SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 33
14. ágúst 2011 33 Ég og Eyþór Ingi í gervi Magentu og Riff Raff í Rocky Horror á Ak- ureyri. B ryndís Ásmundsdóttir leikkona er Vest- urbæingur í húð og hár en hún fæddist í Reykjavík árið 1975. Hún gekk í Mela- skóla og fór svo yfir í Hagaskóla en eftir grunnskólagöngu flutti hún vestur á Ísafjörð. Þar var hún á heimavist um stund, eignaðist sinn fyrsta kærasta og byrjaði að búa. „Ég var ekki lengi í Menntaskólanum á Ísa- firði,“ segir Bryndís og flutti hún fljótlega suður aftur og fékk vinnu sem þjónn en var einnig að syngja í nokkur ár. „Þegar ég var 24 ára komst ég inn í Leiklistarskólann og eignaðist mitt fyrsta barn, hann Ása minn. Árið 2006 eignaðist ég svo Þór- dísi Freyju mína.“ Bryndís er nýflutt frá Akureyri til Reykjavíkur en hún bjó þar með börnin í tvö ár, meðal annars á meðan hún lék í Rocky Horror. „Núna er ég flutt í Vest- urbæinn og er alsæl. Ég stefni á frekara nám í Listaháskólanum til að næla mér í kennararétt- indi og halda svo áfram að syngja og skemmta,“ segir Bryndís hress. Þarna er ég á leið á spítalann að eignast mitt fyrsta barn soldið stressuð. Svipurinn hér er svolítið prakkaralegur. Ég þótti einstaklega þæg, róleg og góð, en þó er eins og ég sýni litla prakkarann í mér sem braust út seinna. Hér er ég alsæl þriggja ára með köku, mér þótti mjög gott að borða. Fallegu börnin mín, Ásmundur Atlason og Þórdís Freyja Atla- dóttir. Mér þykir mjög vænt um þessa mynd. Þarna er sonur minn að hlusta á systur sína í bumbunni, á hverjum degi á meðgöngunni gerði hann þetta, spjallaði við bumbubúann. Vesturbæing- ur í húð og hár Myndaalbúmið Hún er fyndin, skemmtileg og hress leikkona. Bryndís Ás- mundsdóttir opnar mynda- albúmið sitt fyrir okkur að þessu sinni. Þarna er ég að leika í „The Thunderbird Theatre“ í Branson Missouri í U.S.A árið 1996. Fór með aðalhlutverk í söngleiknum „Ragtime Lil and the Banjo Banjo show“. Ótrúlegur tími, aðeins 21 árs með aðal- hlutverk í söngleik þar sem sýningar voru 2 á dag 6 daga vikunnar, góður skóli fyrir mig og ótrúleg reynsla. Tók þátt í ungfrú Reykjavík og var kosin vin- sælasta stúlkan. Mjög sátt. Engillinn minn Ási, á Gay Pride.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.