Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
kunni utanbókar, t.d. það sem var
okkur hugleikið: „I morgon vil eg
byrja på eitt nytt og betre liv, trur
eg.“ Og Leif var líka nágranni minn.
„Þú ert svo áreiðanlegur, Jón, þú
geymir verkfærin mín svo vel,“ sagði
Leif þegar hann var farið að lengja
eftir tólum sem hann hafði lánað mér.
Frjótt ímyndunarafl, verksvit og
áræði einkenndu Leif. Það var ekki
lítið að eiga hann að ef eitthvað bját-
aði á í verklegum framkvæmdum á
heimilinu. Samgangur var mikill á
milli húsanna á Vesturgötu. Betri ná-
granna var ekki hægt að finna. Ég
þakka Leifi fyrir allt það sem hann
gaf mér í starfi og í einkalífi. Við átt-
um eftir mikið ótalað, en því verð ég
að taka með sama æðruleysi og Leif.
Það er við hæfi að ljúka þessum
minningarorðum með ljóðlínu eftir
Jakob Sande: „Eit fuglepar samflø-
ygt sprengjer solgylt mot himmelr-
and: det er oss to på spilande vengjer
heim til kjærleikens morgonland.“
Jón Hálfdanarson.
Bros, hlátrar og spaugsyrði er það
fyrsta sem kemur upp í hugann þegar
horft er um öxl. Endurminningin
vermir og er svo ljúf að allt annað
þokar fyrir henni. Þótt við grátum
með öðru auganu hlæjum við með
hinu því annað er ekki hægt. Við
sjáum hann fyrir okkur, glettinn,
íbygginn, blikinu í auganu bregður
fyrir og við höfum hann grunaðan um
að hlæja með. Við erum komin yfir
flóann til gömlu áranna þegar sólin
settist ekki og lífið virtist óendanlega
langt …
Í lok áttunda áratugarins kom all-
stór hópur fólks á Akranes. Þetta
voru starfsmenn Íslenska járnblendi-
félagsins á Grundartanga með fjöl-
skyldur sínar.
Við sem í hópnum vorum áttum
fæst fjölskyldur á Skaga. Þetta var
fyrir tíma Hvalfjarðarganganna,
Akraborgin hélt uppi ferðum nokkr-
um sinnum á dag en mörgum fannst
þeir vera afskekkt og fjarri ástvinum.
Nýja fólkið hélt saman og varð að
hluta til sem fjölskyldur væru. Við
deildum kjörum í stóru og smáu og
mynduðum vináttutengsl sem ekki
rofnuðu þótt við færum sitt í hverja
áttina.
Okkar lán var að búa í nábýli við
Leif og Louise í nærri tuttugu og
fimm ár og lengst af skildi okkur bara
eitt hús að. Samgangur var daglegur,
börnin gengu á milli heimilanna svo
stundum mátti vart sjá hver átti
heima hvar. En það var líka allt í lagi
því atlætið var það sama. Um tíma at-
huguðu börnin reyndar gaumgæfi-
lega hvað var í kvöldmatinn á hvoru
heimili fyrir sig áður en þau tóku
ákvörðun um hvorum meginn skyldi
sest að borðum.
Værum við uppiskroppa með eitt-
hvað var iðulega farið í eldhúsið á
Vesturgötu 156 og vantaði góð ráð
var Leif sóttur. Hann var eini mað-
urinn sem gat tjónkað við sláttuvélina
okkar og taldi það ekki eftir sér. Sló
jafnvel garðinn eftir á, svona fyrst
hann var búinn að koma vélinni í lag!
Værum við að heiman vökvaði hann
blómin og dyttaði að húsinu.
Leif hafði einstakt lag á að sjá
spaugilegu hliðarnar bæði á sjálfum
sér og öðrum. Svo hló hann hátt og
við með, veltumst öll um af hlátri.
Stundum sitjandi í eldhúsinu með
kaffibolla, stundum með mjólk og
kex. Kannski liðaðist pípureykur út í
loftið, ef til vill tók Leif lagið. Eða var
kannski verið að stússa í öðrum hvor-
um garðinum? Það var aldrei logn-
molla í kringum Leif.
Umburðarlyndið á Vesturgötu 156
var mikið gagnvart uppátækjum
barnahópsins – jafnvel þegar hæst
lét. Leif brosti bara út í annað þegar
brast á með æsilegum ólympíuleikum
í stofunni og hló þegar börnin veifuðu
vídeóvélinni og breyttu húsunum á
númer 156 og 160 í kvikmyndaver –
enn einu sinni. Og tók jafnvel þátt
sjálfur.
Það var ævinlega gott að koma yfir
á Vesturgötu 156 – og einmitt þess
vegna sóttum við svo mikið þangað.
Betri og skemmtilegri nágranna en
Leif Steindal var ekki hægt að hugsa
sér. Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og eiga
hann að vini.
Kristín Steinsdóttir,
Steinn Arnar, Eiríkur og
Sigríður Víðis Jónsbörn.
glyttur. Við gengum fjöruna alveg til
enda, að klettinum með gatinu, en
þorðum aldrei í gegn. Allavega ekki
ég, kannski þú. Eða þegar við, ásamt
hinum krökkunum, byggðum
skúrana á bak við Fjalar. Alveg heila
blokk sem við lékum okkur í þar til
verkstæðakarlarnir rifu hana niður.
Veturnir voru líka góðir. Við rennd-
um okkur niður Skuldarsneiðinginn
ýmist á sleðum eða á kallíttspjöldum.
Svo voru það öskudagarnir. Manstu
fötin sem við grófum upp? Síðar káp-
ur og allskonar hattar og dót frá
ömmu Sig. Málaðar eins og fullorðn-
ar konur. Yndislegar stundir.
Sem unglingar vorum við líka mik-
ið saman þar til að þú fluttir suður en
þá varstu búin að eiga frumburðinn
þinn. Fyrsta gullmolann af þremur.
Sama hvar á landinu þú varst, alltaf
héldum sambandi og hittumst af og
til. Ég heimsótti þig til dæmis til
Vestmannaeyja, Ísafjarðar og
Reykjavíkur.
En svo við tölum aðeins um nú-
tímann. Síðastliðin tvö ár hafa verið
mér einkar kær hvað varðar okkar
samskipti. Við alltaf að vinna saman í
tölvunni. Þú alltaf að hjálpa mér, svo
ótrúlega þolinmóð, ráðagóð og klár.
Það verður svo skrítið að geta ekki
leitað til þín lengur og spurt þig
hvernig eigi að gera hitt og þetta. Nú
ætla ég að læra þetta sjálf því ég veit
að þú hefðir orðið svo stolt af litlu
systur.
Ég gleymi aldrei ferðinni okkar
saman til London. Búðaráp, veitinga-
staðir, söfn og spjall uppi á hótelher-
bergi. Þarna nutum við systurnar
okkar vel.
Jæja, elskan mín. Nú líður að
kveðjustund sem er svo sár.
Þriðjudaginn eftir páska hittumst
við í síðasta sinn. Við fengum okkur
kaffisopa í eldhúsinu þínu og spjöll-
uðum um æsku okkar eins og svo oft
áður. Þegar ég svo kvaddi þig á stiga-
ganginum sagði ég „bless, ástin mín“
og sá á svipnum á þér að þessi orð ylj-
uðu þér.
Þín verður sárt saknað, elsku
Gunna systir. Ég á eftir að hugsa um
þig alla daga þangað til við hittumst á
ný. Ég elska þig.
Bless. Góða, verndandi og hjálp-
sama systir.
Þín
Fríða (Dysta).
Þagalt og hugalt
skyldi þjóðans barn
og vígdjarft vera.
Glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sinn bíður bana.
(Úr Hávamálum)
Þannig var Gunna, yndislega litla
fallega bróðurdóttir mín. Fyrsta
barnabarn foreldra minna, gleðigjafi
og stolt allra. Gunna ólst upp á Húsa-
vík, góða barnvæna bænum okkar.
Hún varð fljótt sjálfstæð og sterk lítil
manneskja. Foreldrar hennar slitu
samvistir, en Gunna var fljót að átta
sig á því að í rauninni átti hún þrjú
heimili, alls staðar var hún velkomin.
Á matmálstímum gekk hún á milli
heimilanna til að kanna hvar væri nú
best að setjast niður og borða.
Hugur minn dvelur mest við
bernskuna og er ég sannfærð um að
æskuár Gunnu voru gleðirík.
Mamma mín, amma hennar, var
henni mikil stoð og stytta, Gunna var
jú barnabarnið hennar númer eitt.
Að lokum vil ég þakka þér Gunna mín
fyrir hve vel þú reyndist mér og alltaf
gat ég leitað til þín ef mig vantaði að-
stoð.
Elsku litla fallega frænka mín, hve
erfitt er að kveðja þig. Ég bið góðan
Guð að styrkja og styðja Sigga
manninn þinn, börnin þín og barna-
börn og litlu systur þína hana Dystu,
sem þú varst alltaf að passa. Ég kveð
þig með þessum orðum sem lýsa þér
vel:
„Trú, von og kærleikur, þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur.“
(1. Kor. 13.13)
Bertha Stefanía Sigtryggsdóttir.
✝ Erla Elísdóttirfæddist á Gimli,
Reyðarfirði 24. maí
1932. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 16. apríl 2010.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún
Bjarney Valdórs-
dóttir, f. 24. des. 1909,
d. 16. apríl 1961, og
Elís Árnason, f. 20.
mars 1902, d. 29. apríl
1986. Bræður Erlu
eru Páll Þór, f. 1940,
og Árni Valdór, f.
1945, báðir búsettir á Reyðarfirði.
Uppeldissystir Erlu er Jóna Jó-
hannesdóttir, f. 1924, búsett á Sel-
tjarnarnesi.
Eiginmaður Erlu var Leifur
Tómasson, f. 5. mars 1932, d. 23.
nóv. 1995. Foreldrar hans voru
Nanna Tulinius og Tómas Stein-
grímsson. Þau eru bæði látin. Systir
Leifs er Ragna Pedersen, f. 1934,
búsett í Danmörku. Erla og Leifur
eignuðust fimm börn. Þau eru: 1)
Tómas, f. 1956, maki Sigríður
Gunnarsdóttir, f. 1956. Börn: Hilm-
ar, f. 1975, dætur hans eru Helena
Dögg, f. 1999, og
Hildur Jana, f. 2005,
Ragnheiður Tinna, f.
1982, sonur hennar
Aron Daði Björnsson,
f. 2004, Salome, f.
1988, unnusti Kári
Jónsson, f. 1987, og
Gunnar Elís, f. 1992.
2) Þóra Elísabet, f.
1957, maki Sigurður
Vigfússon, f. 1954.
Börn þeirra eru Erla
Hrönn, f. 1975, unn-
usti Karl Ingi Atla-
son, f. 1977, og Leif-
ur, f. 1978. 3) Ottó, f. 1958. Börn
hans eru: Rut, f. 1982, Axel, f. 1988,
og Nanna, f. 1992. 4) Guðrún Bjarn-
ey, f. 1961, maki Sigurjón Magn-
ússon, f. 1959. Börn þeirra eru:
Eva, f. 1984, unnusti Halldór Her-
mann Jónsson, f. 1984, Atli, f. 1991,
og Orri, f. 1994. 5) Nanna Herborg,
f. 1963, maki Friðrik Friðriksson, f.
1964. Börn þeirra eru Frans, f.
1988, Fanndís, f. 1990, og Nína, f.
1995.
Útför Erlu fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 26. apríl 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Andlátsfréttir koma okkur oft á
óvart þrátt fyrir að vera óaðskilj-
anlegur hluti af lífinu sjálfu. Mamma
var búin að berjast við krabbamein í
rúmt ár. Erfið lyfjameðferð var að
baki, uppskurður og geislar. Við
héldum í þá von að sigur væri unn-
inn en annað kom á daginn. Eðlileg-
ur slappleiki eftir geislameðferð
reyndist annað og meira en bara
slappleiki. Ekki kvartaðir þú frekar
en fyrri daginn, sagðist bara vera
löt. Við horfðum á þig verða þreytt-
ari og þreyttari og svo fór að þinn
tími var kominn.
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“.
Harmþrungin við horfðum
þig hverfa á annan stað,
hve heitt sem við þér unnum
ei hindrað gátum það.
Hjarta, úr gulli hannað,
hætt var nú að slá
og vinnulúnar hendur
verki horfnar frá.
Guð sundur hjörtu kremur
því sanna okkur vill hann
til sín hann aðeins nemur
sinn allra besta mann.
(Höf. ók. Þýð. Á. Kr. Þorsteinsson)
Einstakur er orð sem lýsa á því
sem engu öðru er líkt. Einstakur er
orð sem lýsir þér. Þú varst yndisleg
mamma og amma og umvafðir okkur
með hlýju og kærleik.
Ég kveð þig með orðunum sem þú
valdir á legstein pabba.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þín dóttir,
Bjarney.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund vil ég minnast tengdamóður
minnar Erlu Elísdóttur í nokkrum
orðum, með þakklæti fyrir allt það
sem hún gaf mér og fjölskyldu minni
í gegnum árin. Ég kynntist Erlu
þegar við Þóra konan mín vorum að
draga okkur saman í kringum 1973.
Erla tók þá strax vel á móti mér og
vinátta okkar átti eftir að vaxa æ
meir síðan. Erla var góður vinur og
hún hélt vel utan um fólkið sitt. Það
var gott að leita til hennar, hún
hlustaði vel og aldrei dæmdi hún eða
hallaði á nokkurn mann. Hún var
ákaflega bóngóð og umhyggja henn-
ar birtist ekki síst í greiðvikni henn-
ar og gjafmildi. Það var ævinlega
sjálfsagt að passa börnin meðan þau
voru yngri og alltaf var tekið vel á
móti okkur þegar við komum til
hennar. Enda var Erla mjög gestris-
in og naut þess sérstaklega að taka
vel á móti fólkinu sínu og veitti þá
ríkulega. Það var ekki amalegt að
koma við hjá Erlu ömmu eftir að
hafa verið á skíðum og þiggja þá ný-
steiktar kleinur og jólaköku hjá
henni. Erla var trygglynd og mjög
ræktarsöm gagnvart frændgarði
sínum og vinum. Hún fylgdist vel
með því hvað hver og einn var að
fást við í lífinu. Oft hringdi hún í mig
og fékk fréttir og spurði gjarnan
hvort það væri eitthvað sem hún
gæti gert, því hún var þá boðin og
búin. Erla var einmitt alltaf boðin og
búin fyrir ástvini sína, hvort sem það
var að passa börnin, baka eða und-
irbúa fyrir fjölskylduveislur eða
jafnvel að lána bílinn sinn í 10 daga
eða svo.
Minningarnar eru ómetanlegar.
Ótal myndir koma í hugann, frá ferð-
um okkar í húsið hennar á Keldum,
frá aðfangadagskvöldi og einnig
minnist ég allra skemmtilegu ferð-
anna okkar í berjamó. Það voru dýr-
mætar stundir í góðum félagsskap
og ekki spillti veglegt nestið sem
Erla hafði meðferðis til berjatínsl-
unnar. Erla var látlaus og hógvær
kona, sagði skoðanir sínar af hrein-
skilni en ég minnist þess ekki að
hafa séð hana skipta skapi nokkurn
tíma. Ég dáðist alltaf að æðruleysi
Erlu, hvernig hún tók því sem að
höndum bar án mótbára. Hún var
sjálfstæð, sterk og stolt kona og um
leið hlý og góð. Hún var mjög tilfinn-
inganæm og átti auðvelt með að
setja sig í spor annarra og hafði ríka
samkennd með þeim sem áttu um
sárt að binda og tók sér stöðu með
lítilmagnanum. Og Erla var sannar-
lega ekki kona skilyrða. Hún mætti
fólki án þess að dæma og vænti
einskis af öðrum þó að sjálf væri hún
ævinlega til staðar fyrir aðra. Kær-
leikur og vinátta voru það mikilvæg-
asta í öllum samskiptum.
Ég vil þakka Erlu fyrir samfylgd-
ina og sérstaklega fyrir vináttuna í
gegnum árin. Megi Guð helga og
blessa minningu hennar.
Sigurður Vigfússon.
Mér opnaðist faðmur í fyrsta sinn
sem ég hitti hana Erlu og æ síðan
var ég boðin velkomin á heimili
þeirra Leifs þar sem gleðin réð ríkj-
um. Andi heimilisins einkenndist af
einstakri gestrisni, góðvild, fjöri,
vináttu og óendanlegri tryggð.
Betri tengdafjölskyldu hefði ég
ekki getað kosið mér. Þótt leiðir
okkar Ottós skildi síðar bar aldrei
skugga á samskiptin við fjölskyldu
hans, sem varð mín á unglingsárum
og hefur verið mín æ síðan.
Ég þakka henni Erlu velgjörðirn-
ar og vináttuna. Mér finnst sem ég
kveðji mína eigin móður og sorgin er
ólýsanleg, en samt svo sérkennilega
blandin hlýju og þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast einstakri
konu. Trygglynda, glaða og góða
Erla er horfin á vit feðra sinna. Ljós
hennar lifir áfram í hjörtum okkar
sem sitjum eftir og söknum. Þó get
ég séð fyrir mér fagnaðarfundi þar
sem hlátrasköll óma og þau Leifur
leiðast aftur hönd í hönd. Þau búa í
haginn fyrir okkur hin og nú göng-
um við öll að því vísu að fá rjúkandi
heitan kakósopa og bakkelsi að leið-
arlokum. Það bíður okkar allt hinum
megin. Far vel mín kæra!
Þín vinkona,
Margrét Hallgrímsdóttir.
Elsku fallega amma mín.
„Guð, ég á engin orð, ég get ekkert
sagt.
Ég teygi bara arma mína til þín eins
og barn og græt.“
(C.W.)
Það er sárara en orð fá lýst að
kveðja þig elsku amma mín. Þú ert
hluti af öllum mínum dýrmætustu
minningum og ert mér svo kær.
Minningar sem tengjast gleði, kær-
leik og þeirri endalausu umhyggju
sem þú hafðir fyrir öllum sem þú
umgekkst. Þú sást alltaf það fallega
og góða í öllum sem urðu á vegi þín-
um.
Þú virtist alltaf hafa tíma fyrir
mig. Þegar ég lærði að hjóla varst þú
sú fyrsta sem ég hjólaði til, ég vissi
hvar ég vildi helst vera. Ég man líka
hvað ég hlakkaði til að fá að gista,
helst allar helgar. Alltaf varstu bak-
andi; soðiðbrauð, pönnukökur og
snúðar voru mitt uppáhald. Ég hafði
mikla matarást á þér. Ég á eftir að
sakna þess að fá ekki hringingu að
kvöldi og glaðleg röddin þín segir:
„Nafna mín, soðiðbrauðið er tilbúið.“
Þú varst ekki bara elsku góða amma
mín, þú varst líka mín besta vinkona.
Það var alveg sama hvort það voru
góðar fréttir eða erfiðar fréttir sem
ég þurfti að létta af brjósti mínu, þú
varst yfirleitt sú fyrsta sem ég
hringdi til eða kíkti til í heimsókn.
Þig og stóra faðminn gat ég alltaf
treyst á.
Þú sagðir oft við mig þegar heim-
urinn snerist ekki í takt við mínar
óskir: „En Erla mín, við ráðum ekki
öllu.“ En ef ég ætti eina ósk núna
værir þú ennþá hér hjá mér. Það var
svo margt sem við áttum eftir að
gera saman.
Takk elsku amma mín fyrir allt
sem nærvera þín og heilræði hafa
gefið mér. Þú varst svo falleg bæði
að innan sem utan og ert mér svo
falleg fyrirmynd. Minningarnar um
þig og vissan um nærveru þína
munu fylgja mér um ókomna fram-
tíð.
Hvíl í friði elsku fallega amma
mín.
Kveðja, þín
Erla Hrönn.
Sérð þú mig?
Heyrir þú í mér?
Þarna hjá guði.
Heyrir, sérð,
hlustar, kíkir
þú á mig að ofan?
Hugsar þú til mín?
Eins og ég til þín?
Saknar þú mín
eins og ég sakna þín?
Ef svo er
þá veist þú
að ég elska þig.
(Elín Anna Bogadóttir)
Rut Dís.
Mig langar til að minnast elsku-
legrar frænku minnar Erlu Elísdótt-
ur, sem var einstök kona með ein-
staka sál. Hún hafði þessa nærveru
að vera að manni finnst fullkomin
manneskja, gat ávallt gefið manni
tíma, hrós og hvatningu.
Sumarið 1961 fór ég frá Vest-
mannaeyjum til Akureyrar til að
passa fyrir frænku mína, aðeins 12
ára og full af kvíða tókst ég á við
þetta ferðalag. Ekki þurfti ég að
Erla Elísdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma.
Þú sem baðst fyrir mér allan
þennan tíma. Vakir núna yfir
mér.
Takk fyrir allt.
Hvíl í friði.
Gunnar Elís Tómasson.
SJÁ SÍÐU 18