SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Síða 13

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Síða 13
14. ágúst 2011 13 I lmurinn er engin fantasía. „Ég áttaði mig á því hve langt er síðan ég fékk vöffl- ur síðast og bað því um vöfflujárn í jólagjöf,“ segir Elí Freysson, tæplega þrí- tugur Akureyringur, þar sem hann stendur í eldhúsinu, búinn að draga fram sultur og súkkulaðisósu. Blaðamaður nýtur góðs af og hámar í sig glóðvolgar, bragðgóðar og ilmandi vöfflurnar. Elí er tæplega þrítugur, lagermaður í Nettó og um það bil að verða rithöfundur með formlegum hætti. Hann hefur fengist við skrif í nærri áratug og árangur erfiðis- ins kemur senn í ljós. Von er á fyrstu bók hans á markað í haust. Forleggjarar fá mörg handrit í hendur en það er ekki á hverjum degi sem ókunnugur maður bankar upp á og segist vera með í fórum sínum handrit að þrem- ur doðröntum. Hvort hann vilji gefa þetta út. Tómas Hermannsson hjá Sögum fékk póst frá Elí. Þrjár langar fantasíusögur, vessgú. Blóðug fantasía Óhætt er að segja að byrjun fyrstu bókarinnar, Myrkurs hinna blindu, fangi lesand- ann. Að minnsta kosti undirritaðan. „Ef fantasía er íslenskt orð er þetta fantasía, já,“ svarar Elí aðspurður. „Þetta eru sögur fyrir unglinga og fullorðna, dálítið blóðugar, gerast í skálduðum heimi á mið- öldum. Þarna eru ófreskjur, galdrar, afturgöngur …“ Talandi um ímyndaðan heim og galdra. Er Harry Potter að einhverju leyti fyr- irmynd? „Nei. Ég hef aldrei lesið Harry Potter. Byrjaði á fyrstu bókinni en gafst upp. En myndirnar eru góðar.“ Elí segist ekki geta nefnt neitt eitt sem hafi veitt honum innblástur við skrifin. „Ég byrjaði bara að skrifa um heim þar sem ég gæti sagt þær sögur sem ég vildi og fjallað um þá karaktera sem ég vildi. Ég vil hafa algjörlega frjálsar hendur. Þetta varð til hægt og rólega og innblástur kom héðan og þaðan; úr bíómyndum, myndasögum, bókum.“ Mikilvægast að endurskrifa Hvers vegna fórstu að skrifa og hvenær byrjaðirðu á því? „Mig bara langaði að skrifa. Mér finnst gaman að láta ímyndunaraflið ráða ferð- inni. Það má segja að ég hafi byrjað að skrifa eftir að ég útskrifaðist úr VMA. Ég ákvað að fara ekki strax í háskóla því ég vissi ekki hvað ég vildi verða og hafði þá nógan tíma.“ Hef ímynd- unarafl og mikinn tíma Elí Freysson er með Asperger-heilkenni sem hann segir væga útgáfu af einhverfu. Hann kunni til að mynda ekki að eignast vini en Elí vantar þó ekki hugmyndaflug, á nokkrar fant- asíusögur í handriti og fyrsta bókin kemur út á haustdögum. Texti og ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Elí Freysson á Akureyri - verðandi rithöfundur. Fyrsta bókin sem hann skrifaði var fjölrituð þegar hann var átta ára.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.