng
með bók en sofna á augabragði.
Vinnudagur framundan á
morgun og er hvíldarþurfi eftir
alla útivistina.
Dagur í lífi Sigríðar Sveinsdóttur háls-, nef- og eyrnalæknis
Á milli þess sem Sigríður kafar ofan í eyru og hálsa sjúklinga sinna fer hún á hestbak.
Dauð fluga í auganu
Það verða eldgos
víðar en á Íslandi.
Hér sést maður
taka ljósmynd af
eldgosi í eldfjall-
inu Etnu á Sikiley.
Etna er hæsta og
virkasta eldfjall
Evrópu.
Veröldin
Etna
spýr
eldi
Reuters