SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Síða 19

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Síða 19
14. ágúst 2011 19 Langmest fer fyrir ræktun á hvítkáli í Garðyrkjustöð Sig- rúnar, sem Sigrún H. Pálsdóttir rekur ásamt manni sínum Þresti Jónssyni. En þau eru einnig með kínakál, spergilkál, blómkál og rauðkál, auk nokkurra fleiri tegunda sem fara helst á bændamarkaðinn. „En þunginn í okkar ræktun er hvítkál,“ segir Sigrún. Góð tíð undanfarið Þau segja að sumarið hafi verið erfitt framan af, kuldi og frost sem hamlaði uppskerunni og þurrkar í kjölfarið. „En svo hefur verið góð tíð undanfarið og þetta er allt að koma til,“ segir Sigrún. Spurður hvort lífsstílsbreyting hafi átt sér stað hjá Ís- lendingum hvað varðar neyslu grænmetis tekur Þröstur undir það. „Já, tvímælalaust. Ég heyri meira og meira af því að fólk vilji bara íslenska grænmetið. Það bíður eftir því að það komi í búðirnar, en þá kemst það ekki inn, því búðirnar flytja inn og vilja losna við það útlenda fyrst.“ Bara 90 daga sumar Og Sigrún segir að sér finnist vera gæðamunur á íslenska og erlenda grænmetinu. „Yfirleitt er það íslenska betra. Við notum miklu minna af varnarefnum af því að við erum með svo kalt sumar og því ekki eins mikið af vandamálum og þar sem loftslagið er heitara og ræktunarskilyrði betri.“ Þröstur tekur undir það: „Það er því ekki eins mikið af vandamálum í görðunum hjá okkur, en uppskeran er líka minni fyrir vikið út af kaldara loftslagi. Þetta er bara 90 daga sumar og öll okkar afbrigði miðast við það.“ Hvað rauðkálið varðar segja þau að það seljist nánast allt í desember fyrir jólin. „Obbinn af öllu rauðkáli fer þá,“ segir Sigrún. Svo grípur hún hníf og fer að sker nokkrar tegundir grænmetis ofan í blaðamann og ljósmyndara, þar á meðal grænkál og black nero, sem er einungis selt á bændamarkaðnum á Flúðum, en um liðna helgi var síðasta helgin sem hann var opinn. „Það er ljúffengt að léttsteikja það á pönnu eða nota það í salat,“ segir Sigrún og teygir sig í hvítkál. „Hvítkál er ekki sama og hvítkál,“ heldur hún áfram. „Sumar- hvítkálið er það besta sem þú færð, sætara og safaríkara. Það má nota hvítkál í meira en kjötsúpuna – steikt á pönnu er það algjört sælgæti. Þetta snýst bara um að nota hugmyndaflugið!“ Sigrún H. Pálsdóttir og Þröstur Jónsson í kálgarðinum. Snýst um hugmyndaflugið Ræktun á tómötum og gúrkum á Varmalæk er vist- væn, býflugur sjá um að frjóvga plönturnar, sem ræktaðar eru í vikri, og lífrænum vörnum er beitt á óværu. Þá eru gróðurhúsin hituð upp með hveravatni. Ragnheiður Karlsdóttir rekur stöðina ásamt manni sínum Smára Vignissyni og settu þau á markað í sumar í fyrsta skipti svonefnda bufftómata. Þeir vaxa á háum stæðunum sem blasa við þegar gengið er inn á kont- órinn, sem er minnsta gróðurhúsið í þessari þyrpingu gróðurhúsa. Bufftómatar kjötmeiri „Ég ákvað að prófa þetta,“ segir Ragnheiður og sker bufftómat í sneiðar til að leyfa blaðamanni og ljós- myndara að smakka. „Þetta er lítið gróðurhús og það hentar ágætlega undir tilraunir. Bragðið er ekki eins og af venjulegum tómötum, þeir eru kjötmeiri að inn- an og eru þar af leiðandi miklu betri.“ Og stærðin býður upp á ýmsa möguleika, ein sneið passar í hamborgarabrauðið, en þeir eru líka gómsætir í salat eða á grillið, jafnvel bakaðir í ofni með hakki eða annarri fyllingu. Áherslan er samt á venjulega tómata og vel má vera að ekki verði framhald á til- raunamennskunni, þar sem flókið er að rækta buff- tómata, og konfekttómatar taki við. „En maður sér til,“ segir Ragnheiður. Mikill bragðmunur Og hún segist finna fyrir því í sínu starfi að fólk vilji íslenskt grænmeti. Það ýtir undir það, að grænmetið er sérmerkt og því andlit á bak við vöruna. „Varma- lækur Flúðum, það er ég,“ segir hún brosandi. „Ég hugsa að fólk vilji vita það og þetta hefur verið merkt hverjum bæ í nokkurn tíma. En það er stutt síðan hægt varð að lesa sér til um framleiðendurna á netinu, íslenskt.is, þar sér fólk hver stendur á bak við nafnið.“ Mikill bragðmunur er á grænmeti eftir því hvaðan það kemur, að sögn Ragnheiðar. „Hver hefur sína sér- stöðu. Og íslenska grænmetið er náttúrlega miklu betra en þetta erlenda,“ fullyrðir hún og hlær. „Þetta erlenda er varla ætt. Ég segi það og stend við það – bragðið er ekki sambærilegt!“ Ragnheiður Karlsdóttir innan um plöntur með risatómötum. Býflugurnar og tómatarnir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.