Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 ✝ Ásdís Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1940. Hún lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Kópa- vogi 15. apríl 2010. Hún var dóttir hjónanna Magneu Guðrúnar Ingimund- ardóttur, f. 31. jan- úar 1905 í Reykja- vík, d. 21. janúar 1985, og Sigurðar Valdimars Stef- ánssonar, f. 21. mars 1902 í Múlasýslu, d. 20. október 1974. Systir Ásdísar var Jórunn Karls- dóttir, f. 18. september 1929, d. 11. janúar 2005, þær voru sam- mæðra. Ásdís giftist Klaus Wehmeier, f. 9. júní 1940, þau skildu. Saman eignuðust þau synina a) Christof Wehmeier, f. 1963, hann er kvæntur Helgu Óskarsdóttur, f. 1962, og eiga þau börnin Bjart Christof Wehmeier, f. 2008, og Berglindi Helgu Wehmeier, f. 2008, b) Arne Wehmeier, f. 1964, sem kvæntist Guðrúnu Ástu Lár- usdóttur, f. 1964, þau skildu. Börn þeirra eru Arne Karl Weh- meier, f. 1989, sambýliskona Katrín Ýr Kristensdóttir, f. 1989, barn þeirra Hörður Logi, f. 2009, og Tómas Helgi Wehmeier, f. 1993. Seinni kona Arne er María Björk Viðars- dóttir, f. 1971, og barn þeirra er Daní- el Ísak Maríuson, f. 2003. Ásdís ólst upp í foreldrahúsum og lagði stund á versl- unarnám. Hún vann víða sem einkaritari og um tíma í utan- ríkisráðuneytinu. Hún dvaldi löngum erlendis bæði við nám og störf og settist að í Þýskalandi þar sem hún giftist og stofnaði heim- ili. Eftir heimkomuna frá Þýska- landi hóf hún nám að nýju og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og námi í fjölmiðlafræðum frá fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hún lauk einnig meistaranámi í markaðsfræðum frá Strathclyde- háskólanum í Glasgow í Skot- landi. Hún vann mikið sjálfstætt og stofnaði og rak fyrirtækið „Hugmynd og framkvæmd frá 1977-1990. Þá stofnaði hún heild- sölufyrirtækið Nóvus ehf. 1996 og rak það til dauðadags. Útför Ásdísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 26. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Ég á mömmu margt að þakka. Hún fæddi mig í þennan heim, gaf mér góðan bróður í afmælisgjöf ári síðar. Gaf mér alla þá um- hyggju og það veganesti gegnum öll þessi ár sem gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Takk fyrir að hafa verið mamma mín. Mamma kenndi mér að meta bíómyndir enda fór hún snemma með okkur bræðurna í bíó og sáum við mörg meistarastykkin og fyrir það er ég svo þakklátur. Það þurfti ekki að senda neinar fréttatilkynningar í tengslum við það sem hún afrekaði í lífinu. Hún var enginn útrásarvíkingur heldur alvöru Íslendingur. Ég ætla rétt aðeins að telja upp sem hún afrek- aði – jú og nú horfir hún á mig of- an frá og setur upp ákveðinn svip enda var hún ekki gefin fyrir lof- ræður, hún lét verkin tala sínu máli. Hún byrjaði snemma að passa frændsystkini sín, vann í fiski eins og svo margir góðir og sannir Íslendingar gerðu á þeim tíma. Síðan sendi Siggi afi hana til Fairly Play College í Brighton þegar hún var aðeins 17 ára göm- ul. Hún dvaldi þar í eitt ár. Síðan lá leiðin aftur heim. Ung byrjaði hún í utanríkisráðuneytinu og svo kom að því að hún hitti hann pabba okkar. Þau giftu sig hér heima og svo lá leiðin til Þýska- lands þar sem hún lærði málið upp á tíu fingur og talaði betur en innfæddir. Við bræðurninr fædd- umst í Þýskalandi þar sem mamma annaðist okkur og heim- ilið ásamt því að aðstoða pabba með auglýsingafyrirtæki sitt. Í Þýskalandi áttum við bræður góða og viðburðaríka æsku. Þegar ég var átta ára skildu hún og pabbi, þá lá leiðin aftur heim til Íslands. Hún fór aftur að vinna hjá utanríkisráðuneytinu, hélt áfram að mennta sig, stofnaði sína eigin auglýsingastofu, Hugmynd & Framkvæmd. Þegar mamma var fimmtug ákvað hún að fara í framhaldsnám og kláraði meist- aragráðu í alþjóðlegum markaðs- fræðum við Strathclyde-háskóla. Það var frábært að hafa verið við- staddur útskriftina hinn 1. nóv- ember 1991 á sjálfum afmælisdeg- inum mínum. Mamma blómstraði þarna úti en gat ekki hugsað sér að vera lengur frá okkur strákun- um. Hún hafði í raun alltaf meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri sér. Hún stofnaði síðan annað fyrir- tæki, NÓVUS, árið 1996 og vann þar hörðum höndum. Mamma var svo hæfileikarík og skapandi, hún málaði, teiknaði en ég var hrifn- astur af skrifunum hennar og ljóðagerðinni. Ljóðin hennar eru svo falleg, lýsandi, einföld en svo sterk. Í júlí 2008 áttum við Helga kon- an mín og mamma yndislega bíó- ferð, við fórum að sjá Mamma Mía. Við þrjú skemmtum okkur svo konunglega að við fórum dansandi út úr bíósalnum. Það var svo mikil gleði. Mamma hafði far- ið til Grikklands eftir að hún hafði skrifað lokaritgerðina í Skotlandi og þekkti vel þessar slóðir. Hinn 27. júní hefði mamma orð- ið sjötug. Hún fær samt stóra af- mælisveislu þrátt fyrir að vera ekki lengur hér í þessu lífi. Farðu vel með þig, njóttu þín og hvíldu þig vel þarna uppi – þú átt það skilið. Hamingjan óáþreifanleg í minningunni – mynd tilfinning Í orðum: „elsku mamma mín“ (Ásdís Sig.) Þinn sonur, Christof. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Heyrist hringt á dyrabjöllu og gengið upp tröppurnar. Í ofvæni bíða tvíburarnir Berglind og Bjartur eftir því hver er að koma. Þau skríkja af kátínu þegar amma Dísa birtist í dyragættinni og seg- ir glaðlegri röddu: „Halló – halló.“ Hún klappar saman lófunum og byrjar að sprella fyrir þau litlu – ballið er byrjað. Svona birtist amma Dísa litlu englunum sínum í hvert sinn sem hún kom í heim- sókn. Allt frá því að við Christof op- inberuðum fyrir fólkinu okkar að litlir tvíburar væru væntanleg við- bót í fjölskylduna var mikil eft- irvænting hjá Ásdísi og hún skrif- aði undir alla tölvupósta sem hún sendi mér … Ásdís amma. Hún var full eftirvæntingar, ekki síst þegar hún kom með okkur í þrí- víddarsónar til að skoða litlu kríl- in. Þegar hún tók að sér að líta eft- ir börnunum gerði hún allt sem hún gat til að hafa ofan af fyrir þeim, veltist á gólfinu með þeim í boltaleik og fleiri leikjum. Í byrjun þessa árs var farið að gæta krankleika sem skein í gegn þegar hún hætti að geta haldið á þeim litlu í fanginu. Bjartur, sem var mjög hrifinn af ömmu sinni, áttaði sig á að eina leiðin til að nálgast ömmu almennilega var að fara til hennar og knúsa á henni hnén. Það gerði hann oft. Ásdís kom og gisti hjá okkur um páskana og skemmti tvíbur- unum meðal annars með því að setja lófana saman og blása svo heyrðist hvellt hljóð sem minnir á lestarflaut. Þetta vakti alltaf jafn- mikla kátínu. Elsku Ásdís, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir börnin okkar Chri- stofs, við munum minna þau síðar á hversu mikið þú elskaðir þau. Ég þakka fyrir samfylgdina sem var allt of stutt, megi englar alheims vaka yfir þér hinum meg- in. Helga. Elsku mamma, fráfall þitt bar mjög brátt að og minningarnar hafa hlaðist upp undanfarna daga. Það sem mér er efst í huga er þessi mikli dugnaður og elja sem einkenndi þig alla tíð. Þú sýndir mér og kenndir mér góða siði, kurteisi, að þora og vera kjark- mikill. Setningar eins og „Mundu alltaf að vanda þig í orðum og gjörðum“, „Hafðu metnað fyrir því sem þú tekur þér fyrir hend- ur“ og „Trúðu og fylgdu hjartanu Ásdís Sigurðardóttir SJÁ SÍÐU 20 ✝ Okkar ástkæri BJÖRGVIN HALLDÓRSSON, Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn þriðjudaginn 27. apríl kl. 15.00. Athöfnin fer fram í Fossvogskirkju. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og amma, GUÐMUNDA HJÁLMARSDÓTTIR, Laufrima 4, Reykjavík, lést á Skógarbæ mánudaginn 19. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 28. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Jónsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Faxastíg 2a, lést þriðjudaginn 20. apríl. Útför hennar verður frá Aðventkirkjunni í Vest- mannaeyjum föstudaginn 30. apríl kl. 13.00. Hrönn Þórðardóttir, Óli Þór Alfreðsson, Hanna Þórðardóttir, Gísli Valtýsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÓTTAR KJARTANSSON, kerfisfræðingur, Blásölum 22, Kópavogi, lést laugardaginn 17. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 27. apríl kl 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Jóhanna Stefánsdóttir, Oddný Kristín Óttarsdóttir, Kjartan Sævar Óttarsson, Karen Birta Kjartansdóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ÁLFHEIÐUR BJÖRK EINARSDÓTTIR, Hjallavegi 68, lést föstudaginn 23. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lára Björk Hördal, Kjartan Guðmundsson, Hrafnhildur Kjartansdóttir, Sigrún M. Einarsdóttir, Ásgeir Eiríksson. afa og hvílist eftir langt líf og ríku- legt. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Telma Hlín og Pálín Dögg. Ég sit í stofunni á Arnarhrauni og hugsa um allar góðu stundirnar sem við fjölskyldan höfum átt hér saman og hvert sem litið er rifjast upp ný minning um ykkur afa. Amma var allt sem alvöruamma þarf að vera. Hún vildi allt fyrir fjölskylduna gera og fann maður alltaf hlýju hennar. Amma var lag- in við að sauma og prjóna og alltaf var hún tilbúin til að hjálpa mér við handavinnuna. Veitingar ömmu voru ómótstæðilegar, til dæmis kleinurnar og pönnukökurnar. Bragðið gleymist seint. Við barna- börnin fengum ófáa vettlingana frá ömmu enda var hún oftast með áhyggjur af því að okkur væri kalt, alltaf kom maður út í meiri fötum en komið var í upphaflega. Amma var alltaf vel til höfð og í fallegum fötum, sem oftar en ekki voru saumuð eða prjónuð af henni sjálfri. Alltaf jafnglæsileg. Mér til mikillar ánægju voru amma og afi dugleg að bjóða mér með í sumarbústaðinn. Á morgn- ana fékk ég heitt súkkulaði með extra miklum sykri, allt var leyfi- legt hjá ömmu, hún var sælkeri. Alltaf fékk maður súkkulaði hjá ömmu og já, líka lakkrís. Amma var náin börnum sínum. Mamma og Jóna löguðu alltaf á henni hárið og þegar komið var á Hrafnistu heimsóttu þær hana á hverjum degi. Þær lögðu metnað sinn í að henni liði sem best. Erfitt var fyrir ömmu að kveðja afa sem hjálpaði henni mikið í veikindum hennar og var henni alltaf svo góð- ur. Afi, eða pabbi, eins og hún kallaði hann, var og er hennar ferðafélagi. Nú eru þau loks sam- einuð, afi tekur vel á móti Villu sinni og eru þau eflaust að sinna garðinum eða að dytta að bústaðn- um eins og þeim einum var lagið. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem Ninja Ýr fékk að eiga með þér, hann var mér mjög dýrmæt- ur. Hvíl í friði elsku amma mín. Þín Hjördís Ýr. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Villu frænku sem mín fyrstu kynni voru af við 7-8 ára aldur. Ég var við húsið Arnar- hraun 5 og sat á gangstéttinni við að klæða mig í skó, þegar kona kemur að mér og býður fram að- stoð sína og gefur sig á tal við mig. Að svo búnu vindur hún sér inn í hús og kemur til baka með smá- köku og gljáandi rautt epli. Segir svo: „Segðu pabba þínum að Villa systir biðji að heilsa.“ Með spenn- ingi og móð hljóp ég heim og í fangið á pabba: „Hún Villa systir þín biður að heilsa, þekkir þú hana?“ Og færðist þá gleðibros yf- ir andlit hans. Að boði Villu fór ég nokkrum sinnum í heimsókn og ávallt með góðgæti í vösum til heimferðar. Á unglingsárunum vann ég í hverf- isbúðinni Arnarhrauni og var oft spjallað og spurði hún ávallt um okkur börnin og fann ég alltaf rík- an áhuga hennar sem mér þykir afar vænt um. En svo flutti ég út á land og hitti Villu sjaldnar, en síð- ast fyrir nokkrum árum. Og sem áður alltaf svo hlý og góðhjörtuð. Með þessum línum þakka ég Villu frænku fyrir stundirnar sem ég geymi ávallt með mér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Smári, Jóna, Anna og aðstand- endur allir, Guð gefi ykkur styrk. Minningin lifir. Dagbjört Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.