SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Side 22

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Side 22
22 16. október 2011 F yrstu viðbrögð ábyrgra borgara á þreng- ingartímum eru að styðja viðleitni yf- irvalda til sparnaðar. Þetta gildir einnig þegar boðað er að leggja niður líkn- ardeild á Landakoti og þrengja að annarri slíkri í Kópavogi. En líknardeildirnar hafa verið aðdáun- arverðar á alla lund og hefur starfsfólk þar gert eins gott úr og hægt er, þegar öll sund eru að lokast og lækningar ekki lengur von. Fjölmargir þakklátir aðstandendur geta borið vitni um þetta. Borgaraleg ábyrgðarkennd á ekki við En þegar betur er að gáð kemur á daginn að hin borgaralega ábyrgðarkennd á ekki lengur við. Fjármunum ríkisins er sóað á báðar hendur og menn sjást ekki fyrir. Stundum komast þó yf- irvöld ekki upp með vitlausustu fyrirætlanir sín- ar. Ef seinni Icesave-samningurinn (sá miklu skárri!) hefði ekki verið stöðvaður af þjóðinni eins og sá fyrri þá hefði íslenska ríkinu verið ætl- að að reiða 16 milljarða af hendi á þessu ári til er- lendra kröfuhafa sem áttu þó enga kröfu á ís- lenska almenning. Hvar hefðu menn skorið niður á móti þeim ósköpum? En þótt þjóðinni og for- setanum tækist að afstýra þessu og meiru til sat ríkið uppi með mikil útgjöld. Því það kostaði verulega fjármuni að þurfa tvennar almennar kosningar til að stöðva Icesave-bábiljuna. Sam- anlagt var það yfir hálfur milljarður sem þar hvarf. Vissulega var þeim fjármunum vel varið ef horft er til hinna brjálæðislegu skuldbindinga sem átti að binda þjóðinni af þeim sem þó áttu helst að gæta hagsmuna hennar. En fólkið átti ekki að þurfa að verjast sinni eigin ríkisstjórn. En upphæðina vegna tvennra kosninga er rétt að setja í samhengi við umræðu dagsins. Hálfi millj- arðurinn er nánast sama tala og Landspítalanum er gert að spara. Þegar fréttamaður Ríkisútvarps- ins spurði Steingrím J. Sigfússon um þennan sparnað svaraði hann því til að Landspítalanum hefði „verið hlíft“ fram að þessu. Fréttamaðurinn kyngdi þessari ótrúlegu ósvífni þegjandi og var líkast því að hann hefði flutt til Íslands úr fjarlægu landi daginn áður og vissi hvorki í þennan heim né annan. Endalaus dæmi um óþarfa eyðslu Og svo áfram sé minnt á Icesave hafði rík- isstjórnin eytt hundruðum milljóna í kostnað vegna samningagerðar sem íslenska þjóðin vildi ekkert hafa með að gera. Það er von að almenn- ingur vilji ekki láta loka líknardeildum til að borga fyrir slíkt og þvílíkt. En fjárausturinn í óþarfa er ekki bundinn við Icesave. Samfylkingin fékk þá grillu í höfuðið að íslenska stjórnarskráin hefði haft eitthvað með það að gera að bankarnir voru rændir innan frá af helstu skjólstæðingum hennar. Hvergi hefur fundist stafur eða snifsi með pári á sem styður þessa furðulegu kenningu. En enn og aftur varð bábilja besta forsendan fyrir dýrkeyptum ákvörðunum. Anað var í kosningar til svokallaðs stjórnlagaþings. Fólkið í landinu sýndi að það hafði ekki gleypt hina göróttu flugu stjórnvalda. Þátttaka í kosningunum varð sú lé- legasta sem nokkru sinni hefur sést í almennum kosningum. En þær kostuðu þó engu að síður sitt, eða á þriðja hundrað milljóna króna. Framkvæmd kosninganna var að auki ömurleg enda kosninga- uppskriftin ekki beysin. Sjálfur Hæstiréttur landsins, sem er stofnana seinþreyttastur til vandræða, taldi sig, fjölskipaðan, ekki komast hjá því að ógilda kosningarnar. En þá var reynt að fá Alþingi til að hafa úrskurð Hæstaréttar að engu! Það má segja þingheimi til hróss að meirihluti hans tók ekki þátt í þeirri óhæfu, en það gerði minnihlutinn og það létu stjórnvöld landsins duga. Skrípaleikurinn, sem fór fram í kjölfarið, hefur þegar kostað nærri þrjú hundruð milljónir króna. Fyrir þá fjárhæð hefði mátt reka líkn- ardeild sjúkrahúss með sóma í heil þrjú ár. Það er aukaatriði í þessari umræðu að afrakstur skrípa- leiksins er í góðu samræmi við kosningarnar sem Hæstiréttur ógilti. Tveimur árum of seint hefur Alþingi nú sett á laggirnar tvær nýjar rannsóknarnefndir m.a. um málefni sparisjóðanna. Eins og til þess verkefnis er stofnað seint og um síðir skal því hér spáð að út úr því verki muni ekkert koma sem gagn verði að. En sú starfsemi mun kosta fjármuni sem ella hefðu getað staðið undir rekstri líknardeilda sjúkrahúss árum saman. Nefndirnar eiga að koma sér fyrir í húsi sem stendur tómt úti á Seltjarn- arnesi. Starfsemi Landlæknis var flutt úr því húsi í flaustri og að óþörfu og því verður ríkið að borga háa leigu á þessum stað, því í óðagotinu gleymd- ist að skoða leigusamning um húsið áður en ætt var af stað. Þeir peningar, sem þarna munu tap- ast, hefðu getað nýst til að tryggja rekstur líkn- ardeildar sjúkrahúsa um drjúga stund. Jóhanna Sigurðardóttir mætti í Hörpu og til- kynnti að ríkisstjórnin myndi „gefa“ Háskóla Ís- lands 375 milljónir króna á ári næstu fjögur árin. Á daginn kom að þessi skyndihugmynd hafði ekki verið rædd við fjárveitingarvaldið á Alþingi. Og þegar Jóhanna var spurð hvaðan þessir pen- ingar ættu að koma varð minna en fátt um svör. Þegar gengið var á hana sagði hún vandræðalega „við munum finna þá!“ Peningarnir, sem for- sætisráðherra þykist ætla að „finna“, myndu duga til að reka líknardeild sjúkrahúsa landsins í 15 ár! Og ekki má gleyma aðlögunarstandinu að ESB, sem þjóðin vill ekkert hafa með að gera. Allt stjórnkerfið er undirlagt í því máli með ótrúleg- um útgjöldum. Ferðakostnaðurinn vegna þess alls hrannast upp. Óþörf ferðalög utanríkisráðherr- ans eins myndu duga til að reka líknardeild Landakotsspítala mánuðum saman. ESB-málið er dautt mál. Það er illa gert að henda ómældum fjármunum í það dauða mál, sem ella mætti nota til að gera síðustu lífdaga aldraðra eða illa veikra Íslendinga bærilega. Sláandi viðbrögð Í Morgunblaðinu í gær er frásögn á forsíðu. Þar segir: „Eiginmaður Lilju Huldar Sævars liggur á líknardeildinni á Landakoti en hann er 82 ára Reykjavíkurbréf 14.10.11 „Þetta er með ólíkindum“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.