Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM H a u ku r 0 4 .1 0 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum. Verðmat fyrirtækja. Viðræðu- og samningaferli. Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta. Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti verið fáanleg: • • • • • Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is SÉRFRÆÐINGAR • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru iðnfyrirtæki. Ársvelta 360 mkr. EBITDA 60 mkr. • Barnafataverslun í góðum rekstri með eigin innflutning. • Helmingshlutur í stóru og arðbæru iðnfyrirtæki með langtímasamninga. Viðkomandi þarf að leggja fram 100 mkr. og getur fengið starf sem fjármálastjóri. • Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis. • Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA 34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar. • Rótgróið fyrirtæki í innflutningi og framleiðslu óskar eftir meðfjárfesti til næstu ára. Nánari upplýsingar á www.kontakt.is • Fjárfestar óskast að vænlegum fyrirtækjum til að ljúka afskriftarferlum við bankana. • Rótgróið ræstingafyrirtæki með góða samninga. Ársvelta 100 mkr. • Innflutningsfyrirtæki á matvöru með eigin verslun. Ársvelta 80 mkr. • Notað & Nýtt. Verslun með notaðar og nýjar vörur. Auðveld kaup. ÞEIR eru þröngt setnir bekkirnir við stofugluggana í þessari íbúða- blokk í Istanbúl þegar knatt- spyrnulið hverfisins keppir. Völlurinn heitir eftir Recep Ta- yyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, og er vígi Kasimpasaspor. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að geta sér til um hvert gervihnött- unum á blokkinni verður beint þeg- ar boltinn fer að rúlla á HM í knatt- spyrnu í Suður-Afríku í sumar. Reuters Stúkusæti í stofunni Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG er einn þeirra fjölmörgu Breta sem hlakka ekki til kosning- anna 6. maí. Það er fátt jafn nið- urdrepandi og að staulast niður að kjörstað til að gera lýðræðislega skyldu sína vit- andi að áhrifin sem maður hefur á út- komuna eru fyrst og fremst tákn- ræn,“ segir breski tölfræðingurinn Nic Marks um megna óánægju sína með breska kosningakerfið. Eins og vikið var að í sunnudags- blaði Morgunblaðsins kemur fram á vefsíðu breska tölvunarfræðingsins Martins Pebbs, voterpower.org.uk, að allt að 500-faldur munur geti verið á vægi atkvæða í Bretlandi eftir því hvert einmenningskjördæmið er. Síða Pebbs styðst við kerfi Marks, Voter Power Index, sem metur vægi atkvæða en að hans sögn á það við um 60% einmenningskjördæma, sem kos- ið verður um í maí, að kjósendur hafa litla sem enga möguleika á að hafa áhrif þar sem úrslitin séu þegar ráðin. Kosningakerfið sem Bretar notast við heitir meirihlutakerfi á íslensku en eins og Þorkell Helgason stærð- fræðingur hefur bent á er það óheppi- legt hugtak enda er það ekki meiri- hlutinn sem ræður. Þvert á móti sigrar sá sem flestir kjósa, jafnvel þótt mikill meirihluti kjósenda sé and- vígur frambjóðandanum. Fær kjósendur til að sitja heima Að mati Marks á þetta áhrifaleysi sinn þátt í að margir breskir kjós- endur kjósa að sitja heima á kjördag en til að setja þær áhyggjur í sam- hengi sáu aðeins 61,3% kjósenda ástæðu til að mæta á kjörstað í þing- kosningunum 2005, þegar Tony Blair leiddi Verkamannaflokkinn til sigurs í þriðju kosningunum í röð. Hlutfallið var 59% 2001 og segir Marks að- spurður að sá áhugi sem Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata, hefur vakið hjá mörgum kjósendum muni að líkindum snúa þróuninni við og stuðla að betri þátttöku en hann sjálfur hafi búist við. Til samanburðar greiddu 61,7% bandarískra kjósenda á kjörskrá at- kvæði í forsetakosningunum 2008. Áhuginn vestanhafs var þá óvenju- mikill en eins og Marks bendir á hef- ur hlutfallið farið niður í 46% í ein- stökum kjördæmum í Bretlandi. Flest atkvæði telja ekki Inntur nánar eftir áhrifaleysi breskra kjósenda bendir Marks á að 75% atkvæða hafi engin áhrif, sam- anborið við 96% áhrif atkvæða sem talin voru vegna kosninganna til Evr- ópuþingsins árið 2004 en þar er not- ast við sama kerfi og í þingkosningum hér á landi, þar sem flokkar fá sæti í hlutfalli við fjölda atkvæða. Er hér gengið út frá því að hvert breskt atkvæði telji að meðaltali á við 0,25 atkvæði.  Breskur tölfræðingur hannar kerfi til að mæla áhrifaleysi kjósenda  Telur þá fersku vinda sem fylgt hafi Nick Clegg, formanni Frjálslyndra demókrata, munu ýta undir breytingar á kosningakerfinu Nic Marks Breskir kjósendur hafi meiri áhrif Þegar Barack Obama sigraði í for- setakosningunum 2008 þótti mörgum stuðningsmönnum hans sem grasrótinni hefði tekist að blása lífi í glæður lýðræðisins. Að sögn Marks hefur Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demó- krata, einnig vakið von í brjósti breskra kjósenda sem eru ósáttir við áhrifaleysi sitt í stjórnmálum. Marks bendir þannig á að tveir stærstu flokkarnir, Verkamanna- flokkurinn og Íhaldsflokkurinn, hafi haft hag af núverandi kerfi þar sem það hafi tryggt að þeir skiptist á um að hafa völdin, þrátt fyrir að hafa ekki meirihluta breskra kjósenda á bak við sig. Það er af þessum sökum sem Marks bindur vonir við að sá áhugi sem Clegg hefur vakið á lýðræðinu hjá breskum kjós- endum, með því að styrkja þriðja valkostinn í sessi, muni á næstu misserum leiða til mikillar um- ræðu um þörfina fyrir breytingar á kosningakerfinu. Að sögn Marks hafa fjölmiðlar úr öllum áttum, frá hægri til vinstri, tekið undir sjónarmið hans og þá skoðun að núverandi kosn- ingakerfi sé löngu orðið úrelt. Reynist Clegg breska útgáfan af Obama? Barack ObamaNick Clegg SKORTUR á heildstæðu flug- eftirliti í Evrópu ýtti undir glund- roðann sem hlaust af ösku- skýinu frá Eyja- fjallajökli. Þetta er mat Siim Kallas, sem fer með sam- göngumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en hann hyggst á morgun leggja til að sam- einingu flugstjórnarsvæða í Evrópu verði hraðað, svo bregðast megi við sambærilegri röskun á skilvirkari hátt en raunin varð þegar gosið setti allt á annan endann. Fjallað er um hugmyndirnar á vef bandaríska dagblaðsins Washington Post en þar segir að slíkar breyt- ingar myndu styrkja Flugöryggis- stofnun Evrópu (EASA). Stofnunin hafi nú fyrst og fremst það hlutverk að skera úr um flug- hæfi flugvéla og leggur Kallas til að flýtt verði getu hennar til að taka að sér eftirlit með flugleiðsöguþjónustu í allri Evrópu, sem nú er á höndum flugmálastjórna Evrópuríkjanna. Kallar á viðbragðsáætlanir Þá kemur fram á vef Washington Post að þær gífurlegu tafir sem urðu á flugi vegna gossins – á annað hundrað þúsund flugferða voru felld- ar niður – kalli á skýrari viðbragðs- áætlanir af hálfu flutningafyrirtækja sem geti þá gripið til vararáðstafana. Greinarhöfundur Washington Post segir brýnt að vinnu við slíkar viðbragðsáætlanir verði hraðað sem kostur er, með vísan til þess að gos í Eyjafjallajökli geti tekið marga mánuði með tilheyrandi öskufalli. Þá búist jarðfræðingar við að hið öfluga eldfjall Katla geti rumskað. Á vef blaðsins kemur einnig fram að fjárhagslegt tjón af völdum goss- ins sé minnst tveir milljarðar banda- ríkjadala, eða sem nemur um 257 milljörðum króna á núverandi gengi. Talsmaður Evrópusambands flug- félaga (AEA), David Henderson, tel- ur hinar himinháu upphæðir gefa til- efni til að kanna hvort endurskoða þurfi reglur sem kveða á um skyldu flugfélaga til að endurgreiða flug- miða þegar slík stóráföll dynja yfir. Röskunin í Evrópu hraði sameiningu flugsvæða  Tjón af völdum öskuskýsins minnst 257 milljarðar króna Siim Kallas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.