Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 16
16 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
ALÞJÓÐLEGI hug-
verkadagurinn er hald-
inn hátíðlegur hinn 26.
apríl ár hvert. Það var
að frumkvæði Alþjóða-
hugverkastofnunar-
innar í Genf (World In-
tellectual Property
Organization) sem
ákveðið var að tileinka
þennan dag verndun
hugverkaréttar með
það að markmiði að auka vitund al-
mennings um mikilvægi hugverka og
þau réttindi sem þeim fylgja. Yf-
irskrift alþjóðlega hugverkadagsins í
ár er „Innovation – linking the
world“, sem á íslensku mætti þýða
sem „Nýsköpun tengir saman heim-
inn“. Þó yfirskriftin sé afar víðtæk og
margþætt langar mig að staldra að-
eins við þann þátt sem lýtur að al-
þjóðlegu samstarfi Íslands á sviði
hugverkaréttar og þá einkum að nor-
rænu samstarfi.
Norðurlöndin hafa um árabil átt
gott og náið samstarf á sviði hug-
verkaréttar, bæði höfundaréttar sem
og hugverkaréttinda á sviði iðnaðar
(einkaleyfi, vörumerki, hönnun og
tengd réttindi). Danska einkaleyfa-
stofan hefur t.a.m. frá öndverðu ann-
ast rannsókn á landsbundnum ís-
lenskum einkaleyfaumsóknum. Þá
hafa Norðurlöndin jafnan reynt að
samræma löggjöf sína á sviði hug-
verkaréttar sem og tilheyrandi reglu-
gerðir og reglur er varða fram-
kvæmd, auk þess að skiptast
reglulega á upplýsingum um hvaðeina
sem varðar meðferð og umsýslu á
þessu sviði.
Nordic Patent Institute - Nor-
ræna einkaleyfastofnunin
Nýjasta afsprengi þessarar nor-
rænu samvinnu á sviði hugverkarétt-
inda er Nordic Patent Institute –
Norræna einkaleyfastofnunin, sem
hóf starfsemi sína hinn 1. janúar 2008.
Nordic Patent Institute (hér eftir
NPI) var stofnsett af ríkisstjórnum
Danmerkur, Noregs og Íslands sem
samstarfsverkefni um einkaleyfa-
rannsóknir. NPI, sem er staðsett í
Taastrup í Danmörku, byggir starf-
semi sína á þeim mannauði sem þegar
er til staðar hjá einkaleyfastofum að-
ildarríkjanna með það að markmiði að
starfrækja öfluga fjölþjóðlega rann-
sóknarstofnun en viðhalda á sama
tíma þeirri þekkingu og reynslu sem
til staðar er innan aðildarríkjanna.
Meginverkefni NPI er að rannsaka
alþjóðlegar einkaleyfaumsóknir með
tilliti til nýnæmis og frumleika, en til
að teljast einkaleyfishæfar verða upp-
finningar að teljast nýjar á heimsvísu,
frumlegar og hagnýtanlegar í at-
vinnulífi. Það er verkefni
stofnana eins og NPI að
framkvæma þessar
rannsóknir og hefur
NPI m.a. hlotið sam-
þykkt Alþjóða-
hugverkastofnunarinnar
sem alþjóðleg rann-
sóknastofnun („PCT
authority“). Þannig geta
íslenskir aðilar að PCT-
umsóknum (alþjóðlegum
umsóknum) valið NPI
sem rannsóknarstofnun
fyrir umsóknir sínar. NPI tekur einn-
ig að sér að framkvæma leitir í einka-
leyfagagnabönkum og greiningar fyr-
ir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir,
þ.m.t. á Íslandi. Niðurstöður slíkra
leita geta t.a.m. gagnast fyrirtækjum
sem vinna að rannsóknum og þróun
en með þeim má ná fram gríðarlegum
sparnaði með því að kortleggja einka-
leyfi og gögn sem þeim tengjast á því
sviði sem þróunin fer fram á. Með því
má forðast tvíverknað og sníða hjá
málsóknum vegna brota á einkaleyf-
isrétti annarra. Lögmannsstofur og
umboðsmenn einkaleyfa hafa einnig
nýtt sér slíkar leitir sem oft eru meðal
mikilvægustu gagna í málaferlum
sem tengjast einkaleyfum. Rannsak-
endur NPI hafa mikla reynslu við leit
og greiningar af þessu tagi og eru
mörg af stærstu fyrirtækjum heims á
svið nýsköpunar, sem og stærstu lög-
mannsstofur heims á sviði hugverka-
réttar, meðal viðskiptavina NPI.
Við rannsóknir og leitir hefur NPI
á sínum snærum meira en 150 vel
menntaða og reynda rannsakendur
staðsetta hjá dönsku og norsku einka-
leyfastofunum, sem allir hafa meist-
aragráðu í sínu fagi og margir dokt-
orsgráðu að auki. Nánari upplýsingar
um NPI má finna á heimsíðu stofn-
unarinnar, www.npi.int.
Á alþjóðlega hugverkadeginum er
við hæfi að vekja athygli á mikilvægi
þess að vernda hugvit og hugmyndir.
Á þeim endurreisnartímum sem nú
fara í hönd er nauðsynlegt að hlúa vel
að íslensku hugviti og nýsköpun. For-
senda hámörkunar þeirra verðmæta
sem af nýsköpun leiða er að standa
rétt að verndun slíkra réttinda.
Hugverk í alþjóð-
legu umhverfi
Eftir Grétar Inga
Grétarsson
Grétar Ingi Grétarsson
»NPI, sem er sam-
starfsverkefni Dan-
merkur, Noregs og Ís-
lands um einkaleyfa-
rannsóknir, er nýjasta
afsprengi norrænnar
samvinnu á sviði hug-
verkaréttar.
Höfundur er lögfræðingur og aðstoð-
arforstjóri Nordic Patent Institute
Íþróttaskólinn á Laugarvatni hefur
að mínu áliti svo til alveg brugðist
dansinum. Einhver ákvæði eru um
það að skólinn eigi að kenna nem-
endum sínum dans sem þeir svo geti
kennt sínum nemendum. Ég segi
það satt að ég veit ekki um neinn
karlkyns íþróttakennara sem hefur
kennt dans og aðeins nokkra kven-
kyns íþróttakennara og það þá eftir
að hafa farið í dansskóla. Hver er
ástæðan? Ég tel að ekki sé nokkur
vafi á því að lélegu skipulagi sé mest
um að kenna. Verðandi íþróttakenn-
urum var ætlað að læra of mikið á of
skömmum tíma.
Því í ósköpunum læra íþrótta-
kennarar ekki gömlu dansana virki-
lega vel? Þá á ég við dansana og alla
leikina eins og að marsera, heimsálf-
urnar, blómin o.s.frv. Þá hefði verið
hægt að kenna þá í leikfimitímum og
ég er þess fullviss að allir hefðu haft
gaman af. Gömlu dansarnir eru ekki
gamaldags heldur auðveldir, fullir af
fjöri og góðum hreyfingum.
Það að þú verður ekki mikið var
við að fólk sé að dansa gömlu dans-
ana er engin sönnum fyrir neinu
öðru en því að á voru landi er svo-
kölluð „pöbbamenning“ allsráðandi.
Það er hávær, að mestu engil-
saxnesk tónlist, sem dansað er eftir
á litlum bleðli sem sannarlega hefur
ekki tekið mikið af barplássinu.
Dansinn er svo þýðingarmikill.
Hann er sannarlega innri þörf allra
manna og við eigum að leggja miklu
meiri áherslu á að allir læri að dansa
og það sé hægt að iðka dans við við-
unandi ástæður. Á því munu allir
græða.
HEIÐAR RÓBERT
ÁSTVALDSSON
danskennari.
Íþróttakennaraskólinn
og dansinn
Frá Heiðari Róbert Ástvaldssyni
✝ Leif NicolaiSteindal fæddist
19. október 1939 í
Måløy í Noregi. Hann
lést fimmtudaginn
15. apríl á Sjúkrahúsi
Akraness. Foreldrar
hans voru hjónin Ni-
kolai Kornelius Stein-
dal, bryggjusmiður, f.
1. maí 1882, d. 2. júlí
1948 og Guðbjörg
Jenný Helgadóttir, f.
í Keflavík 21. júní
1903, d. 6. október
1974 í Måløy, Noregi.
Systkini Leifs voru þau Atle
Martin Kåre Steindal, fv. ofursti, f.
5. júlí 1936, d. 16. október 2009 og
Guðbjörg Nelly Flister, f. 6. maí
1941, d. 13. apríl 2003. Hinn 27.
nóvember 1965 kvæntist Leif eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Rósönnu
Louise Webb, f. 3. febrúar 1943 í
Keflavík. Börn þeirra eru 1) Helgi
Sigurvin, bókavörður
á Akranesi f. 25. jan-
úar 1967, 2) Jenný
Anna, f. 2. febrúar
1969, d. 17. október
1969 3) Anna Lára,
framkvæmdastjóri
Rauða krossins á
Akranesi f. 1. desem-
ber 1970, gift Bjarna
Gunnarssyni, f. 12.
janúar 1968. Börn
þeirra eru Nikulás
Nói, f. 10. maí 2002
og Kolbeinn Tumi, f.
20. desember 2004. 4)
Þorkell Jóhann, æskulýðsfulltrúi
Blindrafélagsins, f. 28. ágúst 1980.
Leif ólst upp í Måløy til fimmtán
ára aldurs, en þá sigldi hann á
skólaskipinu Statsraad Lehmkuhl
til New York og stundaði síðan
sjómennsku á norskum farskipum í
siglingum milli Asíu og Ameríku.
Til Íslands kom hann í apríl árið
1964 og stundaði fyrst sjómennsku
frá Vestmannaeyjum. Árið 1965
réð hann sig í bryggjusmíði í
Njarðvíkurhöfn, en þar hafði faðir
hans, Nicolai Kornelius, haft um-
sjón með smíði nýrrar stein-
bryggju á árunum milli stríða og
kynnst þar eiginkonu sinni, móður
Leifs.
Næstu ár starfaði Leif við virkj-
unarframkvæmdir við Búrfells-
virkjun. Árin 1968-1972 bjuggu
þau hjónin í Bandaríkjunum, en
eftir heimkomuna starfaði Leif
sem verkstjóri við Sigölduvirkjun
þar til verkinu lauk.
Eftir starfsþjálfun í Noregi hóf
hann störf hjá Íslenska járnblendi-
félaginu árið 1979, þar sem hann
starfaði til ársins 2009, lengst af
sem verkstjóri í daggengi en síðar
við rannsóknir og þróun.
Leif var mikill söngmaður, hann
starfaði með Grundartangakórn-
um frá upphafi og um tíma með
Kirkjukór Akraneskirkju.
Jarðsungið verður frá Akra-
neskirkju í dag, mánudaginn 26.
apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Það er af mörgu að taka þegar Leif
Steindal er minnst. Hann var engum
líkur. Ég kynntist honum þegar ég
byrjaði að starfa hjá Íslenska járn-
blendifélaginu, nú Elkem Ísland, fyr-
ir átta árum. Þar hafði hann unnið frá
upphafi, fyrst við byggingu verk-
smiðjunnar og síðar sem yfirmaður
við gerð eldfastra efna. Leif var af-
skaplega hugmyndaríkur og óhrædd-
ur við að fara ótroðnar slóðir enda
liggja eftir hann margar nýjungar
sem verða notaðar löngu eftir hans
dag. Menntun hans var einungis í
skóla lífsins en þar virðist hann hafa
tekið betur eftir en flestir aðrir. Þeg-
ar Leif fór á flug voru fáir sem gátu
fylgt honum eftir.
Leif var einnig afskaplega
skemmtilegur maður. Af honum eru
til óteljandi gamansögur og uppátæki
hans og tilsvör voru oft óborganleg.
Hann gat verið mjög stríðinn en það
var samt alltaf vel meint. Hann hafði
sérstaklega gaman af að taka yfir-
menn fyrirtækisins á beinið og gat þá
sagt: „Ef þú passar þig ekki gætirðu
lært eitthvað.“ Þrátt fyrir að Leif hafi
einkum verið þekktur fyrir létt skap
og gamansemi þá var hann djúpur
persónuleiki og íhugull. Hann var
einkar hjartahlýr og dáði til að
mynda barnabörnin mikið og þótti
gaman að segja frá þeim.
Leif lét af störfum síðastliðið haust
fyrir aldurs sakir. Mér brá við þegar
síminn hringdi snemma morguns og
mér var sagt að Leif hefði látist dag-
inn áður. Samt kom það ekki að öllu
leyti á óvart því Leif var ekki heilsu-
hraustur og hafði skömmu áður
greinst með alvarlegan sjúkdóm.
Fyrir hönd Elkem Ísland þakka ég
fyrir þriggja áratuga trúmennsku og
farsælt samstarf. Eftirlifandi konu,
börnum og barnabörnum votta ég
innilega samúð. Persónulega þakka
ég þau forréttindi að hafa kynnst Leif
Steindal.
Þórður Magnússon.
Þegar Leif leit við á rannsókna-
stofunni og sagði íbygginn á svip:
„Hurru, Jón,“ þá var eitthvað í vænd-
um. Leif hafði marga bolta á lofti í
einu og talaði oft um þá alla samtímis.
Stundum áttaði ég mig ekki alveg á
því hvert hann var að fara. Þegar ég
hafði séð ljósið fann ég hins vegar
strax að það var heill þráður í frum-
legri hugsuninni og hann oft ansi
sterkur.
Í járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga er margt sem runnið
er undan rifjum Leifs Steindals.
Einna hæst ber varnarlagið sem sett
er inn í deiglur sem eiga að halda
rauðglóandi málmbráð. Það skírðum
við í höfuðið á uppfinningamanninum,
Steindalít. Nafnið ber það með sér
hversu traust, sterkt og endingargott
það er, – eins og sálin í honum sjálf-
um.
Í verksmiðjunni eyddum við bestu
árum ævi okkar í starfi og í leik, því
spaugið var aldrei langt undan þar
sem Leif var. Og þegar þurfti að
hressa upp á sálartetrið var ekkert
betra en að biðja Leif að fara með
kvæði eftir Jakob Sande sem hann
Leif Nicolai Steindal
✝ Guðrún LíndalBjörnsdóttir
skrifstofutæknir,
Hamravík 32, Reykja-
vík, fæddist á Húsa-
vík 28. maí 1952. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
hinn 19. apríl sl. For-
eldrar Guðrúnar eru
Jóna Hólmfríður Guð-
jónsdóttir, fv. síma-
dama í Reykjavík, f.
18. mars 1934, og
Björn Stefán Líndal
Sigtryggsson, fv. bif-
vélavirki á Húsavík, f. 21. maí 1934.
Guðrún átti fimm systkini, elst er
Fríða Ágústa Björnsdóttir, maki
Sigurjón Hauksson, Víðir Ágeirs-
son, kona hans Christina Lillian
Nordh, Ómar Ásgeirsson, kona
hans Ásta Halldórs-
dóttir, Björk Ásgeirs-
dóttir, Rafn Líndal
Björnsson, kona hans
Sigurdís Reyn-
isdóttir.
Guðrún eignaðist
Hrafnhildi Jónu Jón-
asdóttur, f. 26. apríl
1969, með fyrri
manni, Jónasi Má
Ragnarssyni, mat-
reiðslumeistara í
Reykjavík. Maki
Hrafnhildar er Gunn-
ar Jóhann Elísson.
Börn þeirra eru Ragnhildur Rún, f.
28. september 1994, d. 16. apríl
1998, Jónas Elís, f. 29. október
1997, og Rúnar Alexander, f. 15.
desember 1999. Guðrún giftist 15.
nóvember 1973 Sigurði Gísla Jó-
hannssyni bifvélavirkja, f. 18. sept.
1950, foreldrar hans voru Hrefna
Elíasdóttir, f. 24. feb. 1920, d. 3.
júní 2006, og Jóhann Ingvar Gísla-
son, f. 27. ágúst 1917, d. 25. des.
2007. Með Sigurði átti hún tvö börn,
dóttir þeirra er Þóra Björk Líndal,
f. 10. október 1974, maður hennar
er Páll Ólason. Þóra á tvær dætur,
Sigrúnu Maríu Líndal, f. 22. janúar
1994, og Daníelu Rún Líndal, f. 25.
janúar 2004. Sonur þeirra er Sæv-
ar, f. 31. ágúst 1976, kona hans er
Bryndís Friðjónsdóttir. Börn Sæv-
ars og Bryndísar eru Hermann
Bæring, f. 14. maí 1996, Sara Ýr, f.
3. ágúst 1999, Róbert Örn, f. 2. febr-
úar 2002, og Ester Rós, f. 14. ágúst
2005.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 26. apríl
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
Elsku mamma mín, í dag fyrir ná-
kvæmlega 41 ári sáumst við í fyrsta
sinn móðir og dóttir. Í dag kveðjumst
við að sinni. Það sem við áttum sam-
an eigum við tvær og ég mun ætíð
geyma þig í mínu hjarta og muna
okkar góðu samtöl sem oft vöruðu
langt fram á kvöld og erfitt var að
slíta. Þú varst minn klettur að leita til
og skipti engu máli hvað mig vantaði,
alltaf bjargaðir þú mér um alla skap-
aða hluti. Aldrei fannst þér það neitt
mál þótt þú þyrftir að fara búð úr búð
til að redda skrýtnum hlutum fyrir
okkur litlu fjölskylduna í útlöndum
þegar löngunin í eitthvað íslenskt var
öllu yfirsterkari og gleðin mikil hjá
okkur þegar pakkarnir frá ömmu
GunnuTunnu komu. Ég verð ætíð
þakklát þeirra stunda sem við áttum
saman sl. haust þegar þið Siggi kom-
uð í heimsókn og sáuð með eigin aug-
um hvernig við þrifumst fjarri ykkur
á erlendri grundu og síðasta samtalið
okkar sem auðvitað varaði langt fram
á nótt mun ég geyma að eilífu. Það
verður aldrei fyllt þitt skarð það veit
ég og söknuðurinn er sár og ótrúlegt
að hugsa lífið án þín, elsku besta
mamma mín. Ég mun gera mitt besta
til að halda uppi heiðri þínum og
hugsa um Sigga, Þóru, Sævar og
krakkana okkar eins vel og mér er
unnt. Mamma mín nú kveð ég þig að
sinni með söknuði en í hjarta mínu
geymi ég minninguna um mína góðu
mömmu.
Hrafnhildur Jóna.
Fjaran er full af undrum
fegurð í henni býr.
Þar gátum við setið og samið
sögur og ævintýr
Smíðað háreistar hallir
hús og vegi og brýr.
Í sandinum geymist sagan
og samt er hann alltaf nýr.
Yrki ég einn í sandinn
aldan staðina þvær.
Horfnir hágværir leikir
hláturinn nú er fjær.
Fjörubyggingar fallnar
flóðið sléttaði þær.
En sandurinn er hinn sami
sandurinn frá því í gær.
Hafið úr botninum brýtur
björgin í fjörusand.
Bylgjurnar slípa brotin
og bera síðan á land.
Klettarnir hverfa að lokum
en kærleikans silfurband
bindur eilífð við eilífð
Ekkert því vinnur grand.
(Hilmir Jóhannsson.)
Elsku systir mín og vinkona.
Ljóðið hans Bubba í Brautarholti
er táknrænt fyrir æsku okkar á
Húsavík. Ósjaldan lékum við okkur
saman í fjörunni ásamt mörgum okk-
ar æskuvinum. Busluðum í sjávar-
málinu, tíndum skeljar, fleyttum
kerlingar, veiddum krossfiska og
gættum þess að stíga ekki á mar-
Guðrún Líndal Björnsdóttir