SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 38
38 16. október 2011 L ungann úr 20. öldinni var Framsóknarflokkurinn stórveldi í íslensku þjóðlífi. Allt frá stofnun var flokkurinn gerandi afl í stjórnmálunum og átti oftast nær aðild að ríkisstjórnum og hafði þannig aðstöðu til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Áhrif flokksins hafa líklega aldrei verið jafn sterk og í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar sem sat að völdum frá 1927 til 1932. Á þeim tíma var Framsóknarflokkurinn einn í stjórninni sem naut þó stuðnings Alþýðuflokks. Tryggvi Þórhallsson var forsætisráðherra en óhætt er að segja að Jónas Jónsson frá Hriflu hafi verið potturinn og pannan, en ráðherradómur gaf honum tækifæri til að koma ýmsu í framkvæmd. Í vitund almennings ber þar líklega hæst byggingu skóla víða um landið, en markmiðið með starfsemi þeirra var kannski öðrum þræði að ungt fólk gæti aflað sér alhliða menntunar á ekki löngum tíma og væri þannig þess albúið að láta til sín taka í félags- og framfaramálum – ekki síst úti á landi en þar bæði var kjörlendi flokksins og er kannski enn. Kemur það heim og saman við grunntóninn í stefnuFramsóknarmenn ganga til Alþingis árið 1987. Fram nú allir í röð, eins og segir í frægum skólasöng. Morgunblaðið/úr safni Myndasafnið 20. janúar 1987 Framsókn var mikið stórveldi B ítillinn Paul McCartney gekk í hjónaband með Nancy Shevell um síðustu helgi. Shevell, nú Lady McCartney, er 51 árs (eiginmaðurinn er 69 ára) og er frá Edison í New Jersey í Banda- ríkjunum. Samband hennar og McCartney hóst skömmu eftir erfiðan skilnað hans við aðra eiginkonu hans, Heat- her Mills, en þau sáust fyrst saman í Hamptons í New York árið 2007. Foreldrar Nancy eru Myron og Arlene Shevell en móðir hennar er nú látin. Hún tvö systkini, Jon og Susan. Fjölskyldan á virt og jafnframt ábatasamt fyrirtæki í flutningabransanum sem heitir New Eng- land Motor Freight. Hún er því erfingi mikilla auðæfa og ekki á flæðiskeri stödd frekar en Sir Paul þannig að peningar ættu ekki að vera deiluefni í þessu sam- bandi. Shevell giftist lögfræðingnum Bruce Blakeman árið 1984 og þau eiga saman soninn Arlen, sem er nú 19 ára. Hún skildi við Blakeman eftir 23 ára hjónaband og fer sög- um af því að skilnaðurinn hafi verið í góðu. Nancy og Bruce höfðu hitt á árum áður Paul og Lindu, fyrstu eiginkonu hans, sem lést úr krabbameini 1998. Þau heimsóttu nefnilega Hamptons-svæðið oft og þar bjó fjöl- skylda Lindu. Shevell er frænka fjölmiðlakonunnar Barböru Walters. The New York Observer greindi frá því að hún hefði hjálpað þeim að ná saman og haldið mörg matarboð þar sem þau fengu tækifæri til að kynnast nánar. „Mér þykir mjög vænt um þessa frænku mína. Mamma hennar og ég vorum systk- inabörn en hún er núna látin og ég hef alla tíð verið náin þessari ungu konu,“ sagði Walters. Shevell gegnir stjórnunarstöðum í fjölskyldufyrirtækj- unum Shevell Group of Companies, LLC og The Shevell Cro- up/Carrier Indurstries INC. Hún hefur líka verið í stjórn nefnda New York-borgar sem tengjast samgöngumálum. Gengu í hjónaband á fæðingardegi Lennons Sjálf hefur hún fengið brjóstakrabbamein og sigrast á því. Sögusagnir hafa verið uppi um að hún og Linda hafi verið Bítillinn Paul McCartney gekk í hjóna- band með Nancy Shevell, auðugri bandarískri konu, um síðustu helgi. Er þetta þriðja hjónaband hans en annað hennar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hér eru þau á opnun sýningar Met- ropolitan-safnsins til heiðurs breska hönnuðinum Alexander McQueen, sem nú er látinn, í New York í vor. Deila ekki um peninga Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.