SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Qupperneq 45
14. ágúst 2011 45 Á hverju ári eru gefnar út þúsundir glæpa- sagna og fer sífjölg- andi. Það gefur því augaleið að ekki er hlaupið að því að koma slíkum bókum á fram- færi, ekki síst eiga nýir höfundar eðlilega á brattann að sækja. Þá kemur sér oft vel að skrifa sögur sem gerast í framandi landi, þar sem siðir eru ólíkir, tungan framandi og útlent regn drýpur af upsum húsanna. Það hefur líka gefist vel að láta sögurnar gerast fyrir löngu, jafn- vel langa löngu, til að mynda hafa allmargir höfundar skrifað glæpasögur sem gerast allt frá öldunum fyrir Krists hing- aðkomu og fram á tuttugustu öld eða lengur; margar vís- indaskáldsögur eru glæpasögur sem gerast í framtíðinni. Glæpasögur sem mótast af tíma eða landi eða sið höfða eðli- lega helst til þeirra sem eru áhugasamir um viðkomandi, þó aðrir geti líka ánetjast um hríð eða til frambúðar. Svo má þrengja markhópinn enn frekar, eða réttara sagt afmarka betur eins og í þeim glæpasögum þar sem matur og matargerð eru í aðalhlutverki; ýmist er að- alpersónan matreiðslumaður, bakari, matarskríbent eða sér um veisluþjónustu, eins og í vin- sælli glæpasagnaröð vestan hafs. Á síðustu árum hafa ýmsir höfundar þrengt markhópinn enn frekar; fyrir stuttu las ég þannig fyrstu bókin í glæpa- sagnaröð sem hverfist um konu sem rekur bútasaumsbúð og fjölmargar slíkar sagnaraðir eru í gangi og gengur vel, nefni sem dæmi vinsælan sagnabálk af prjónakonu, annan sem segir frá bollakökukonu og enn annan af hundagæslumanninum. Svo má ekki gleyma öllum þeim sagna- röðum þar sem gæludýr eru í að- alhlutverkum, ýmist sem að- stoðardýr, eða leysa gáturnar sjálf. Reyndar eru þar oft kettir í aðalhlutverki sem vekur eðlilega nokkrar spurningar í ljósi þess að ekki eru til eigingjarnari kvik- indi. Matur og morð Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Svo má ekki gleyma öllum þeim sagna- röðum þar sem gælu- dýr eru í aðalhlut- verkum. Reyndar eru þar oft kettir í aðal- hlutverki sem vekur eðlilega nokkrar spurningar í ljósi að ekki eru til eig- ingjarnari kvikindi. Ég byrjaði frekar snemma að lesa, en fjöl- skyldu minni þótti merkilegast að ég las helst tvennt í æsku minni: Egils sögu og svo Lukku Láka-bækurnar í lúmskri þýð- ingu Þorsteins Thorarensens, sem einnig þýddi Hringadróttinssögu. Hafa þessar tvær ólíku bækur ef til vill haft meiri áhrif á orðaforða minn og talsmáta en nokkuð annað. Þá var ég einnig alæta á nánast allar gerðir fræðibóka sem ég komst í sem barn. Hef ég yfirhöfuð haft miklu meira yndi af lestri til fróðleiks en skáldsögum, en þegar ég finn góða skáldsögu les ég hana venju- legast í einum rykk, og legg bókina ekki frá mér fyrr en síðasta blaðsíðan er lesin upp til agna. George Orwell er í miklum metum hjá mér, einkum 1984. Nýverið varð samt algjör bylting í lestr- arvenjum mínum þegar ég fékk mér svo- kallaðan „kyndil“ – lesbrettið frá Amazon- bókabúðinni, en þökk sé honum les ég mun meira en ég hef gert síðustu misserin. Kostir þessa tóls eru svo margir að ég skil ekkert í mér að hafa ekki fengið mér þannig tæki fyrr. Skjárinn er t.d. þægilegur aflestrar og alls ekki eins og tölvuskjáir og bækur í kyndilinn eru tiltölulega ódýrar miðað við pappírsgerðina, og margar af þekktustu heimsbókmenntunum er hægt að fá ókeypis frá Amazon. Ég skil ekki hvers vegna lesbrettin eru ekki ódýrari hér á landi. Kannski er áhrifamesta bókin sem ég hef lesið undanfarna mánuði bókin Atlas Shrugged eftir Ayn Rand. Bókin er einn mesti doðrantur sem ég hef lesið, en var vel lestursins virði. Þá hef ég verið að glugga í Fountainhead, fyrri bók sama höf- undar, og hef ég ekki orðið fyrir von- brigðum með hana hingað til. Væri þess óskandi að þessar bækur yrðu þýddar sem fyrst á íslensku. Lesarinn Stefán Gunnar Sveinsson Með doðrantinn frá Rand á bakinu Bókin Atlas Shrugged eftir Ayn Rand er áhrifa- ríkt verk. Söfn • Sýningar • Setur 15. maí – 15. sept. Farandsýning Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504 Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Fjölbreytt verk frá 1782-2011, yfir 50 höfundar Kaffistofa – Leskró – Barnakró OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Ljósmyndasýningin HÚN, 17. júlí - 20. ágúst. Rómantískar handgerðar nektarmyndir eftir Jónu Þorvaldsdóttur listljósmyndara. Opið: virka daga kl. 11 - 18, laugardaga kl. 11 - 16, sunnudaga kl. 13 - 16 Aðgangur ókeypis www.gallerigersemi.is Sími 552 6060 Borgarnesi Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. Síðasta sýnin- garhelgi 13. og 14. ágúst. Sýningarstjórar eru með leiðsögn sunnudaginn 14. ágúst kl. 15:00 Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Hugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson stendur til 14. ágúst Verk úr safneign stendur til 25. september Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis FIMMTÍU GÓÐÆRI 6. ágúst til 11. september 2011 Sýning á verkum úr safninu eftir 65 listamenn. Sýningarstjórn: Kristín G. Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir. Opið 13-17, nema mánudaga Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41,101 Reykjavík LISTASAFN ASÍ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 14.ÁGÚST KL. 14 Dagný Heiðdal listfræðingur SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is LISTASAFN ÍSLANDS Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Húsasafn Þjóðminjasafnsins: Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00 Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.