SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 28

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 28
Særún varði mestum tíma á ljósmyndanámskeiðinu í að fylgjast með Reyni Pétri á Sólheimum. „Ég fylgd- ist með honum að störfum í gróðurhúsinu, þar sem hann vann meðal annars með tómatana, og svo í sundi eða göngutúr eftir að vinnudegi var lokið,“ segir hún. „Ég fékk tækifæri til að vera fluga á vegg og það var dásamlegt; hann er svo æðislegur, alltaf hress og í góðu skapi, syngjandi og spjallandi.“ Hún segir samfélagið á Sólheimum einstakt. „Ég frétti af því að það hefði verið vandamál með fjár- mögnun, en þau hefðu unnið dómsmál og það fannst mér gott. Maður fann það glöggt hversu fólki líður vel þar og það á að vera þannig.“ Og rætur Særúnar liggja líka á Sólheimum. „Ég bjó þar þangað til ég var tveggja ára, því mamma og pabbi unnu þar, og mér fannst því spes að koma þangað. Ég man ekkert eftir því. En Reynir Pétur var þar þegar ég var tveggja ára. Hann gekk í kringum Ísland í maí árið 1985 og ég fæddist í sama mánuði. Það fannst honum spennandi.“ Samstarfið gekk því vel við Reyni Pétur. „Það var svolítið fyndið þegar ég var að mynda hann í sund- lauginni. Þá var þar önnur kona og fylgdist með. Ég hafði ekkert kynnt mig eða af hverju ég væri þarna og þegar ég skrapp á klósettið heyrði ég að hún spurði svolítið hvasst: „Hvenær kemur Hanný konan þín?“ Þegar ég kom út aftur gætti ég þess að út- skýra af hverju ég var þarna,“ segir hún og hlær. „Mig langar aftur til Sólheima. Ef til vill mynda ég áfram Reyni Pétur, kannski fleira fólk.“ Fékk að vera fluga á vegg Ljósmynd/Særún Norén ’ Ég bjó [á Sól- heimum] þangað til ég var tveggja ára, því mamma og pabbi unnu þar, og mér fannst því spes að koma þangað. Ég man ekkert eftir því. En Reynir Pétur var þar þegar ég var tveggja ára. 28 14. ágúst 2011

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.