SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 36
36 14. ágúst 2011
Baldvinsdóttur, forstöðumanns Ljós-
myndasafns Íslands á Þjóðminjasafni, og
hennar samstarfsfólks, en á safninu er
varðveitt stærsta safn sinnar tegundar á
landinu. Einnig hef ég fengið ljósmyndir
á Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar, en
þar er m.a. varðveitt merkilegt safn
Magnúsar Ólafssonar og safn Sveins
Þórðarsonar, sem myndaði húsin í
Reykjavík um eftir miðja 20. öld, en í það
hef ég leitað ef ekki finnast gamlar húsa-
myndir. Þú mátt koma því á framfæri við
lesendur að það væri afar vel þegið að fá
að taka eftirtökur af öllum þeim ljós-
myndum sem fólk á af gömlu húsunum í
Reykjavík, þannig að hægt verði að
varðveita þær í réttu samhengi í bók-
inni,“ segir Þorsteinn.
Bókin er heillandi verk en maður getur
ekki að því gert að velta fyrir sér hvað
það hefur verið gríðarlega mikil vinna að
gera þetta. Að finna andlitin og vekja þau
aftur til lífsins með sögum þeirra. Að-
spurður játar hann því. „Á löngum tíma
hef ég viðað að mér hvers kyns upplýs-
ingum um fólkið í Reykjavík um alda-
mótin 1900, farið í gegnum þúsundir af-
mælis- og minningargreina og efnistekið
þær bækur sem ég hef komist yfir og
fjalla að einhverju leyti um fólkið sem
byggði bæinn. Oftast hef ég svo leitað í
bækur Jóns Helgasonar biskups, Árna
Óla og Páls Líndals og margra annarra.
Víða fyrirfinnast í handriti frásagnir og
ýmsar upplýsingar hjá afkomendum um
fólkið sem byggði bæinn í byrjun 20.
aldar. Þegar um svo umfangsmikið verk-
efni er að ræða sem þetta verður athyglin
að vera nokkuð bundin verkefninu og
kemst fátt annað að, því maður verður
að setja sig á bólakaf inn í þann tíma sem
verið er að fjalla um. Það er rétt ályktað
hjá þér, að svona verk verður ekki unnið
nema ástríðan fyrir verkinu sé ráðandi.
Fyrsta bindið er nú komið út og annað
bindið er að verða tilbúið í prentvélarnar
og sit ég nú þessa dagana og teikna upp
fjórða bindi verksins, en nauðsynlegt er
að hafa heildarverkið undir í einu, því
miklar tilvísanir eru á milli kafla í verk-
inu, t.d. milli foreldra sem búa á einum
stað og barna sem búa á öðrum árið 1910.
Við gagnavinnslu nota ég öðrum þræði
nýtísku tölvuforrit, en Baldurs Möllers-
kerfið er þó enn við lýði á minni vinnu-
stofu. Í bókinni virðast vera myndir af
nær öllum íbúunum í Reykjavík árið
1910,“ segir Þorsteinn.
Þekkir fólk af gömlum myndum
Það kemur á óvart fyrir leikmann sem er
ekki vel að sér í sögu alþýðunnar um
þarsíðustu aldamót að hægt hafi verið að
finna ljósmyndir af nánast öllum Reyk-
víkingum þegar aðeins rúm sjötíu ár
voru liðin síðan fyrsta daguerre-
ljósmyndin var tekin og aðeins nokkrum
áratugum eftir að tæknin fór eitthvað að
verða almenn í Evrópu.
„Í upphafi verksins gerði ég mér engar
vonir um að finna myndir af allri alþýðu
manna í Reykjavík fyrir 100 árum. Það
Þorsteinn Jónsson hefur unnið að þessu verki í yfir tuttugu ár. Hann hefur keypt fjöldann all-
an af ljósmyndum til að kortleggja bæinn og komast að því hver bjó í hvaða húsi.
Morgunblaðið/Kristinn
Séra Friðrik Friðriksson með félagsmönnum í vínbindindisfélaginu Bjarma, sem var innan vébanda KFUM.
Brynjúlfur Björnsson var fyrsti íslenski tannlæknirinn og rak um langt skeið tannlæknastofu í húsi sínu á Hverfisgötu 14.
Í bókinni er sagt frá því þegar rithöf-
undurinn Kristmann Guðmundsson
hitti pabba sinn í fyrsta sinn. Hann
hafði alist upp hjá móðurforeldrum
sínum en hitti ömmu sína og afa í
föðurætt einhverju sinni þegar hann
var í heimsókn í Reykjavík. Hann
segir svo frá að sér hafi fallið mjög vel
við ömmu sína en á milli hans og afa
hans hafi verið gagnkvæm tor-
tryggni. „Honum þótti ég alltof stolt-
ur, en ég leit á hann með borgfirskum
hofmóði og fannst mér karl almúga-
legur,“ er vitnað í Kristmann í bók-
inni en texti hans er tekinn úr sjálfs-
ævisögunni Ísold hin svarta. Þar er
áfram vitnað í Kristmann að tala um
ömmu sína; „Hún sýndi mér ósköpin
öll af fjölskyldumyndum, m.a. af
börnum sínum tveimur, Helgu og
Jörundi, sem búsett voru í Ameríku.
Var það fallegt fólk og glæsilegt. – Yfir
endalokum Jörundar þessa hvílir
nokkur hula í fjölskyldunni, en ein-
hver sagði mér, að hann hefði verið
skotinn sem „gangster“ eftir margra
daga frækilega baráttu við lögregluna
einhvers staðar vestur í Klettafjöll-
um. Hvað sem satt er í þessu, þykir
mér líklegt, að hann hafi aldrei verið
neinn smáborgari, og hef alltaf talið
heldur prýði að honum í ættinni.“
Svo segir frá því þegar amma hans
fer með hann niður á Grettisgötu til
að hitta pabba sinn í fyrsta sinn. „Þar
á tröppum lítils timburhúss stóð há-
vaxinn og föngulegur maður, ásamt
laglegri konu og bráðfallegum dreng
á mínum aldri. Gekk amma mín fyrir
þau og mælti til mannsins svohljóð-
andi orðum: „Hér sér þú, Guð-
mundur, son þinn Kristmann, og
komið þið öll sæl.“
Maðurinn steig nú niður af tröpp-
unum og kom til mín, studdi hönd á
öxl mér og kyssti mig á munninn.
Hann var hreinn og snyrtilegur og í
alla staði hinn geðslegasti, en eigi að
síður kunni ég illa við þessi vinahót
hans og svaraði þeim lítt.“
Feðgar
Rithöfundur
hittir pabba
sinn í
fyrsta sinn