SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 43

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 43
16. október 2011 43 Átta handrit sem varðveitt eru í Árna- stofnun eru felld inn í verk Gabríelu Friðriksdóttur í Schirn Kunsthalle í Frankfurt. Þetta eru sex handrit á skinn og tvö á pappír.  AM 152 fol. Skinnbók bundin í tré- spjöld, 30 x 24 sm að stærð. Handritið er 200 blöð og talið skrifað á árunum 1500–25, en aftasta blaðið er úr messu- bók frá um 1200. Í henni eru m.a. Grettis saga, Hálfdanar saga Brönu- fóstra, Flóvents saga, Sigurðar saga þögla, Þórðar saga hreðu, Göngu-Hrólfs saga, Mágus saga jarls og Gautreks saga.  AM 193 4to. Pappírshandrit frá um 1700 bundið í ljósa skinnkápu. 146 blöð, 21,3 x 17 sm. Í því er safn presta- stefnudóma, biskupatilskipana og laga- setninga veraldlegra landstjórn- armanna.  AM 343 4to. Skinnbók bundin í tré- spjöld, um 13 x 23 sm að stærð. 110 blöð. Talin skrifuð upp úr miðri 15. öld. Efnið er fornaldar- og riddarasögur.  AM 382 4to. Skinnbók. Í handritinu eru nú 36 blöð (um 16 x 22 sm en sum skert) auk leifa 22 blaða. Skrifað um miðja 14. öld. Í bókinni eru lofkvæði á latínu til Þorláks helga og Þorláks saga.  AM 84 8vo. Skinnbók bundin í ósútað skinn, um 10 x 14 sm. 55 blöð. Skrifuð um miðja 16. öld. Í henni er Páls saga postula hin meiri.  AM 466 12mo. Skinnbók bundin í skinnkápu, um 9 x 12 sm. 31 blað. Skrif- uð á 17. öld. Rímtal með útskýringu.  GKS 3269a 4to. Skinnbók, um 17 x 21 sm að stærð. 103 blöð. Víða lýst. Skrifuð á 14. öld með viðbótum frá 17. öld. Í henni eru lög: Jónsbók, réttarbætur og Kristniréttur Árna biskups.  SÁM 66 Melsteðs-Edda. Papp- írshandrit skrifað og myndskreytt af Jakobi Sigurðssyni á árunum 1765 og 1766. 235 blöð, 14,5 x 18,4 sm að stærð. Eddukvæði, Snorra-Edda, stafróf, rúnir, tímatalsfræði og reikningslist auk Völu- spárútleggingar Björns á Skarðsá. Grettis saga, lagabálkar, rímur og Eddukvæði Gestur skoðar eitt handritanna á sýningunni í Schirn Kunsthalle. Handritin átta frá Árna- stofnun eru felld í jafn mörg hylki sem Gabríela hefur skapað fyrir þau. umbúnaði. Ég gat ekki blandað þeim inn í alla sýninguna því handritin þurfa sér- staka lýsingu, á þeim má hvorki vera dagsljós eða heitt ljós, og því var takmark- að hvað þau gátu verið stór hluti af sýn- ingunni sjálfri – en ég er ánægð með út- komuna. Þegar horft er niður í hylkin er eins og þau svífi í tímaleysi. Ég vildi ekki hafa þau öll opin, því fólk nær ekkert að fletta handritunum eða lesa í þeim; ég reyni að sýna þau á myndrænan máta, sem sálnahylki sem hægt er að skoða rétt eins og múmíurnar í British Museum. Bókina með Grettissögu hafði ég lokaða en það er tréspjald framan á henni og ein- hvern tíman hefur það verið notað sem einhverskonar skurðarbretti. Þorlákssögu hef ég opna þar sem búið er að skera úr síðum og meira að segja virðist vera þar tannafar, hún hefur verið nöguð. Gildin breytast eftir því hver hagur fólks er. Það var ótrúlega gaman að vinna með Árnastofnun.“ Mikil helgi er yfir þessum handritum. „Vissulega eru þetta helgir gripir, þetta er það sem við eigum um okkur Íslend- inga, þetta er okkar menningararfleifð. Skráning á þessum glataða tíma, sögur sem geymdust í minni áður en þær voru skráðar. Ég vildi velja handrit út frá skúlptúrísku sjónarmiði en þegar til kom varð þetta eins og þverskurður handritanna í stofn- uninni. Þarna eru hetjusögur, Jónsbók með lögunum, goðafræðin í Snorra-Eddu, hinn heilagi Þorlákur; bækurnar koma inn á alla þætti sem voru skráðir.“ Gabríela segir merkilegt að vera úti í Frankfurt um þessar mundir, allsstaðar sé fjallað um Ísland og íslenska listsköpun. „Þjóðverjar fjalla alltaf mikið um Ísland og eru hrifnir af hugmyndinni um Íslandi. Viðtölin sem ég var í fjölluðu jafnt um mína myndlist og handritin og Ísland. Þannig er það alltaf þarna, hvort sem það er Björk, Sigur Rós eða Erró, alltaf er talað um Ísland.“ Ýmislegt sem tengist sýningunni Samhliða sýningunni kemur út viðamikil bók um list Gabríelu og verkefnið, með sama heiti, rúmlega 300 blaðsíður. Matt- hías Wagner K ritar megintextann en í bókinni eru ýmsir aðrir textar, samhliða því að skoðaðir eru ýmsir fletir á verkum Gabríelu. „Komið er inn á ýmislegt sem tengist sýningunni. Ég vil hafa sjálfstæðar greinar í bókum sem þessari og hér eru að mestu leyti textar fræðimanna um áhugaverða hluti: meðal annars um drauma, tarot- spil, um listrænar myndir, um handritin og um Íslendingasögurnar, svo eitthvað sé nefnt. Bókin fjallar ekki bara um lista- manninn heldur ýmislegt sem tengist verkefninu. Ég er mjög ánægð með bók- ina.“ Rætt er um að Crepusculum verði sett upp víðar en í Frankfurt, þótt Gabríela segi að sýningin yrði alltaf öðruvísi en þar, enda fara handritin ekki á frekara flakk um heiminn. ’ Þetta er allt mjög myndrænt og um- breytingar eiga sér stað innan sagn- anna, en það er nokkuð sem ég er alltaf að fjalla um í mínum verkum.“ „Ég hef áhuga á því hvernig andinn breytir öllu efni, og öfugt,“ segir Gabríela. Hún er hér við hluta innsetningarinnar í Frankfurt.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.