SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Page 45
16. október 2011 45
Lesbók
Ó
venjuleg sjón mætti
mér um daginn. Ég
sá unglinga hlaupa
inn í bókabúð.
Hamingja skein úr augum þeirra
þegar þeir hrópuðu: „Þarna er
bókin“. „Hver segir að ungdóm-
urinn sé ekki bókelskur,“ hugs-
aði ég og mér hlýnaði um hjarta-
rætur. Ungmennin þutu að
bókarekka og gripu bók fagn-
andi um leið og þau hrópuðu í
aðdáun. Eitt þeirra tók bókina
upp og kyssti hana. Svo skríktu
þau af gleði og byrjuðu að fletta
bókinni og ráku öðru hvoru upp
aðdáunaróp.
Bókin sem gladdi þau svo
óstjórnlega er ævisaga söng-
goðsins Justin Bieber, en hann er
vart af barnsaldri. Vissulega
hefði ég fremur viljað sjá þau
kyssa 453 blaðsíðna Harry Potter
bók en myndabók um syngjandi
strákling. En kannski lýsir sú
skoðun ákveðnu yfirlæti. Litrík
bók um manneskju sem maður
dáir gleður mann vitaskuld. Ég á
nokkrar þannig bækur um ýmsa
listamenn, eins og til dæmis
Oscar Wilde, og mér þykir vænt
um þær. Justin Bieber á sitt fólk
og það elskar hann út af lífinu og
kyssir bók sem fjallar um hann.
Það er fallegt.
Það hefur komið fyrir að ég
hafi kysst bækur eftir að hafa
lesið þær. Vissulega gerist það
ekki oft en það gerist samt.
Stundum, ef þær hafa glatt mig,
klappa ég þeim vinalega og horfi
á þær með ástúð. Það er engin
ástæða til annars en að sýna
góðum bókum alúð.
Eitt sinn sat ég með fjögurra
ára vin minn í fanginu og var að
fletta með honum Tinnabók.
Hann tók bókina skyndilega af
mér, kyssti hana og sagði sæll:
„Ég elska Tinna“. Hann var ekki
læs og enginn hafði lesið Tinna
fyrir hann. Hann hafði bara
skoðað myndirnar en það nægði
alveg til að hann að ákvæði að
Tinni væri hans maður.
Það er indælt að vita af því að
ungt fólk elskar sumar bækur.
Börn
kyssa
bækur
’
Ungmennin
þutu að bóka-
rekka og gripu
bók fagnandi um leið
og þau hrópuðu í að-
dáun. Eitt þeirra tók
bókina upp og kyssti
hana.
Orðanna
hljóðan
Kolbrún Berþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
B
ak við höfundarnafnið Lars Kep-
ler eru Alexandra og Alexander
Ahndoril sem í sameiningu skrif-
uðu Dávaldinn sem kom út í ís-
lenskri þýðingu á síðasta ári, og var ekki
sérstaklega góð bók. Nú kemur ný bók,
Paganinisamningurinn sem er ein af þess-
um löngu glæpasögum sem virðist aldrei
ætla að taka enda. Á rúmum 500 síðum er
hrúgað saman dágóðum slatta af morðum
og misþyrmingum en persónurnar sem við
sögu koma eru svo óáhugaverðar að það er
erfitt að sýna þessari framleiðslu mikinn
áhuga.
Bókin byrjar þó bara nokkuð vel. For-
stjóri sænska vopnaeftirlitsins finnst
hengdur á heimili sínu. Ung kona er myrt
og systir hennar er á flótta undan morð-
ingjanum ásamt kærasta sínum. Í kringum
þessi mál skapast sæmileg spenna. Eltinga-
leikur morðingjans við parið á eyju nokk-
urri er sennilega það besta í bókinni. Allt
þar til parið hittir fyrrverandi fjölmiðla-
stjörnu sem vill bregða á leik. Í þeim þætti
mistekst höfundunum illilega og eftir það
tekur við sundurlaus og fremur kjánaleg
atburðarás þar sem pólitík og vopna-
viðskipti koma við sögu. Höfundarnir telja
sig greinilega eiga brýnt erindi með bók-
inni því henni lýkur með lista yfir níu
mestu útflutningsríki heims á sviði hefð-
bundinna vopna og þar er Svíþjóð á listan-
um, sem höfundunum þykir greinilega
mjög miður. Sannarlega er ekki hægt að
álasa þeim fyrir að hafa sterka þjóðfélags-
lega vitund. En ef þeir vildu sýna í skáld-
verki andstöðu sína við vopnadekur Svía
hefðu þeir átt að skrifa snarpari og beittari
bók en þessi er.
Það er nóg af góðum glæpasögum á
markaðnum en þetta er ekki ein þeirra.
Þetta er glæpasaga allnokkuð undir með-
allagi.
Þunnur þrettándi
BÆKUR
Paganinisamningurinn
bbnnn
Eftir Lars Kepler. JPV gefur út, 505 síður, innb.
Alexander og Alexandra Coelho Ahndoril sem
kalla sig Lars Kepler.Kolbrún Bergþórsdóttir
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
ÞÁ OG NÚ
22.9.-31.12. 2011
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14
í fylgd Jóns Proppé listheimspekings.
HÖFUNDAKYNNING, miðvikudaginn 19. okt. kl. 12.10
- Kynning á 4. bindi Íslenskrar listasögu, Halldór Björn Runólfsson
safnstjóri og Dagný Heiðdal listfræðingur
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn-
ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Dúkka.
Valgerður Guðlaugsdóttir.
1. sept. – 16. okt.
Óvættir og aðrar vættir. Grafík.
1. sept.- 16. okt.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Leiðsögn sunnudaginn 16. október kl. 14:00 um sýninguna
Guðvelkomnir góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Aðrar sýningar:
Þetta er allt sama tóbakið!
Ljósmyndir Emils Edgrens
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Útskornir kistlar
Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 16. október
Glæsileg safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
ALMYNSTUR
Arnar Herbertsson
JBK Ransu
Davíð Örn Halldórsson
Laugard. 15. okt. kl. 16-18
Vinjettuhátíð
upplestur og tónlist
Opið fim.-sun. Kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
Í bili
Sýningarstjóri Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Yfirsýn
Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari
Lau. 15. október kl. 13-16 – Málþing
Bil beggja:
Safnið sem vettvangur lista og lærdóms
Málþing haldið í tengslum við sýninguna Í bili
Erindi: Bryndís Snæbjörnsdóttir,
Oddný Eir Ævarsdóttir,
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Þáttakendur í pallborði:
Sigurjón Baldur Hafsteinsson,
Ólafur Sveinn Gíslason,
Anna Jóa og Ólöf K. Sigurðardóttir
Sýningunum lýkur 23. október
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
Verið velkomin á
Eyrarbakka
Opið samkvæmt samkomulagi
í vetur
Byggðasafn Árnesinga
Sjóminjasafnið
www.husid.com
15. október til 6. nóvember 2011
Inga Þórey
Jóhannsdóttir
og
Þorbjörg
Þorvaldsdóttir
Opnun laugardaginn
15. október kl. 15.00
Opið 13-17, nema mánudaga.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Aðgangur ókeypis.
LISTASAFN ASÍ
HLUTIRNAR OKKAR
– úr safneign safnsins
Leiðsögn
Sunnudag 16. okt. kl. 14:
Elísabet V. Ingvarsdóttir
Fyrirlestur
Þriðjudag 18. okt. kl. 20:
Pétur H. Ármannsson
Tímamótahús 7. áratugar í Garðabæ
Ókeypis aðgangur á fyrirlestra
safnsins
Opið alla daga nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is