SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Qupperneq 38
38 14. ágúst 2011 G riðland gæsfugla á Eyjabökkum við Snæfell var heitur reit- ur sumarið 1999. Íslensk stjórnvöld áttu í viðræðum við Norsk Hydro sem hugðist reisa álbræðslu á Reyðarfirði. Og til að knýja iðjuverið þurfti að virkja og beindust sjónir að Jökulsá á Fljótsdal með miðlunarlóni í Eyjabökkum. Skemmst er frá því að segja að þegar að framkvæmdum dró reis alda mótmæla, sem hafði það inntak að náttúru Eyjabakka skyldi þyrma. Meiri hagsmunir fælust í verndun en að nýta svæðið til orkuöflunar. Var nefnt að í mýr- lendinu við sporð Eyjabakkajökuls verptu um 7.000 gæsapör sem gerðu staðinn einstakan á heimsvísu. Þá væru á þessum slóðum ótræðar mýrarflesjur vaxnar broki, stör og öðrum mýragróðri, þannig að goðgá væri að láta ekki kyrrt liggja. Þung krafa í málinu var sú að framkvæmdir færu í „lögformlegt umhverfismat“, það er að sérfræð- ingar myndu meta hvaða áhrif uppistöðulón á svæðinu hefði á lífríkið – meðal annars gæsirnar. Var krafan þar um undirstrikuð meðal ann- ars með undirskriftasöfnun Umhverfisvina undir forystu Jakobs Frí-Um aldamót varð hálendið heitur reitur í umræðunni en mörgum þótti miklu fórnað í virkjunarmálum. Morgunblaðið/RAX Myndasafnið 2002 Í griðlandi gæsfuglanna Í nóvember árið 1963 stóð heimurinn (í það minnsta bandaríska þjóðin) á öndinni þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í Texas. Hvað yrði nú um Jackie og börnin? spurðu ráðþrota húsmæður hver aðra og þurrkuðu sér um vota hvarmana með svuntuhorninu. Kannski þótti ólíklegt að hin goðsagna- kennda forsetafrú, dygga móðir og eiginkona myndi pluma sig á eigin vegum. Annað átti þó eftir að koma í ljós og nú herma nýjustu fréttir að hin dygga móðir og eiginkona og goð- sagnakennda forsetafrú hafi ekki verið öll þar sem hún var séð. Á segulbandsupptökum sem nú hafa verið gerð opinberar má heyra samtöl Jackie við sagnfræðinginn Arthur Schlesinger, sem þau áttu eftir að Kennedy var ráðinn af dögum, en Schlesinger vann að ævisögu Kenne- dys. Þar kemur fram að Jackie blessunin hafi ekki verið neinn eftirbátur eiginmanns síns þeg- ar kom að því að leita út fyrir hjónasængina. Hún segir Schlesinger frá því að hafa átt í ást- arsambandi bæði við leikarann William Holden og ítalska bílajöfurinn Gianni Agnelli. Báðir hinir myndarlegustu menn og nokkuð áþekkir seinni eiginmanni Jackie, auðjöfrinum Ari- stotle Onassis. En eftir að hún giftist honum varð Jackie alla jafna þekkt sem Jackie O. Ýmislegt fleira kemur fram á upptökunum, meðal annars að Jackie taldi að Lyndon B. John- son, varaforseti Kennedys, og hópur auðjöfra frá Texas hefðu verið á bak við morðið á eig- inmanni hennar, John F. Kennedy Bandaríkjaforseta, í nóvember 1963. Bætist því nú enn meiri olía á eld samsæriskenninga sem uppi hafa verið síðan Kennedy var myrtur. Jacqueline Lee Bouvier, líkt og hún hét fullu nafni fyrir giftingu, fæddist í New York árið 1929. Faðir hennar var franskur verðbréfasali og móðir hennar var írsk. Jackie kynntist John Kennedy í gegnum sameiginlegan vinahóp og eftir að hafa dregið sig saman í um ár gengu þau í hjónaband árið 1953. Þau eignuðust tvö börn, þau Caroline Bouvier Kennedy og John Fitzgerald Kennedy jr., en hann lést tæplega fertugur að aldri í flugslysi ásamt eiginkonu sinni og mágkonu. Jackie var glæsileg kona og þekkt tískufyrirmynd víða um heim. Hún réð franska tískuhönnuðinn Oleg Cassini til að hanna heila fatalínu á sig á árunum 1961 til 1963 og brátt urðu litlu kjól- arnir hennar Jackie, stóru sólgleraugun og hvítu hanskarnir hennar einkennismerki. Gætir enn áhrifa frá henni í fatatískunni í dag. Eftir að Jackie varð ekkja fór hún að klæða sig frjálslegar en var þó ætíð jafnsmart og skreytti sig með fylgihlutum og skart- gripum sem smellpössuðu við. Seinni eigimaður Jackie lést þegar hún var 46 ára. Þá ákvað hún að snúa sér að bókaútgáfu og varð fljótt þekkt á því sviði. Árið 1994 lést Jackie úr krabbameini að- eins 64 ára gömul. Þessi glæsilega kona sem þótti hafa bein í nefinu varð því ekki langlíf. Hin glæsilega Jacquline Kennedy, eða Jackie O, var ekki öll þar sem hún var séð og átti sín leyndarmál. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Elskhugar Jackie Frægð og furður Jackie Kennedy gull- falleg og hamingju söm á brúðkaups- daginn.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.